Fara í efni

Deiliskipulag Skipavíkursvæðis

Málsnúmer 1510008

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 4. fundur - 09.11.2022

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa um að hefja gerð nýs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið við Skipavík.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að svæði, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem hafnarsvæði við Skipavík, verði deiliskipulagt og eftir atvikum gerðar samhliða breytingar á aðalskipulagi. Vinna og verklag verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að skipulagslýsingu í samræmi við framangreint.

Tillaga
Í ljósi sterkra viðbragða íbúa Stykkishólmsbæjar við staðsetningu þörungaverksmiðju á Skipavíkursvæðinu, hvetur Skipulagsnefnd aðstandendur verksmiðjunnar og bæjarstjórn til að skoða alvarlega að staðsetja þörungaverksmiðjuna við fyrirhugað athafnasvæði við Kallhamra.
Gretar D. Pálsson
Steindór Hjaltalín Þorsteinsson

Tillaga felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa um að hefja gerð nýs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið við Skipavík.

Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða, á 4. fundi sínum, að svæði, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem hafnarsvæði við Skipavík, verði deiliskipulagt og eftir atvikum gerðar samhliða breytingar á aðalskipulagi. Vinna og verklag verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að vinna drög að skipulagslýsingu í samræmi við framangreint.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa um að hefja gerð nýs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið við Skipavík.

Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða, á 4. fundi sínum, að svæði, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem hafnarsvæði við Skipavík, verði deiliskipulagt og eftir atvikum gerðar samhliða breytingar á aðalskipulagi. Vinna og verklag verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að vinna drög að skipulagslýsingu í samræmi við framangreint.

Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 5. fundi sínum. Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs er afgreiðsla skipulagsnefndar lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og skipulagsnefndar.

Til máls tóku:HH,JBJ og RMR


Viðbótartillaga:
Undirrituð leggja til að leitað verði umsagnar hjá Heilbrigðseftirliti Vesturlands áður en deiliskipulagsvinnan hefst.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir

Fundarhlé.

Breytingartillaga bæjarstjóra við viðbótartillögu Í-lista:
Bæjarstjórn samþykkir að leitað verði samráðs við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands við vinnslu á lýsingu og tillögu deiliskipulags á hafnarsvæði Skipavíkur.

Samþykkt samhljóða.

Skipulagsnefnd - 5. fundur - 28.11.2022

Lögð er fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar skipulagsvinnu á hafnarsvæði viið Skipavík.

Forsaga:
Á 4. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin samhljóða að svæði, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem hafnarsvæði við Skipavík, verði deiliskipulagt og eftir atvikum gerðar samhliða breytingar á aðalskipulagi. Vinna og verklag verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að vinna drög að skipulagslýsingu og leggja fyrir fund nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu, með minniháttar breytingum samkvæmt tillögum nefndarinnar, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna hafnarsvæðis við Skipavík og tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sama svæði sem unnið verður samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna í samræmi við skipulagslög og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna umsagnaraðila.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 01.12.2022

Lögð er fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar skipulagsvinnu á hafnarsvæði viið Skipavík.

Á 4. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin samhljóða að svæði, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem hafnarsvæði við Skipavík, verði deiliskipulagt og eftir atvikum gerðar samhliða breytingar á aðalskipulagi. Vinna og verklag verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að vinna drög að skipulagslýsingu og leggja fyrir fund nefndarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkti á 5. fundi sínum, fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu, með minniháttar breytingum samkvæmt tillögum nefndarinnar, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna hafnarsvæðis við Skipavík og tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sama svæði sem unnið verður samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna í samræmi við skipulagslög og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna umsagnaraðila.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna hafnarsvæðis við Skipavík og tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sama svæði sem unnið verður samhliða aðalskipulagsbreytingunni og að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna í samræmi við skipulagslög og leita umsagnar Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og annarra lögboðinna umsagnaraðila.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 08.12.2022

Lögð er fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar skipulagsvinnu á hafnarsvæði viið Skipavík.

Á 4. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin samhljóða að svæði, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem hafnarsvæði við Skipavík, verði deiliskipulagt og eftir atvikum gerðar samhliða breytingar á aðalskipulagi. Vinna og verklag verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að vinna drög að skipulagslýsingu og leggja fyrir fund nefndarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkti á 5. fundi sínum, fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu, með minniháttar breytingum samkvæmt tillögum nefndarinnar, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna hafnarsvæðis við Skipavík og tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sama svæði sem unnið verður samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna í samræmi við skipulagslög og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna umsagnaraðila.

