Fara í efni

Bæjarstjórn

12. fundur 18. apríl 2023 kl. 17:00 - 17:40 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson 1. varaforseti
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
  • Viktoría Líf Ingibergsdóttir varamaður
  • Jón Sindri Emilsson embættismaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík - Auglýsing

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn samþykkti vinnslutillöguna fyrir sitt leyti á 2. fundi sínum og vísaði málinu til skipulagsnefndar til nánari útfærslu áður en hún yrði lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til samþykktar í samræmi við 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003, 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á 9. fundi sínum, tók skipulagsnefnd fyrir sitt leyti jákvætt í framlagða tillögu og samþykkti að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með uppfærslum í samræmi við niðurstöður fundarins. Bæjarráð samþykkti á 10. fundi sínum samhljóða að auglýsa tillöguna í samræmi við bókun skipulagsnefndar ásamt því að fella lóðir Nessveg 24 og Nesveg 22a úr deiliskipulagstillögunni og minnka deiliskipulagsreitinn samkvæmt því. Á 11. fundi bæjarstjórnar var deiliskipulagstillögunni með áorðnum breytingum vísað aftur til afgreiðslu í skipulagsnefnd og að í kjölfarið verði tillögunni vísað aftur til aukafundar bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Skipulagsnefnd samþykkti á 10. fundi sínum fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði við Skipavík í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

Í samræmi við framangreint er lagt við bæjarstjórn að deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagið fyrir hafnarsvæðið við Skipavík verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með fjórum atkvæðum H-lista. Fulltrúar Í-listi sitja hjá.


Til máls tóku:RMR,JBSJ,HG,SIM,ÞE og RIS


Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:

Bæjarfulltrúar Í-listans fagna því að Skipavíkursvæðið sé komið í deiliskipulagsferli og að íbúum og umsagnaraðilum gefist nú tækifæri til að koma með umsögn um það á auglýsingatímanum. Undirrituð telja að gera hefði mátt betur grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi á lóð nr. 25 á deiliskipulaginu. Þessi lóð er ætluð sérstaklega undir starfsemi 5000 t þörungaverksmiðju en ekkert í deiliskipulaginu gefur það til kynna.

Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir


Fundarhlé í 15 mín.


Bókun bæjarfulltrúa H-lista:

H-listinn lýsir vonbrigðum sínum á því að Í-listi geti ekki samþykki fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu til auglýsingar heldur ákveði að sitja hjá. Til að sveitarfélagið geti blómstrað enn frekar og náð enn lengra er öflug og góð samvinna bæjarfulltrúa afar mikilvæg. Þar bera allir ábyrgð, hvort sem þeir séu í minnihluta eða meirihluta.

H-listinn hefur lagt sig í líma við að byggja upp traust meðal bæjarfulltrúa á grunni gagnkvæmrar virðingar og málamiðlana, sem er forsenda góðrar samvinnu og hefur ítrekað leitað sátta og gert málamiðlanir til að skapa traust og góða samvinnu. Við lýsum áfram yfir fullum vilja til samstarfs, samvinnu og málamiðlana, en köllum eftir faglegri og heiðarlegri vinnubrögðum í þeirri vegferð framvegis.

Undir þetta rita bæjarfulltrúar H-listans:
Steinunn Magnúsdóttir,
Viktoría Líf Ingibergsdóttir,
Ragnar Ingi Sigurðsson,
Þórhildur Eyþórsdóttir


Fundi slitið - kl. 17:40.

Getum við bætt efni síðunnar?