Fara í efni

Sameining Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar - Nafn

Málsnúmer 2112004

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 405. fundur - 09.12.2021

Lögð er fram tillaga um formlegar sameiningarviðræður milli Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar í framhaldi af óformlegum fundi fulltrúa sveitarfélaganna sem haldinn var í kjölfar samskipta milli oddvita Helgafellssveitar og bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar, en fyrir liggur að sveitarstjórn Helgafellssveitar hefur samþykkt að hefja formlegar sameiningarviðræður við Stykkishólmsbæ. Í tillögunni felst að íbúar hvors sveitarfélags um sig munu greiða atkvæði um sameininguna vorið 2022.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkir fyrir sitt leiti að hefja formlegar sameiningarviðræður við Helgafellssveit í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Sveitarstjórn skipar eftirtalda fimm aðalfulltrúa og tvo til vara í samstarfsnefnd sem skal kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga:

Aðalmenn:
- Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
- Lárus Ástmar Hannesson
- Haukur Garðason
- Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
- Jakob Björgvin Jakobsson

Varamenn:
- Gunnlaugur Smárason
- Ásmundur Sigurjón Guðmundsson
- Erla Friðriksdóttir

Samstarfsnefnd skal leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila við undirbúning tillögu sem lögð verður fyrir íbúa í atkvæðagreiðslu í marsmánuði.

Samstarfsnefndinni er falið að sækja um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem skal standa undir kostnaði við verkefnið, ásamt því að setja fram verkáætlun og tímaramma.


Sameiginleg bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar:
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar lýsir ánægju sinni með að þessi tvö sveitarfélög, sem eiga áratuga sögu um farsælt og gott samstarf, séu að fara að hefja formlegt samtal um sameiningu þeirra á jafnvægisgrundvelli og fela íbúum endanlegt ákvörðunarvald um sameininguna. Bæjarstjórn telur að með þessari vegferð gætu skapast tækifæri til þess að hugsa hlutina upp á nýtt með sameiginlega hagsmuni íbúa beggja sveitarfélaga að leiðarljósi og ráðast jafnvel í breytingar og/eða innviðauppbyggingu sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði íbúa beggja sveitarfélaga til lengri tíma.

Til máls tóku: HH,SIM,JBJ og LÁH

Bæjarstjórn - 406. fundur - 18.01.2022

Í desember 2021 samþykktu sveitarstjórnir Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 15. janúar 2022.

Samstarfsnefndin hefur komið saman á 4 bókuðum fundum. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, var kjörin formaður nefndarinnar. Samstarfsnefnd átti samráð við íbúa og starfsfólk sveitarfélaganna við undirbúning og vinnslu álitsins. Álit samstarfsnefndar er m.a. byggð á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í því samráðsferli.

Sveitarfélögin tvö hafa átt í farsælu samstarfi til áratuga og getur sameining þeirra skapað tækifæri til skilvirkari og markvissari stjórnsýslu og þjónustu auk þess sem aðgengi íbúa að þjónustu verði jafnara með áherslu á aukna þjónustu við dreifbýlið. Þá eru jafnframt tækifæri eru til frekari atvinnuþróunar og nýsköpunar enda eru tækifæri til þess að sameiginlegt sveitarfélag geti betur skapað heildstætt og kröftugt umhverfi á öllu svæðinu fyrir öflugt atvinnulíf og aukna samvinnu. Vísbendingar eru um að fjárhagur sameinaðs sveitarfélags verði sterkur og fjárfestingageta betri en hjá hvoru sveitarfélagi um sig, en til viðbótar mun 600 milljóna kr. sérstök sameiningarframlög á næstu árum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skapa aukið svigrúm til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi. Þá eru jafnframt vísbendingar um að árleg framlög Jöfnunarsjóðs hækki um 5 mkr. á ári í sameinuðu sveitarfélagi.

