Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

17. fundur 26. október 2021 kl. 10:00 Á skrifstofu byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
  • Einar Þór Strand áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Þór Þorfinnsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Austurgata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2109021Vakta málsnúmer

Kaþólska kirkjan á Íslandi sækir um leyfi til að einangra að utan og klæða með 2 mm þykkum ljóslituðum álplötum turn og gang á 3. hæð Austurgötu 7. Framkvæmdin er liður í þéttingu leka sem hefur verið vndamál í húsinu undanfarin ár. Álplöturnar verða með lit sem er því sem næst sami litur og er nú á byggingunni að utan.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4:
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg. Til að breyting á mannvirki geti talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd.

Skv. c-lið, greinar 2.3.5. í byggingarreglugerð segir að minniháttar framkvæmdir, svo sem endurnýjun veggklæðninga utanhúss og glugga (viðhald), þegar notað sé eins eða sambærilegt efni og fyrir var og útlit byggingar ekki breytt eða breyting sé óveruleg, einnig nýklæðning þegar byggðra bygginga, séu undanþegnar byggingarleyfi, enda séu þær í samræmi við deiliskipulag.

Skv. aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 er fjallað um götumyndir, ásýndir húsa og efnisval.

Í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir Austurgötu 7, er erindinu vísað til umsagnar skipulagsnefndar.

2.Sjávarflöt 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2109023Vakta málsnúmer

Jón Sævar Baldursson sækir um leyfi fyrir byggingu bílskúrs við Sjávarflöt 6, sem verður samtengdur núverandi einbýlishúsi, ásamt því að breyta núverandi útliti og klæða með báru og breyta útliti á gluggum. Skipulagi innanhúss er líka breytt.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísar byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í Skipulagsnefnd.

3.Laufásvegur 14 - Reyndarteikningar

Málsnúmer 2110009Vakta málsnúmer

Sarah Jane Allard leggur inn reyndarteikningar og leiðrétta skráningartöflu unnar af Sigurbjarti Loftssyni dags. 21.09.2021
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið, sem er í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

4.Aðalgata 15A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2110022Vakta málsnúmer

Þ.B. Borg sækir um leyfi fyrir byggingu einbýlishúss á lóðinni Aðalgata 15a skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Undirstöður og botnplata eru staðsteyptar og járnbentar.
Útveggir er timburgrindarveggir klæddir standandi listasúðarklæðningu.
Milligólf er timburgólf borið uppi af berandi innveggjum og límtrébitum.
Þak er hefðbundið timburþak, klætt borðaklæðningu og bárualuzinki að utan.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum svo sem gildandi deiliskipulagi á svæðinu.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?