Bæjarráð samþykkti, á 6. fundi sínum, fyrirliggjandi fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna hafnarsvæðis við Skipavík og tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sama svæði sem unnið verður samhliða aðalskipulagsbreytingunni og að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna í samræmi við skipulagslög og leita umsagnar Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og annarra lögboðinna umsagnaraðila.

Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR

Tillaga Í-lista:
Undirrituð leggja til að bætt verði í skipulagslýsinguna að heimilt verði að reisa þörungaverksmiðju með vinnslu allt að 5000 tonn á svæðinu.


Gert var fundarhlé.

Þrír greiddu atkvæði með og fjórir á móti.

Tillaga bæjarstjóra:
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með þeirri viðbót að skipulagsfulltrúa verði veitt heimild til þess að útskýra frekar tiltekna starfsemi í deiliskipulagslýsingunni og tiltaka ákveðna flokka landnotkunar innan hafnarsvæðis í dæmaskyni þar sem minnst er á hafnsækna starfsemi, m.a. þangvinnslu og fleira.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarstjóra.


Bókun - Greinargerð með tillögu Í-lista:
Ljóst er að verið er að fara í deiliskipulag við Skipavík til að koma fyrir starfsemi þörungaverksmiðju Asco Harverster á svæðinu. Í skipulagslýsingunni er hinsvegar hvergi minnst á starfsemi þörungaverksmiðju með vinnslu allt að 5000 tonn. Undirrituð telja nauðsynlegt að allar upplýsingar sem liggja fyrir komi strax fram í skipulagslýsingunni. Komi fram upplýsingar um þá starfsemi sem deiliskipulagið á að gera ráð fyrir á seinni stigum getur það tafið skipulagsferlið. Umsagnaraðilar munu t.a.m. ekki veita umsögn um starfsemi þörungaTillaga. Undirrituð leggja til að bætt verði í skipulagslýsinguna að heimilt verði að reisa þörungaverksmiðju með vinnslu allt að 5000 tonn á svæðinu.rverksmiðju á svæðinu á þessu stigi og umsagnir um þörungaverksmiðju koma þá fram á seinni stigum og jafnvel ekki fyrr en sótt er um rekstrarleyfi fyrir verksmiðjuna.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Ragnarsson


Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
H-listinn telur breytingartillögu bæjarstjóra fanga ágætlega þau markmið sem felast í tillögu Í-listans. Bæjarfulltrúar H-listans ítreka það að þeir telja að gríðarleg tækifæri séu í dag og til lengri framtíðar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu byggða á þeim möguleikum sem felast í þörungavinnslu og sjálfbærri nýtingu sjávarafurða úr Breiðafirði.

Undir þetta rita bæjarfulltrúar H-listans:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Viktoría Líf Ingibergsdóttir
Þórhildur Eyþórsdóttir

Skipulagsnefnd - 6. fundur - 12.01.2023

Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem borist hafa við skipulagslýsingu fyrir Skipavíkursvæðið.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem borist hafa við skipulagslýsingu fyrir Skipavíkursvæðið.
Framlagt til kynningar.

Hafnarstjórn (SH) - 2. fundur - 09.02.2023

Skipulagslýsing fyrir hafnarsvæði Skipavíkur lögð fram til staðfestingar í Hafnarstjórn. Þá er lögð fram tillaga að skipulagsuppdrætti fyrir svæðið til umfjöllunar og afgreiðslu í hafnarstjórn, samkvæmt hafnarlögum. Skipulagsfulltrúi kemur til fundar við hafnarstjórn og gerir grein fyrir málinu.
Hafnarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti skipulagslýsingu, með áherslu á aðkomu aðkomu hafnarstjórnar að nýju í skipulagsferlinu eftir að tillagan hefur verið auglýst, vegna breytingar á aðalskipulagi og greinargerð með vinnslutillögu deiliskipulags verði uppfærð til samræmis við skipulagsuppdrátt vinnslutillögu deiliskipulagsins, með fyrirvara um jákvæð viðbrögð lóðarhafa Nesvegar 22a vegna tillögu um færslu á lóð félagsins, og vísaði málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem útfærir vinnslutillöguna nánar, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endanlega vinnslutillögu til kynningar í samræmi við 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003, 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 7. fundur - 13.02.2023

Lögð fram til afgreiðslu vinnslutillaga fyrir deiliskipulag hafnarsvæðisins við Skipavík dags. 7. febr. 2023.