Samstarfsnefndin leggur til að í stjórnskipulagi sameinaðs sveitarfélags verði nefnd sem fjalli sérstaklega um hagsmuni dreifbýlisins. Fulltrúar í nefndina verði kosnir beinni kosningu af íbúum í núverandi Helgafellssveit. Vinnuheiti nefndarinnar er Sveitaráð. Á þann hátt verði komið til móts við áhyggjur íbúa í dreifbýli af því að missa áhrif á ákvarðanatöku. Jafnframt leggur samstarfsnefndin til að ný sveitarstjórn leiti leiða til að breytingar á skattheimtu verði ekki mjög íþyngjandi.

Það er álit nefndarinnar að íbúar sveitarfélaganna skuli fá tækifæri til að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Það er jafnframt álit nefndarinnar að sameiningin muni hafa fleiri kosti í för með sér en galla og henni fylgi mörg tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða.

Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram 26. mars 2022 í báðum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar vísar málinu til síðari umræðu, sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarráð - 635. fundur - 20.01.2022

Lögð fram gögn tengd samningaviðræðum um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, þ.m.t. skilabréf og álit samstarfsnefndar sem bæjarstjórn vísaði til síðari umræðu, sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, á síðasta bæjarstjórnarfundi.
Bæjarráð vísar áliti og bréfi samstarfsnefndar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 407. fundur - 25.01.2022

Í desember 2021 samþykktu sveitarstjórnir Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 15. janúar 2022.

Samstarfsnefndin hefur komið saman á 4 bókuðum fundum. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, var kjörin formaður nefndarinnar. Samstarfsnefnd átti samráð við íbúa og starfsfólk sveitarfélaganna við undirbúning og vinnslu álitsins. Álit samstarfsnefndar er m.a. byggð á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í því samráðsferli.

Sveitarfélögin tvö hafa átt í farsælu samstarfi til áratuga og getur sameining þeirra skapað tækifæri til skilvirkari og markvissari stjórnsýslu og þjónustu auk þess sem aðgengi íbúa að þjónustu verði jafnara með áherslu á aukna þjónustu við dreifbýlið. Þá eru jafnframt tækifæri eru til frekari atvinnuþróunar og nýsköpunar enda eru tækifæri til þess að sameiginlegt sveitarfélag geti betur skapað heildstætt og kröftugt umhverfi á öllu svæðinu fyrir öflugt atvinnulíf og aukna samvinnu. Vísbendingar eru um að fjárhagur sameinaðs sveitarfélags verði sterkur og fjárfestingageta betri en hjá hvoru sveitarfélagi um sig, en til viðbótar mun 600 milljóna kr. sérstök sameiningarframlög á næstu árum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skapa aukið svigrúm til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi. Þá eru jafnframt vísbendingar um að árleg framlög Jöfnunarsjóðs hækki um 5 mkr. á ári í sameinuðu sveitarfélagi.

Samstarfsnefndin leggur til að í stjórnskipulagi sameinaðs sveitarfélags verði nefnd sem fjalli sérstaklega um hagsmuni dreifbýlisins. Fulltrúar í nefndina verði kosnir beinni kosningu af íbúum í núverandi Helgafellssveit. Vinnuheiti nefndarinnar er Sveitaráð. Á þann hátt verði komið til móts við áhyggjur íbúa í dreifbýli af því að missa áhrif á ákvarðanatöku. Jafnframt leggur samstarfsnefndin til að ný sveitarstjórn leiti leiða til að breytingar á skattheimtu verði ekki mjög íþyngjandi.

Það er álit nefndarinnar að íbúar sveitarfélaganna skuli fá tækifæri til að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Það er jafnframt álit nefndarinnar að sameiningin muni hafa fleiri kosti í för með sér en galla og henni fylgi mörg tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða.

Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram 26. mars 2022 í báðum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar vísaði málinu, á 406. fundi sínum, til síðari umræðu, sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarráð vísaði sömuleiðis, á 635. fundi sínum, áliti og bréfi samstarfsnefndar til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að atkvæðagreiðsla fari fram 26. mars 2022 í báðum sveitarfélögunum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að samstarfsnefndinni verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

Til máls tóku:HH og LÁH

Ungmennaráð - 19. fundur - 03.03.2022

Magnús kynnti vefsíðuna Breiðfirðingar um sameiningu sveitarfélaga á milli Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar. Hann fjallaði um tækifæri sem sameiningin býður upp á og fundarmenn spurðu spurninga um hana.
www.helgafellssveit.is

Bæjarstjórn - 409. fundur - 30.03.2022

Lagt fram minnisblað vegna næstu skrefa í kjölfar þess að sameining Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar var samþykkt. Fyrir liggur að skipa þarf undirbúningsstjórn vegna stofnun nýs sveitarfélags þar sem bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og sveitarstjórn Helgafellssveitar skal hver um sig skipa tvo til þrjá fulltrúa í stjórnina eftir samkomulagi. Jafnframt þurfa sveitarfélögin að kjósa sameiginlega þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn og þrjá til vara, en kjörstjórnir þær sem kosnar voru í upphafi yfirstandandi kjörtímabils skulu vera undirkjörstjórnir í hvoru sveitarfélagi fyrir sig.
Sveitarstjórnir sveitarfélaganna kjósa sameiginlega þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn og þrjá til vara. Kjörstjórnir þær sem kosnar voru í upphafi yfirstandandi kjörtímabils, skv. 14. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórnar, skulu vera undirkjörstjórnir í hvoru sveitarfélagi fyrir sig við sveitarstjórnarkosningar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar kýs til setu í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 til viðbótar við kosningu sveitarstjórnar Helgafellssveitar á aðalmanni og varamanni.

Aðalmenn:
Gunnlaugur Árnason
Þóra Stefánsdóttir
Jóhannes Eyberg Ragnarsson

Varamenn:
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson
Guðbjörg Egilsdóttir
Kristján Hildibrandsson

Bæjarstjórn kýs til setu í undirkjörstjórn Stykkishólmsbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga 2022, sbr. einnig 2. mgr. 49. gr. sveitarstjórnarlaga:

Aðalmenn:
Guðrún Hauksdóttir
Berglind Þorbergsdóttir
Davíð Sveinsson

Varamenn:
Símon Már Sturluson
Guðný Pálsdóttir
Steinunn María Þórsdóttir

Varðandi undirkjörstjórn í Helgafellssveit er vísað til afgreiðslu/bókunar sveitarstjórnar Helgafellssveitar þar um.

Með vísan til 1. mgr. 122. gr. sveitarstjórnarlaga samþykkir bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að skipa Jakob Björgvin Jakobsson og Hrafnhildi Hallvarðsdóttur í Undirbúningsstjórn sem skal undirbúa sameiningu sveitarfélaganna.

Bæjarráð - 639. fundur - 07.04.2022

Lagt fram bréf kjörstjórnar Stykkishólmsbæjar þar sem fram koma niðurstöður sameiningakosninga.
Lagt fram til kynningar.

Niðurstöður: Stykkishólmsbæ

Á kjörskrá 737

Á kjörstað kusu 191 karlar 187 konur 378 samtals
Utankjörfunaratkvæði 45 karlar 37 konur 82 samtals
Alls kusu 236 karlar 224 konur 460 samtals

Atkvæði skiptust þannig
Já sögðu 422 eða 92%
Nei sögðu 34 eða 7&
Auðir seðlar 4 eða 1%

Bæjarstjórn - 410. fundur - 20.04.2022

Lagt fram bréf kjörstjórnar Stykkishólmsbæjar þar sem fram koma niðurstöður sameiningakosninga.
Lagt fram til kynningar.

Niðurstöður: Stykkishólmsbæ

Á kjörskrá 837

Á kjörstað kusu 191 karlar 187 konur 378 samtals
Utankjörfunaratkvæði 45 karlar 37 konur 82 samtals
Alls kusu 236 karlar 224 konur 460 samtals

Atkvæði skiptust þannig
Já sögðu 422 eða 92%
Nei sögðu 34 eða 7%
Auðir seðlar 4 eða 1%

Til máls tóku:HH,JBJ og EF

Bæjarstjórn - 410. fundur - 20.04.2022

Sveitarstjórnir sveitarfélaganna kjósa sameiginlega þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn og þrjá til vara. Kjörstjórnir þær sem kosnar voru í upphafi yfirstandandi kjörtímabils, skv. 14. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórnar, skulu vera undirkjörstjórnir í hvoru sveitarfélagi fyrir sig við sveitarstjórnarkosningar.

