Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

29. fundur 11. júlí 2023 kl. 09:30 - 10:00 Á skrifstofu byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Þór Þorfinnsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hamraendi 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir að nýju umsókn Rjúkanda ehf um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði við Hamraenda 4 Stykkishólmi. Húsið er 769,6m2 og 3748,1m3. Húsið verður á steyptum grunni og megin burðargrind hússins stálvirki, útveggir og þak verður klætt með yleiningum.Erindið var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hamraenda 1, 2, 3 og 6-8. dagana 5.12.2022 til 3.01.2023.Ein umsögn barst við grenndarkynningu.Að grenndarkynningu lokinn var fyrirhuguð bygging færð nær spennistöð á lóð Rarik og hækkuð um 20cm, vegna lagna. Einnig bættist við tæknirými, vegna breytinga á verklagi Veitna.Breyting á hæð, ásamt tæknirými var kynnt fyrir lóðarhafa Hamraenda 2, dagana 14- 21. júní 2023.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Sveitarfélagið mun í kjölfarið upplýsa með skriflegum hætti þeim aðilum sem áformin voru grenndarkynnt fyrir um leið og byggingarleyfi verður gefið út með leiðbeiningum um kæruleiðir, en það má ganga út frá því að umræddir aðilar séu a.m.k. þeir sem lögvarða hagsmuni hafi í málinu, sbr. fyrirliggjandi minnisblað bæjarstjóra, dags. 15. nóvember 2022, um málsatvik, viðbrögð sveitarfélagsins og tillaga bæjarstjóra að afgreiðslu og stefnumörkun sveitarfélagsins varðandi Hamraenda 4 og Hamraenda 6-8 í kjölfar
úrskurðar ÚUA nr. 99/2022.

2.Umsókn um byggingarheimild/-leyfi í fl. 2- Lyngholt

Málsnúmer 2305002Vakta málsnúmer

Lögð fram, að nýju, til afgreiðslu umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingarleyfi/-heimild fyrir tveimur 36,9 m2 gistihúsum á landsspildunni Lyngholti (L221919) við Helgafell. Húsin verða á steyptum sökklum með timbur-útveggjum sem klæddir eru ál-báru, staðsteyptri gólfplötu og hefðbundnu timburþaki. Fjarlægð frá Helgafellsvegi er u.þ.b. 50 m. Lyngholt er 56 ha spilda úr landi Helgafells. Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir 4 íbúðarhúsum og 3 frístundarhúsum á jörðum og landsspildum stærri en 10 ha og skal vinna deiliskipulag. Í dag er skráð eitt íbúðarhús á landsspildunni. Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 11. fundi sínum og taldi þá að um viðkvæmt svæði væri að ræða hvað varðar náttúru- og menningarminjar og að svæðið hafi mikið aðdráttarafl. Þar af leiðandi þurfi að vanda val á staðsetningu bygginga og annarra mannvirkja. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði fram á að svæðið verði deiliskipulagt. Landeigandi hefur lagt fram ný gögn máli sínu til rökstuðnings. Skipulagsnefnd gerði, á 12. fundi sínum, ekki athugasemd við umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingu tveggja frístundahúsa í landi Lyngholts við Helgafell í ljósi nýrra gagna og upplýsinga sem bárust eftir fyrri afgreiðslu málsins á síðasta fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa. Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa vegna málsins. Bæjarráð staðfesti, á 12. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?