Á 2. fundi sínum þann 9. febrúar sl., samþykkti hafnarstjórn fyrir sitt leyti fyrirliggjandi skipulagsuppdrátt vinnslutillögu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðisins við Skipavík, með fyrirvara um jákvæð viðbrögð lóðarhafa Nesvegar 22a vegna tillögu um færslu á lóð félagsins.

Hafnarstjórn staðfesti jafnframt fyrir sitt leyti að skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og greinargerð með vinnslutillögu deiliskipulags verði uppfærð til samræmis við skipulagsuppdrátt vinnslutillögu deiliskipulagsins og vísaði málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem útfærir vinnslutillöguna nánar, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endanlega vinnslutillögu til kynningar í samræmi við 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003, 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn fer fram á að fá tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagstillöguna aftur til afgreiðslu að lokinni auglýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu deiliskipulags hafnarsvæðis við Skipavík í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra vinnslutillögu deiliskipulagsins í samræmi við umræður á fundinum og í áframhaldandi samtali við lóðarhafa. Nefndin leggur jafnframt til að fallið verði frá breytingu á aðalskipulagi þar sem vinnslutillagan er nú í samræmi við gildandi Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022,
með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar vegna bátasýningar Skipavíkur.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 16.02.2023

Bæring Bjarnar Jónsson og Krístín skipulagsfulltrúi komuinn á fundinn í gegnum Teams. Ívar Pálsson lögfræðingur koma inn á fund og svaraði spurningum.
Lögð fram vinnslutillaga fyrir deiliskipulag hafnarsvæðisins við Skipavík dags. 7. febr. 2023.

Á 2. fundi sínum þann 9. febrúar sl., samþykkti hafnarstjórn fyrir sitt leyti fyrirliggjandi skipulagsuppdrátt vinnslutillögu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðisins við Skipavík, með fyrirvara um jákvæð viðbrögð lóðarhafa Nesvegar 22a vegna tillögu um færslu á lóð félagsins.

Hafnarstjórn staðfesti jafnframt fyrir sitt leyti að skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og greinargerð með vinnslutillögu deiliskipulags verði uppfærð til samræmis við skipulagsuppdrátt vinnslutillögu deiliskipulagsins og vísaði málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem útfærir vinnslutillöguna nánar, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endanlega vinnslutillögu til kynningar í samræmi við 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003, 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn fór fram á að fá tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagstillöguna aftur til afgreiðslu að lokinni auglýsingu.

Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti, á 7. fundi sínum, að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu deiliskipulags hafnarsvæðis við Skipavík í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að uppfæra vinnslutillögu deiliskipulagsins í samræmi við umræður á fundinum og í áframhaldandi samtali við lóðarhafa. Nefndin lagði jafnframt til að fallið yrði frá breytingu á aðalskipulagi þar sem vinnslutillagan er nú í samræmi við gildandi Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022,
með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar vegna bátasýningar Skipavíkur.

Í samræmi við þau áform sem endurspeglast vinnslutillögu er til viðbótar er lögð fram drög að viljayfirlýsingu um skipti á lóðum til samþykktar í bæjarráði.
Bæring Bjarnar Jónsson arkitekt kom inn á fund í gegnum Teams, gerði grein fyrir skipulagstillögu og svaraði spurningum. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir umræðum á síðasta skipulagsfundi.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með áorðnum breytingum. Jafnframt samþykkir bæjarráð með tveimur atkvæðum og Ragnheiður sat hjá, viljayfirlýsing á skiptum á lóðum.

Samþykkt með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Magnúsdóttur, en Ragnheiður Sveinsdóttir sat hjá.

Bókun:
Fagna því að það deiliskipulagið sé komið af stað en set spurningamerki hvort skiparvíkursvæðið sé skynsamlegt svæði fyrir þangvinnslu vegna andstöðu nágranna.

Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir

Bókun:
Ég efast um viljayfirlýsngu og vísa ég í úthlutunarreglur Stykkishólmsbæjar, þá sérstaklega 6.gr., enginn samningur hefur verið gerður við verktaka á svæðinu og því ekki hægt að úthluta lóðinni. Einnig er óheimilt að úthluta lóð nema hún sé til, en þessi lóð er ekki til eins og er og vísa ég í 1.4 gr.

Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Bæring Bjarnar og Krístín véku af fundi. Ívar vék af fundi.