Berglind Þorbergsdóttir og Gunnlaugur Árnason sögðu sig úr kjörstjórn vegna tengsla og Þóra Stefánsdóttir vegna veikinda.

Þá þarf Kristján Hildibrandsson að víkja þar sem hann er á framboðslista fyrir komandi kosningar.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar kýs til setu í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 til viðbótar við kosningu sveitarstjórnar Helgafellssveitar á aðalmanni og varamanni.

Aðalmenn:
Björn Sverrisson
Kristín Benediktsdóttir
Jóhannes Eyberg Ragnarsson

Varamenn:
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson
Guðbjörg Egilsdóttir


Bæjarstjórn kýs til setu í undirkjörstjórn Stykkishólmsbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga 2022, sbr. einnig 2. mgr. 49. gr. sveitarstjórnarlaga:

Aðalmenn:
Guðrún Hauksdóttir
Dagbjört Hrafnkelsdóttir
Davíð Sveinsson

Varamenn:
Símon Már Sturluson
Guðný Pálsdóttir
Steinunn María Þórsdóttir

Varðandi undirkjörstjórn í Helgafellssveit er vísað til afgreiðslu/bókunar sveitarstjórnar Helgafellssveitar þar um.

Bæjarstjórn - 411. fundur - 28.04.2022

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og sveitarstjórn Helgafellssveitar kjósa sameiginlega þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn og þrjá til vara. Kjörstjórnir þær sem kosnar voru í upphafi yfirstandandi kjörtímabils, skv. 14. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórnar, skulu vera undirkjörstjórnir í hvoru sveitarfélagi fyrir sig við sveitarstjórnarkosningar. Forseti bæjarstjórnar leggur til þær breytingar á skipun yfirkjörstjórnar að Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson taki sæti sem aðalmaður í yfirkjörstjórn og Björn Sverrisson verði varamaður í yfirkjörstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta bæjarstjórnar og er því yfirkjörstjórn skipuð með eftirfarandi hætti:

Aðalmenn:
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson
Kristín Benediktsdóttir
Jóhannes Eyberg Ragnarsson

Varamenn:
Björn Sverrisson
Guðbjörg Egilsdóttir
Sæmundur Runólfsson

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 08.06.2022

Lagðar fram hugmyndir að nafni sameinaðs sveitarfélags Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar sem bárust í samráðsgátt betraísland.is.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022

Lagðar fram hugmyndir að nafni sameinaðs sveitarfélags Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar sem bárust í samráðsgátt betraísland.is.

Bæjarstjórn samþykkti á 1. fundi sínum, að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að senda eftirfarandi nöfn á sveitarfélaginu verði send til umsagnar Örnefnanefndar.

-Þórsnesþing
-Stykkishólmsbær
-Stykkishólmsbær og Helgafellssveit
-Stykkishólmur og Helgafellsveit
-Helgafellssveit
-Sveitarfélagið Stykkishólmur
-Breiðafjarðarbær
-Breiðafjarðarbyggð

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 30.06.2022

Lagðar fram hugmyndir að nafni sameinaðs sveitarfélags Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar sem bárust í samráðsgátt betraísland.is.

Bæjarstjórn samþykkti á 1. fundi sínum, að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkti á 1. fundi sínum að senda eftirfarandi nöfn á sveitarfélaginu verði send til umsagnar Örnefnanefndar.

-Þórsnesþing
-Stykkishólmsbær
-Stykkishólmsbær og Helgafellssveit
-Stykkishólmur og Helgafellsveit
-Helgafellssveit
-Sveitarfélagið Stykkishólmur
-Breiðafjarðarbær
-Breiðafjarðarbyggð

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 15.09.2022

Lagður fram verkefnalisti sveitastjórnar í tengslum við sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar ásamt markmiðasetningu í fjármálum. Þá er lögð fram umsögn Örnefndanefndar. Þá er lögð fram umsögn Örnefnanefndar um fyrrgreindar tillögur að nafni á hið sameinaða sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir að boða til íbúafundar vegna nafns á nýja sveitarfélagið. Þar verður kynnt greinargerð Örnefnanefndar og boðið til samtals um niðurstöðu örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur.

Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að endurskoðandi sveitarfélagsins komi til fundar við bæjarráð til þess að ræða tillögu að markmiðasetningu fjármála sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 22.09.2022

Lögð fram umsögn Örnefnanefndar um þær átta tillögur að nafni á hið sameinaða sveitarfélag sem bæjarstjórn samþykkti að senda til umsagnar nefnarinnar á 2. fundi sínum 30. júní 2022.

Bæjarráð samþykkti á 3. fundi sínum að boða til íbúafundar vegna nafns á nýja sveitarfélaginu. Þar verður kynnt greinargerð Örnefnanefndar og boðið til samtals um niðurstöðu Örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur.

Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 08.12.2022

Lögð fram umsögn Örnefnanefndar um þær átta tillögur að nafni á hið sameinaða sveitarfélag sem bæjarstjórn samþykkti að senda til umsagnar nefnarinnar á 2. fundi sínum 30. júní 2022. Bæjarráð samþykkti á 3. fundi sínum að boða til íbúafundar vegna nafns á nýja sveitarfélaginu. Íbúafundurinn fór fram 5. desember sl.
Forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir að bæjarfulltrúar væru sammála því að tvö nöfn kæmu til greina: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Málinu vísað til næsta bæjarstjórnarfundar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Enn á ný er lögð fram umsögn Örnefnanefndar um þær átta tillögur að nafni á hið sameinaða sveitarfélag sem bæjarstjórn samþykkti að senda til umsagnar nefnarinnar á 2. fundi sínum 30. júní 2022. Bæjarráð samþykkti á 3. fundi sínum að boða til íbúafundar vegna nafns á nýja sveitarfélaginu. Íbúafundurinn fór fram 5. desember sl.

Forseti bæjarstjórnar gerði, á 7. fundi bæjarstjórnar, grein fyrir að bæjarfulltrúar væru sammála því að tvö nöfn kæmu til greina: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Málinu var vísað til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 9. fundur - 26.01.2023

Enn á ný er lögð fram umsögn Örnefnanefndar um þær átta tillögur að nafni á hið sameinaða sveitarfélag sem bæjarstjórn samþykkti að senda til umsagnar nefnarinnar á 2. fundi sínum 30. júní 2022. Bæjarráð samþykkti á 3. fundi sínum að boða til íbúafundar vegna nafns á nýja sveitarfélaginu. Íbúafundurinn fór fram 5. desember sl. Á 7. fundi bæjarráðs var málinu vísað til næsta bæjarstjórnarfundar.

Forseti bæjarstjórnar gerði, á 7. fundi bæjarstjórnar, grein fyrir að bæjarfulltrúar væru sammála því að tvö nöfn kæmu til greina: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær og eru þær tillögur lagðar fram til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Forseti ber báðar tillögur fyrir fundinum og greidd eru atkvæði um hvort nafnið verði fyrir valinu með handauppréttingu.

Samkvæmt niðurstöðu atkvæðagreiðslu fékk nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur 4 atkvæði en nafnið Stykkishólmsbær 3 atkvæði og þar með telst samþykkt nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur.

Fundarhlé:

Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
Á íbúafundi sem haldinn var vegna nafns á hinu nýja sameinaða sveitarfélagi þar sem kynnt var greinargerð Örnefnanefndar og íbúum boðið til samtals um niðurstöðu og fyrirliggjandi tillögur hennar kom fram sterkt ákall um að kenna hið sameinaða sveitarfélag við Stykkishólm. Í kjölfar þess fundar hafa bæjarfulltrúar H-listans fundið fyrir ákalli um, sérstaklega fá íbúum í dreifbýli, að nafnið Stykkishólmsbær endurspegli ekki nægjanlega vel hið sameinaða sveitarfélag. Hefur meðal annars verið bent á að eftirliðurinn bær eigi frekar við um þéttbýli rétt eins og að sveit eigi við um dreifbýli. H-listinn telur að með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur sé betur komið til móts við þessi sjónarmið og nái jafnframt betur utan um hið sameinaða sveitarfélag. Gefur það nafn til kynna að í sveitarfélaginu sé ekki aðeins um þéttbýlt svæði að ræða heldur einnig dreifbýli. Þá liggur fyrir að óformlegar viðræður eru um sameiningu sveitarfélaga eru á svæðinu sem myndi leiða til þess að nafnið tæki aftur breytingum, en þar sem sveitarfélagið mun vera kennt við Stykkishólms mun ekki felast í því nein breyting á lénum eða öðrum þáttum hvað varðar kostnað við hið nýja nafn. Nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur er jafnframt í samræmi við umsögn Örnefnanefndar sem taldi fara vel á því að kenna nýsameinað sveitarfélag við Stykkishólm og samkvæmt Örnefnanefnd samræmis það nafn meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga.

Bæjarfulltrúar H-listans:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir


Til máls tóku:HH og EF

Bæjarráð - 11. fundur - 27.04.2023

Sesselja Árnadóttir sérfræðingur frá KPMG kom inn á fundinn.
Samstarfsnefnd um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lagði til að sett yrði á fót sérstakt dreifbýlisráð til tryggja áhrif íbúa í dreifbýli á stjórnsýslu sameinaðs sveitarfélags í tilgangi að draga úr áhyggjum íbúa í dreifbýli af að missa áhrif á verkefni í nærsamfélaginu og annast það sérverkefni sem snúa að íbúum þess hluta sveitarfélagsins.

Strax í upphaf þessa kjörtímabils hófst undirbúningur hins sameinaða sveitarfélags á breytingum á samþykkt um stjórn þess og var gengið frá þeim breytingum með síðari umræðu í ágúst 2022. Í kjölfarið kom í ljós að um sumarið hafði verið lögfest lagaákvæði sem kvað um að setningu reglna um framkvæmd íbúakosninga sveitarfélaga og til að til að tryggja að íbúakosning á vegum sveitarfélags uppfylli grundvallarskilyrði um lýðræðislegar kosningar skuli ráðuneytið setja reglugerð að höfðu samráði við landskjörstjórn þar sem mælt er fyrir um þau lágmarksatriði sem fram skulu koma í reglum sveitarfélaga um íbúakosningar, sbr. 4. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 83/2022.

Sveitarfélagið hefur frá þeim tíma verið að kalla eftir setningu umræddrar reglugerðar þannig að geti haldið íbúakosningu og sett umrætt dreifbýlisráð á fót. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur nú staðfest nýja reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga sem fjallar um þau lágmarksatriði sem þurfa að koma fram í reglum sveitarfélaga um framkvæmd íbúakosninga. Reglugerðin tók gildi 1. apríl 2023.

Lögð fram reglugerð 323/2023 um íbúakosningar sveitarfélaga, ásamt tillögu að reglum sveitarfélagsins um kosningu í dreifbýlisráð.
Bæjarráð samþykkir tillögu að reglum um íbúakosningu í dreifbýlisráð og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þær.
Sesselja vék af fundi.

Bæjarstjórn - 13. fundur - 04.05.2023

Samstarfsnefnd um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lagði til að sett yrði á fót sérstakt dreifbýlisráð til tryggja áhrif íbúa í dreifbýli á stjórnsýslu sameinaðs sveitarfélags í tilgangi að draga úr áhyggjum íbúa í dreifbýli af að missa áhrif á verkefni í nærsamfélaginu og annast það sérverkefni sem snúa að íbúum þess hluta sveitarfélagsins.

Strax í upphaf þessa kjörtímabils hófst undirbúningur hins sameinaða sveitarfélags á breytingum á samþykkt um stjórn þess og var gengið frá þeim breytingum með síðari umræðu í ágúst 2022. Í kjölfarið kom í ljós að um sumarið hafði verið lögfest lagaákvæði sem kvað um að setningu reglna um framkvæmd íbúakosninga sveitarfélaga og til að til að tryggja að íbúakosning á vegum sveitarfélags uppfylli grundvallarskilyrði um lýðræðislegar kosningar skuli ráðuneytið setja reglugerð að höfðu samráði við landskjörstjórn þar sem mælt er fyrir um þau lágmarksatriði sem fram skulu koma í reglum sveitarfélaga um íbúakosningar, sbr. 4. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 83/2022.

