Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi - Lyngholt

Málsnúmer 2305002

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 11. fundur - 10.05.2023

Lögð fram til afgreiðslu umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingarleyfi/heimild fyrir tveimur 36,9 m2 gistihúsum á landsspildunni Lyngholti (L221919) við Helgafell.

Húsin verða á steyptum sökklum með timbur-útveggjum sem klæddir eru ál-báru, staðsteyptri gólfplötu og hefðbundnu timburþaki. Fjarlægð frá Helgafellsvegi er u.þ.b. 50 m.

Lyngholt er 56 ha spilda úr landi Helgafells. Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir 4 íbúðarhúsum og 3 frístundarhúsum á jörðum og landsspildum stærri en 10 ha og skal vinna deiliskipulag. Í dag er skráð eitt íbúðarhús á landsspildunni.
Skipulagsnefnd telur að um sé að ræða viðkvæmt svæði hvað varðar náttúru- og menningarminjar og að svæðið hafi mikið aðdráttarafl. Þar af leiðandi þurfi að vanda val á staðsetningu bygginga og annarra mannvirkja. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði fram á að svæðið verði deiliskipulagt.

Skipulagsnefnd - 12. fundur - 19.06.2023

Lögð fram, að nýju, til afgreiðslu umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingarleyfi/-heimild fyrir tveimur 36,9 m2 gistihúsum á landsspildunni Lyngholti (L221919) við Helgafell.

Húsin verða á steyptum sökklum með timbur-útveggjum sem klæddir eru ál-báru, staðsteyptri gólfplötu og hefðbundnu timburþaki. Fjarlægð frá Helgafellsvegi er u.þ.b. 50 m.

Lyngholt er 56 ha spilda úr landi Helgafells. Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir 4 íbúðarhúsum og 3 frístundarhúsum á jörðum og landsspildum stærri en 10 ha og skal vinna deiliskipulag. Í dag er skráð eitt íbúðarhús á landsspildunni.

Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 11. fundi sínum og taldi þá að um viðkvæmt svæði væri að ræða hvað varðar náttúru- og menningarminjar og að svæðið hafi mikið aðdráttarafl. Þar af leiðandi þurfi að vanda val á staðsetningu bygginga og annarra mannvirkja. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði fram á að svæðið verði deiliskipulagt.

Landeigandi hefur lagt fram ný gögn máli sínu til rökstuðnings.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingu tveggja frístundahúsa í landi Lyngholts við Helgafell í ljósi nýrra gagna og upplýsinga sem bárust eftir fyrri afgreiðslu málsins á síðasta fundi nefndarinnar.

Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Hilmar Hallvarðsson formaður skipulagsnefndar kom inn á fundinn.
Lögð fram, að nýju, til afgreiðslu umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingarleyfi/-heimild fyrir tveimur 36,9 m2 gistihúsum á landsspildunni Lyngholti (L221919) við Helgafell.

Húsin verða á steyptum sökklum með timbur-útveggjum sem klæddir eru ál-báru, staðsteyptri gólfplötu og hefðbundnu timburþaki. Fjarlægð frá Helgafellsvegi er u.þ.b. 50 m.

Lyngholt er 56 ha spilda úr landi Helgafells. Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir 4 íbúðarhúsum og 3 frístundarhúsum á jörðum og landsspildum stærri en 10 ha og skal vinna deiliskipulag. Í dag er skráð eitt íbúðarhús á landsspildunni.

Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 11. fundi sínum og taldi þá að um viðkvæmt svæði væri að ræða hvað varðar náttúru- og menningarminjar og að svæðið hafi mikið aðdráttarafl. Þar af leiðandi þurfi að vanda val á staðsetningu bygginga og annarra mannvirkja. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði fram á að svæðið verði deiliskipulagt.

Landeigandi hefur lagt fram ný gögn máli sínu til rökstuðnings.

Skipulagsnefnd gerði, á 12. fundi sínum, ekki athugasemd við umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingu tveggja frístundahúsa í landi Lyngholts við Helgafell í ljósi nýrra gagna og upplýsinga sem bárust eftir fyrri afgreiðslu málsins á síðasta fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa vegna málsins.
Bæjarráð stafestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Hilmar vék af fundi.

Bæjarstjórn - 15. fundur - 29.06.2023

Lögð fram, að nýju, til afgreiðslu umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingarleyfi/-heimild fyrir tveimur 36,9 m2 gistihúsum á landsspildunni Lyngholti (L221919) við Helgafell.

Húsin verða á steyptum sökklum með timbur-útveggjum sem klæddir eru ál-báru, staðsteyptri gólfplötu og hefðbundnu timburþaki. Fjarlægð frá Helgafellsvegi er u.þ.b. 50 m.

Lyngholt er 56 ha spilda úr landi Helgafells. Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir 4 íbúðarhúsum og 3 frístundarhúsum á jörðum og landsspildum stærri en 10 ha og skal vinna deiliskipulag. Í dag er skráð eitt íbúðarhús á landsspildunni.

Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 11. fundi sínum og taldi þá að um viðkvæmt svæði væri að ræða hvað varðar náttúru- og menningarminjar og að svæðið hafi mikið aðdráttarafl. Þar af leiðandi þurfi að vanda val á staðsetningu bygginga og annarra mannvirkja. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði fram á að svæðið verði deiliskipulagt.

Landeigandi hefur lagt fram ný gögn máli sínu til rökstuðnings.

Skipulagsnefnd gerði, á 12. fundi sínum, ekki athugasemd við umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingu tveggja frístundahúsa í landi Lyngholts við Helgafell í ljósi nýrra gagna og upplýsinga sem bárust eftir fyrri afgreiðslu málsins á síðasta fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa vegna málsins.

Bæjarráð staðfesti, á 12. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 29. fundur - 11.07.2023

Lögð fram, að nýju, til afgreiðslu umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingarleyfi/-heimild fyrir tveimur 36,9 m2 gistihúsum á landsspildunni Lyngholti (L221919) við Helgafell. Húsin verða á steyptum sökklum með timbur-útveggjum sem klæddir eru ál-báru, staðsteyptri gólfplötu og hefðbundnu timburþaki. Fjarlægð frá Helgafellsvegi er u.þ.b. 50 m. Lyngholt er 56 ha spilda úr landi Helgafells. Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir 4 íbúðarhúsum og 3 frístundarhúsum á jörðum og landsspildum stærri en 10 ha og skal vinna deiliskipulag. Í dag er skráð eitt íbúðarhús á landsspildunni. Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 11. fundi sínum og taldi þá að um viðkvæmt svæði væri að ræða hvað varðar náttúru- og menningarminjar og að svæðið hafi mikið aðdráttarafl. Þar af leiðandi þurfi að vanda val á staðsetningu bygginga og annarra mannvirkja. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði fram á að svæðið verði deiliskipulagt. Landeigandi hefur lagt fram ný gögn máli sínu til rökstuðnings. Skipulagsnefnd gerði, á 12. fundi sínum, ekki athugasemd við umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingu tveggja frístundahúsa í landi Lyngholts við Helgafell í ljósi nýrra gagna og upplýsinga sem bárust eftir fyrri afgreiðslu málsins á síðasta fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa. Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa vegna málsins. Bæjarráð staðfesti, á 12. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Getum við bætt efni síðunnar?