Bæjarstjórn - 10. fundur - 23.02.2023

Lögð fram vinnslutillaga fyrir deiliskipulag hafnarsvæðisins við Skipavík.

Á 2. fundi sínum þann 9. febrúar sl., samþykkti hafnarstjórn fyrir sitt leyti fyrirliggjandi skipulagsuppdrátt vinnslutillögu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðisins við Skipavík, með fyrirvara um jákvæð viðbrögð lóðarhafa Nesvegar 22a vegna tillögu um færslu á lóð félagsins.

Hafnarstjórn staðfesti jafnframt fyrir sitt leyti að skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og greinargerð með vinnslutillögu deiliskipulags verði uppfærð til samræmis við skipulagsuppdrátt vinnslutillögu deiliskipulagsins og vísaði málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem útfærir vinnslutillöguna nánar, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endanlega vinnslutillögu til kynningar í samræmi við 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003, 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn fór fram á að fá tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagstillöguna aftur til afgreiðslu að lokinni auglýsingu.

Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti, á 7. fundi sínum, að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu deiliskipulags hafnarsvæðis við Skipavík í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að uppfæra vinnslutillögu deiliskipulagsins í samræmi við umræður á fundinum og í áframhaldandi samtali við lóðarhafa. Nefndin lagði jafnframt til að fallið yrði frá breytingu á aðalskipulagi þar sem vinnslutillagan er nú í samræmi við gildandi Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022, með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar vegna bátasýningar Skipavíkur.

Í samræmi við þau áform sem endurspeglast vinnslutillögu er til viðbótar er lögð fram drög að viljayfirlýsingu um skipti á lóðum til samþykktar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkti, á 8. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar með áorðnum breytingum. Jafnframt samþykkti bæjarráð viljayfirlýsingu vegna skipta á lóðum.

Lagt er til að bæjarstjórn staðfesti afgreiðslur hafnarstjórnar, skipulagsnefndar og bæjarráðs með þeirri breytingu að bæjarráði verði falið fullnaðarumboð til þess að ganga frá og samþykkja viljayfirlýsingu vegna skipta á lóðum, sbr. fyrirliggjandi drög, þegar minnisblað Landslaga vegna málsins liggur fyrir.
Forseti gerir grein fyrir því að greitt verði atkvæði um fyrirliggjandi tillögu í tvennu lagi í samræmi við beiðni Í-lista:

Staðfestinga afgreiðslna fastanefnda:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur skipulagsnefndar og bæjarráðs, að viljayfirlýsingu frátalinni.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslurnar samhljóða.


Fullnaðarumboð vegna viljayfirlýsingar:
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarumboð til þess að ganga frá og samþykkja viljayfirlýsingu vegna skipta á lóðum, sbr. fyrirliggjandi drög, þegar minnisblað Landslaga vegna málsins liggur fyrir.

Bæjarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum H-lista gegn 3 atkvæðum Í-lista.

Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR

Skipulagsnefnd - 8. fundur - 15.03.2023

Lögð er fram að nýju vinnslutillaga deiliskipulags hafnarsvæðis við Skipavík. Vinnslutillagan var kynnt á opnum íbúafundi 8. mars sl. Jafnframt eru lagaðar fram athugasemdir sem bárust við vinnslutillöguna. Vinnslutillagan verður uppfærð samkvæmt tillögum nefndarinnar og er stefnt að því að taka taka hana til umfjöllunar og afgreiðslu á aukafundi skipulagsnefndar 20. mars 2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða vinnslutillögu í grundvallaratriðum. Nefndin leggur til að ekki verði gert ráð fyrir landfyllingum í deiliskipulaginu og að byggingarreitir fyrir nýbyggingar á svæðinu verði að hámarki 1000 m2.

Nefndin leggur einnig til að 850 m2 bygging á nýrri lóð á höfninni verði snúið með langhlið að Sundabakka þannig að megin athafnasvæðið utandyra verði sunnan við bygginguna.

Í ljósi innsendra umsagna og athugasemda er varða umfang uppbyggingar á svæðinu, telur nefndin ekki ástæðu til að heimila stækkun á húsnæði Skipavíkur með viðbyggingum en að heimilaðar verði nýbyggingar innan lóðar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að skoða málið frekar í samráði við lóðarhafa um byggingarheimildir, bátasýningu og kvöð við upptökubraut, sem hugsuð er til bráðabirgða þar til ný upptökubraut verður tekin í notkun.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leggja drög að svörum við athugasemdum Íslenska kalþörungafélagsins dags. 8.3.2023 og fylgja eftir öðrum erindum sem borist hafa í tengslum við vinnslutillöguna. Jafnframt vill nefndin koma á framfæri þökkum til þeirra sem sendu inn umsagnir og ábendingar við skipulagslýsinguna þegar hún var auglýst.

