Fara í efni

Bæjarstjórn

406. fundur 18. janúar 2022 kl. 12:26 - 12:32 með rafrænum hætti
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Smárason aðalmaður
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Kolbeinn Björnsson varamaður
  • Erla Friðriksdóttir aðalmaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) forseti
  • Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson fundarritari
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá
Fundur bæjarstjórnar er haldinn með rafrænum hætti samkvæmt auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 1273/2021, sbr. 1. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fundurinn er á Teams.

1.Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga

Málsnúmer 2201014Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing nr. 1273/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, ásamt erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 16. nóvember 2021. Lagt er til að svo tryggja megi starfhæfi bæjarstjórnar og fastanefnda Stykkishólmsbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku að heimilt verði að notast við fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og hjá fastanefndum Stykkishólmsbæjar, eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem um það gildir hverju sinni.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

2.Sameiningarviðræður Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar - Skilabréf og álit samstarfsnefndar.

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Í desember 2021 samþykktu sveitarstjórnir Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 15. janúar 2022.

Samstarfsnefndin hefur komið saman á 4 bókuðum fundum. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, var kjörin formaður nefndarinnar. Samstarfsnefnd átti samráð við íbúa og starfsfólk sveitarfélaganna við undirbúning og vinnslu álitsins. Álit samstarfsnefndar er m.a. byggð á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í því samráðsferli.

Sveitarfélögin tvö hafa átt í farsælu samstarfi til áratuga og getur sameining þeirra skapað tækifæri til skilvirkari og markvissari stjórnsýslu og þjónustu auk þess sem aðgengi íbúa að þjónustu verði jafnara með áherslu á aukna þjónustu við dreifbýlið. Þá eru jafnframt tækifæri eru til frekari atvinnuþróunar og nýsköpunar enda eru tækifæri til þess að sameiginlegt sveitarfélag geti betur skapað heildstætt og kröftugt umhverfi á öllu svæðinu fyrir öflugt atvinnulíf og aukna samvinnu. Vísbendingar eru um að fjárhagur sameinaðs sveitarfélags verði sterkur og fjárfestingageta betri en hjá hvoru sveitarfélagi um sig, en til viðbótar mun 600 milljóna kr. sérstök sameiningarframlög á næstu árum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skapa aukið svigrúm til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi. Þá eru jafnframt vísbendingar um að árleg framlög Jöfnunarsjóðs hækki um 5 mkr. á ári í sameinuðu sveitarfélagi.

Samstarfsnefndin leggur til að í stjórnskipulagi sameinaðs sveitarfélags verði nefnd sem fjalli sérstaklega um hagsmuni dreifbýlisins. Fulltrúar í nefndina verði kosnir beinni kosningu af íbúum í núverandi Helgafellssveit. Vinnuheiti nefndarinnar er Sveitaráð. Á þann hátt verði komið til móts við áhyggjur íbúa í dreifbýli af því að missa áhrif á ákvarðanatöku. Jafnframt leggur samstarfsnefndin til að ný sveitarstjórn leiti leiða til að breytingar á skattheimtu verði ekki mjög íþyngjandi.

Það er álit nefndarinnar að íbúar sveitarfélaganna skuli fá tækifæri til að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Það er jafnframt álit nefndarinnar að sameiningin muni hafa fleiri kosti í för með sér en galla og henni fylgi mörg tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða.

Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram 26. mars 2022 í báðum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar vísar málinu til síðari umræðu, sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Fundi slitið - kl. 12:32.

Getum við bætt efni síðunnar?