Sveitarfélagið hefur frá þeim tíma verið að kalla eftir setningu umræddrar reglugerðar þannig að geti haldið íbúakosningu og sett umrætt dreifbýlisráð á fót. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur nú staðfest nýja reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga sem fjallar um þau lágmarksatriði sem þurfa að koma fram í reglum sveitarfélaga um framkvæmd íbúakosninga. Reglugerðin tók gildi 1. apríl 2023.

Lögð fram reglugerð 323/2023 um íbúakosningar sveitarfélaga, ásamt tillögu að reglum sveitarfélagsins um kosningu í dreifbýlisráð.

Bæjarráð samþykkti á 11. fundi sínum tillögu að reglum um íbúakosningu í dreifbýlisráð og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja þær.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að reglum um íbúakosningau í dreifbýlisráð.

Bæjarstjórn - 14. fundur - 11.05.2023

Lögð fram auglýsing um staðfestingu á heiti Sveitarfélagsins Stykkishólms sem birt var af hálfu Innviðaráðuneytisins í B-deild Stjórnartíðinda.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Lagðar fram reglur um kosningu í dreifbýlisráð í Sveitarfélaginu Stykkishólmi sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 8. júní 2023. Lagt er til að boðað verði til kosning í dreifbýlisráð.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og að kosning verði 9. september og felur formanni kjörstjórnar í samvinnu við bæjarritara að útfæra nánar tilhögun kosninga og undirbúa hana að öðru leyti.
Fylgiskjöl:

Bæjarstjórn - 15. fundur - 29.06.2023

Lagðar fram reglur um kosningu í dreifbýlisráð í Sveitarfélaginu Stykkishólmi sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 8. júní 2023. Lagt er til að boðað verði til kosning í dreifbýlisráð.

Bæjarráð samþykkti tillöguna á 12. fundi sínum og að kosning verði 9. september. Jafnframt fól bæjarráð formanni kjörstjórnar í samvinnu við bæjarritara að útfæra nánar tilhögun kosninga og undirbúa hana að öðru leyti.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Fylgiskjöl:

Bæjarstjórn - 17. fundur - 28.09.2023

Dreifbýlisráð skal skipað annars vegar einum fulltrúa og öðrum til vara kjörnum af sveitarstjórn sem skulu vera aðalfulltrúar í sveitarstjórn og hins vegar tveimur fulltrúum og tveimur til vara kosnum í beinni kosningu af íbúum í dreifbýlinu.Kosning í dreifbýlisráð fór fram dagana 9. og 23. september sl. og liggja niðurstöðir úr kosningum fyrir. Aðalmenn eru Lára Björg Björgvinsdóttir og Álfgeir Marinósson, varamenn eru Guðrún K. Reynisdóttir og Guðmundur Hjartarson.Á 14. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að Ragnar Ingi Sigurðsson verði fulltrúi bæjarstjórnar í dreifbýlisráði og Ragnar Már Ragnarsson til vara.
Bæjarstjórn staðfestir kjör í dreifbýlisráð: Aðalmenn eru Lára Björg Björgvinsdóttir, Álfgeir Marinósson og Ragnar Ingi Sigurðsson (formaður), varamenn eru Guðrún K. Reynisdóttir, Guðmundur Hjartarson og Ragnar Már Ragnarsson.

Dreifbýlisráð - 1. fundur - 03.11.2023

Lögð fram samþykkt um stjórn sveitarfélagsins þar sem fjallað er m.a. um hlutverk deifbýlisráðs. Vísað er sérstaklega í 8. lið B hluta 48. gr. samþykktarinnar.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir skyldum og hlutverkum dreifbýlisráðs. Lögð voru fram drög af erindisbréfi.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?