Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

30. fundur 16. október 2023 kl. 14:15 - 15:30 Í gegnum fjarfundarbúnað
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Fannar Þór Þorfinnsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild/-leyfi (fl. 1) - Skúlagata 23

Málsnúmer 2306003Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir, að nýju, umsókn Litalausna ehf. vegna byggingar bílskúrs við Skúlagötu 23.



Byggingarfulltrúi vísaði á 28. fundi sínum erindinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.



Á 12. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að lóðarhafi myndi vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði við Borg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulega breytingu á deiliskipulagi.



Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt dagana 29. ágúst til 26. september sl. og bárust engar athugasemdir.
Byggingaráform samþykkt.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Helgafell - Flokkur 1,

Málsnúmer 2310008Vakta málsnúmer

Jóhanna Kristín Hjartardóttir sækir um leyfi fyrir byggingu þriggja gistihúsa í landi Helgafells ásamt stofnun nýrra lóða samhliða því.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggignarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vatnsás 18 - Flokkur 2,

Málsnúmer 2310007Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir umsókn Golfklúbbsins Mostra vegna breytinga á golfskála og viðbyggingar við hann samkv. uppdráttum frá W7, dags. 05.10.2023.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggignarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkilundur 39 - Flokkur 1,

Málsnúmer 2310006Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir umsókn Gylfa Jónu Arnbjarnarsonar um viðbyggingu við Birkilund 39.



Sótt er um stækkun á norð-vestur horni hússins sem nemur innskoti sem er á húsinu í dag. Sumarhúsið er timburhús reist árið 2007.

Húsið verður eftir stækkun 110,1 m2. Húsið er grundað á steyptum sökklum og plötu. Þak hússins nær yfir fyrirhugaða stækkun.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarfulltrúi telur umsóknina vera í samræmi við 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga hvað varðar landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.

Í ljósi þess að þak hússins nær yfir fyrirhugaða stækkun, telur byggingarfulltrúi að stækkunin hafi engin grenndaráhrif.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist aðalskipulagi.

Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni síðunnar?