Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

21. fundur 04. maí 2022 kl. 13:00 - 14:00 Á skrifstofu byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Fannar Þorfinnsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Austurgata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2201015Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir usókn heilbrigðiseftirlitsins vegna framkvæmda á innréttingu hjúkrunarheimilis á 2. og 3. hæð St. Fransiskuspítalans að Austurgötu 7 í Stykkishólmi, og að koma fyrir nýrri lyftu.

Um er að ræða 3. áfanga við framkvæmdir sjúkrahússins en fyrri 2 áfangarnir voru undanfarar þessa áfanga. Rífa á núverandi lyftu og lyftustokk og steypa upp nýjan stokk fyrir nýja lyftu. Á 2. hæð skal rífa núverandi innveggi og innréttingar á allri hæðinni. Þar skal innrétta 12 ný einstaklings hjúkrunarrými, með sameiginlegum matsal og setustofu ásamt starfsmannaaðstöðu. Alls u.þ.b. 800 m².

Á 3. hæð skal rífa að hluta núverandi innveggi og innréttingar. Hluti hæðarinnar mun halda sér óbreyttur, þ.e. 5 herbergi fyrir legurými háls- og bakdeildar spítalans. Á hæðinni skal innrétta 6 ný einstaklings hjúkrunarrými, skv. viðmiðum HRN, með sameiginlegum matsal og setustofu. Einnig skol, starfsmannaðastöðu, lyfjabúr og litla skrifstofu, sem verða samnýtt með legudeildi. Alls u.þ.b.480 m².


Byggingaframkvæmdirnar eru samvinnuverkefni Stykkishólmsbæjar og Heilbrigðisráðuneytis um uppgyggingu hjúkrunarheimilis í Stykkishólmi. Verkframkvæmdir hófust, að undangengnu samþykki þáverandi byggingafulltúa, um miðjan júlí 2021.
Byggingaráformin eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

2.Hafnargata 2A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2203021Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir umsókn Lagnar ehf, varðandi breytingar á innra skipulagi hafnargötu 2a.

Efri hæð hússins verður breytt í veitingasal og stigi settur milli hæða.
Byggingaráformin eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

3.Hamraendi 6-8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202020Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Skipavíkur ehf. um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum við Hamraenda 6-8. Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá W7 slf. dags. 22.02.2022. Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 258. fundi sínum, að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum bygginga við Hamraenda nr. 1, 2, 3, 5 og 10 a-d, ásamt Hesteigendafélaginu Fákaborg.

Erindið var grenndarkynnt frá 31. mars til 29. april, en engar athugasemdir bárust.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist aðalskipulagi.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni síðunnar?