Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

28. fundur 15. júní 2023 kl. 10:00 - 10:30 Í gegnum fjarfundarbúnað
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Fannar Þór Þorfinnsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Austurgata 6 - Flokkur 2,

Málsnúmer 2305025Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir að nýju umsókn Helga Björgvins Haraldssonar um byggingu svala ásamt tröppum niður í garð og að setja nýjan glugga á eldhús í norður. Á 26. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar sem tók málið fyrir á 6. Niðurstaða skipulagsnefndar var að fara fram á óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Breytingar á deiliskipulagi voru grenndarkynntar samkvæmt 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga 123/2010 og bárust engar athugasemdir.

Skipulagsbreytingin tók gildi við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda þann 31. mars 2023.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Skúlagata 23 - Flokkur 1,

Málsnúmer 2306003Vakta málsnúmer

Litalausnir sækja um leyfi fyrir byggingu bílskúrs við Skúlagötu 23, skv. teikningum. Sótt er um að færa byggingareit fyrir bílskúr samanber meðfylgjandi teikningu. Byggingarreitur bílskúrs er skv. skipulagi norðan við hús sótt er um að færa hann sunnan við hús. Tilkynnt er um stakstæðan 15m2 óupphitaðnn skúr suð-austast á lóðinni skv. teikningu.
Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni síðunnar?