Fara í efni

Hamraendi 6-8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202020

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 20. fundur - 08.03.2022

Skipavík sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði við Hamraenda 6-8.
Lóðin er 1.920 m2. Stærð hússins er 20 x 36,2 m eða samtals 732,2 m2 að grunnfleti. Birt stærð er 724 m2, brúttórúmmál er 3828 m3. Um er að ræða 12 bil sem hvert um sig er um 60 m2 að stærð. Burðarvirki hússins er steinsteypa og límtré.

Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá W7 slf. dags. 22.02.2022.
Ekki er til deiliskipulag af svæðinu.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu er erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og bygginganefnd - 258. fundur - 15.03.2022

Skipavík ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði við Hamraenda 6-8. Stærð hússins er 20 x 36,2 m eða samtals 732,2 m2 að grunnfleti. Birt stærð er 724 m2 og brúttórúmmál er 3.828 m2. Um er að ræða 12 bil, hvert um sig um 50 m2 að stærð að grunnfleti. Burðarvirki hússins er steinsteypa og límtré. Lóðin er 1.920 m2. Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá W7 slf. dags. 22.02.2022.

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum bygginga við Hamraenda nr. 1, 2, 3, 5 og 10 a-d, ásamt Hesteigendafélaginu Fákaborg. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að engar athugasemdir hafi borist, vísar nefndin málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

Bæjarráð - 638. fundur - 24.03.2022

Skipavík ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum við Hamraenda 12. Stærð hússins er 20 x 36,2 m eða samtals 732,2 m2 að grunnfleti. Birt stærð er 724 m2 og brúttórúmmál er 3.828 m2. Um er að ræða 12 bil, hvert um sig um 50 m2 að stærð að grunnfleti. Burðarvirki hússins er steinsteypa og límtré. Lóðin er 1.920 m2. Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá W7 slf. dags. 22.02.2022.

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 258. fundi sínum, að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum bygginga við Hamraenda nr. 1, 2, 3, 5 og 10 a-d, ásamt Hesteigendafélaginu Fákaborg. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að engar athugasemdir hafi borist, vísaði nefndin málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 409. fundur - 30.03.2022

Lögð fram umsókn Skipavíkur ehf. um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum við Hamraenda 6-8. Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá W7 slf. dags. 22.02.2022.

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 258. fundi sínum, að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum bygginga við Hamraenda nr. 1, 2, 3, 5 og 10 a-d, ásamt Hesteigendafélaginu Fákaborg. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að engar athugasemdir hafi borist, vísaði nefndin málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkti á 638. fundi sínum afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

Til máls tóku: HH og JBJ

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 21. fundur - 04.05.2022

Lögð fram umsókn Skipavíkur ehf. um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum við Hamraenda 6-8. Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá W7 slf. dags. 22.02.2022. Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 258. fundi sínum, að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum bygginga við Hamraenda nr. 1, 2, 3, 5 og 10 a-d, ásamt Hesteigendafélaginu Fákaborg.

Erindið var grenndarkynnt frá 31. mars til 29. april, en engar athugasemdir bárust.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist aðalskipulagi.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Bæjarráð - 16. fundur - 23.11.2023

Lagður fram lóðaleigusamningur fyrir Hamraenda 6-8.
Bæjarráð samþykkir lóðaleigusamning fyrir Hamraenda 6-8 og felur bæjarstjóra að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn - 19. fundur - 30.11.2023

Lagður fram lóðaleigusamningur fyrir Hamraenda 6-8. Á 16. fundi sínum samþykkti bæjarráð lóðaleigusamning fyrir Hamraenda 6-8 og fól bæjarstjóra að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?