Nefndin bendir á að verið er að vinna deiliskipulag fyrir athafnasvæði við Kallhamar og Hamraenda en þar er gert ráð fyrir umfangsmeiri starfsemi í framtíðinni.

Skipulagsnefnd - 9. fundur - 23.03.2023

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, uppdráttur dags. 21.3.2023 ásamt drögum að greinargerð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. 123/2010.

Jafnframt er lögð fram til afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar þar sem stjórnin felur skipulagsnefnd eða bæjarráði umboð sitt til að vinna frekar að og gera fyrir sína hönd formlega tillögu um deiliskipulag hafnarsvæðis til bæjarstjórnar í samræmi við fyrirligjandi gögn. aðlokinni auglýsingu verður tillagan lögð fram að nýju fyrir í hafnarstjórn.

Skipulagslýsing var kynnt í desember sl. samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. nr 123/2010. Á kynningartíma skipulagslýsingarinnar var haldinn opinn kynningarfundur í Amtbókasafninu. Lóðarhöfum var boðið til samráðsfunda á vinnslutíma lýsingarinnar sl. sumar og haust.

Vinnslutillaga var kynnt á fjölmennum opnum íbúafundi í Amtbókasafninu 8. mars sl. í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðarhöfum var aftur boðið til samráðsfunda á vinnslutíma vinnslutillögunnar.

Á 8. fundi skipulagsnefndar15. mars sl. gerði nefndin ekki athugasemdir við framlagða vinnslutillögu í grundvallaratriðum en lagði til eftirfarandi:
1. Að ekki verði gert ráð fyrir landfyllingum í deiliskipulaginu.
2. Að byggingarreitir fyrir nýbyggingar á svæðinu verði að hámarki 1000 m2.
3. Að 850 m2 bygging á nýrri lóð á höfninni verði snúið með langhlið að Sundabakka þannig að megin athafnasvæðið utandyra verði sunnan við bygginguna. 4. Að ekki væri ástæða til að heimila stækkun á húsnæði Skipavíkur með viðbyggingum en að heimilaðar verði nýbyggingar innan lóðar (í ljósi innsendra umsagna og athugasemda er varða umfang uppbyggingar á svæðinu). Nefndin fól skipulagsfulltrúa að skoða málið frekar í samráði við lóðarhafa.
5. Að leggja drög að svörum við athugasemdum Íslenska kalþörungafélagsins dags. 6.3.2023 og fylgja eftir öðrum erindum sem borist hafa í tengslum við vinnslutillöguna. Jafnframt vildi nefndin koma á framfæri þökkum til þeirra sem deilt höfðu ábendingum og athugasemdum við vinnslutillöguna.
7. Að lokum benti nefndin á að verið sé að vinna deiliskipulag fyrir athafnasvæði við Kallhamar og Hamraenda og að þar sé gert ráð fyrir umfangsmeiri starfsemi í framtíðinni.
Skipulagsnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í framlagða tillögu og samþykkir að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með nánari útfærslu á eftirfarandi:
1. Að athuguð verði þörf fyrir stækkun á þjónustubyggingu í samráði við hafnarstjórn.
2. Að fundin verði staðsetning fyrir spennistöð á svæðinu í samráði við RARIK.
3. Að kvöð um umferð á lóð á Nesvegi 20a verði tímabundin þar til að ný aðstaða fyrir upptöku báta verður tilbúin.
4. Að útfæra þurfi betur hugmyndir um bátasafn á lóð Skipavíkur. Nefndin tekur vel í hugmyndir um uppbyggingu bátasafns.

Nefndin felur skipulagsfulltúa að vinna að ofangreindum uppfærslum í samræmi við niðurstöður nefndarinnar.

Skipulagsnefnd - 10. fundur - 05.04.2023

Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið ásamt bæjarfulltrúunum Hauki Garðarssyni, Ragnari Inga Sigurðssyni og Þórhildi Eyþórsdóttur.
Lögð er fram að nýju til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn samþykkti vinnslutillöguna fyrir sitt leyti á 2. fundi sínum og vísaði málinu til skipulagsnefndar til nánari útfærslu áður en hún yrði lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til samþykktar í samræmi við 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003, 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á 9. fundi sínum, tók skipulagsnefnd fyrir sitt leyti jákvætt í framlagða tillögu og samþykkti að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með uppfærslum í samræmi við niðurstöður fundarins (sjá fundargerð). Bæjarráð samþykkti á 10. fundi sínum samhljóða að auglýsa tillöguna í samræmi við bókun skipulagsnefndar ásamt því að fella lóðir Nessveg 24 og Nesveg 22a úr deiliskipulagstillögunni og minnka deiliskipulagsreitinn samkvæmt því. Á 11. fundi bæjarstjórnar var deiliskipulagstillögunni með áorðnum breytingum vísað aftur til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði við Skipavík í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

Bókun GDP
Lýsir yfir andstöðu sinni að meiri hömlur séu settar á lóðarhafa einstakra lóða sbr. Nesveg 20 og 20a umfram aðra á svæðinu.
Haukur Garðarsson, Ragnar Ingi Sigurðsson og Þórhildur Eyþórsdóttir bæjarfulltrúar og Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri yfirgáfu fundinn.

Bæjarstjórn - 12. fundur - 18.04.2023

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn samþykkti vinnslutillöguna fyrir sitt leyti á 2. fundi sínum og vísaði málinu til skipulagsnefndar til nánari útfærslu áður en hún yrði lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til samþykktar í samræmi við 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003, 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á 9. fundi sínum, tók skipulagsnefnd fyrir sitt leyti jákvætt í framlagða tillögu og samþykkti að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með uppfærslum í samræmi við niðurstöður fundarins. Bæjarráð samþykkti á 10. fundi sínum samhljóða að auglýsa tillöguna í samræmi við bókun skipulagsnefndar ásamt því að fella lóðir Nessveg 24 og Nesveg 22a úr deiliskipulagstillögunni og minnka deiliskipulagsreitinn samkvæmt því. Á 11. fundi bæjarstjórnar var deiliskipulagstillögunni með áorðnum breytingum vísað aftur til afgreiðslu í skipulagsnefnd og að í kjölfarið verði tillögunni vísað aftur til aukafundar bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Skipulagsnefnd samþykkti á 10. fundi sínum fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði við Skipavík í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

Í samræmi við framangreint er lagt við bæjarstjórn að deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagið fyrir hafnarsvæðið við Skipavík verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með fjórum atkvæðum H-lista. Fulltrúar Í-listi sitja hjá.


Til máls tóku:RMR,JBSJ,HG,SIM,ÞE og RIS


Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:

Bæjarfulltrúar Í-listans fagna því að Skipavíkursvæðið sé komið í deiliskipulagsferli og að íbúum og umsagnaraðilum gefist nú tækifæri til að koma með umsögn um það á auglýsingatímanum. Undirrituð telja að gera hefði mátt betur grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi á lóð nr. 25 á deiliskipulaginu. Þessi lóð er ætluð sérstaklega undir starfsemi 5000 t þörungaverksmiðju en ekkert í deiliskipulaginu gefur það til kynna.

Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir


Fundarhlé í 15 mín.


Bókun bæjarfulltrúa H-lista:

H-listinn lýsir vonbrigðum sínum á því að Í-listi geti ekki samþykki fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu til auglýsingar heldur ákveði að sitja hjá. Til að sveitarfélagið geti blómstrað enn frekar og náð enn lengra er öflug og góð samvinna bæjarfulltrúa afar mikilvæg. Þar bera allir ábyrgð, hvort sem þeir séu í minnihluta eða meirihluta.

H-listinn hefur lagt sig í líma við að byggja upp traust meðal bæjarfulltrúa á grunni gagnkvæmrar virðingar og málamiðlana, sem er forsenda góðrar samvinnu og hefur ítrekað leitað sátta og gert málamiðlanir til að skapa traust og góða samvinnu. Við lýsum áfram yfir fullum vilja til samstarfs, samvinnu og málamiðlana, en köllum eftir faglegri og heiðarlegri vinnubrögðum í þeirri vegferð framvegis.

Undir þetta rita bæjarfulltrúar H-listans:
Steinunn Magnúsdóttir,
Viktoría Líf Ingibergsdóttir,
Ragnar Ingi Sigurðsson,
Þórhildur Eyþórsdóttir


Getum við bætt efni síðunnar?