Fara í efni

Safna- og menningarmálanefnd

115. fundur 18. október 2021 kl. 17:00 - 18:45 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi
Nefndarmenn
  • Jón Sindri Emilsson aðalmaður
  • Árni Ásgeirsson varamaður
  • Guðrún Gunnarsdóttir formaður
  • Ingveldur Eyþórsdóttir (IE) aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjördís Pálsdóttir forstöðumaður norska hússins bsh
  • Nanna Guðmundsdóttir forstöðumaður amtsbókasafns
Fundargerð ritaði: Jón Sindri Emilsson ritari
Dagskrá

1.Reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar

Málsnúmer 1910031Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram að nýjar reglur um styrkveitingar Stykkishólmsbæjar.
Lagt fram til kynningar.

2.Aukin samvinna safna á Vesturlandi

Málsnúmer 2110006Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um aukið samstarf safna á Vesturlandi og fréttatilkynning þess efnis.
Lagt fram til kynningar.

3.Norska Húsið - Yfirlit yfir faglegan rekstur

Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer

Forsöðumaður safna, Hjördís Pálsdóttir, gerir grein fyrir starfsemi Norska hússins - BSH undan farin misseri.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfsemi Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910042Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi, forstöðumaður fer yfir starfsemi safnsins.
Lagt fram til kynningar.

5.Stefna í málefnum nýrra íbúa

Málsnúmer 2103029Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti, á 399. fundi sínum þann 12. maí 2021, erindisbréf starfshóps um málefni nýrra íbúa Stykkishólmsbæjar með áherslu á fjölmenningu.
Safna-og menningarmálanefnd hvetur til aukinnar þátttöku Hólmara í fjölmenningarhátíð á Snæfellsnesi, hátíðin leikur lykilhlutverk í því að bjóða nýja íbúa Stykkishólmsbæjar og Snæfellsness alls velkomna.

Nefndin hvetur einnig til að hugað verði að fjölmenningarlegu ívafi á Norðurljósahátíð 2022 og erlendir íbúar í Stykkishólmi þannig hvattir til aukinnar þátttöku og virkni í samfélaginu.

6.Menningarstefna Vesturlands 2021-2024

Málsnúmer 2110001Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri menningarstefnu Vesturlands fyrir árinn 2021-2024.

Á haustþingi SSV var ákveðið að vísa menningarstefnu Vesturlands til sveitarfélagana á Vesturlandi til samþykktar.
Safna- og menningarmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti menningarstefnu Vesturlands og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stefnuna.

7.Norðurljósahátíð

Málsnúmer 1910024Vakta málsnúmer

Norðurljósin, menningarhátíð í Stykkishólmi, var fyrst haldin í Stykkishólmi í nóvember árið 2010 og hefur verið haldin annað hvert ár síðan, en hátíðin var sett á fót á vegum safna- og menningarmálanefndar Stykkishólmsbæjar eftir að bæjarstjórn tók ákvörðun um að fela nefndinni að stuðla að menningarhátíð í Stykkishólmi. Norðurljósahátíðin var haldin síðast árið 2018.

Undanfarin ár hefur safna- og menningarmálanefnd tilnefnt aðila í norðurljósanefnda sem annast undirbúning hátíðarinnar. Norðurljósahátíðin verður næst haldin 2022.
Safna- og menningarmálanefnd leggur til að Norðurljósahátíðin verði haldin dagana 20.-23. október 2022. Safna- og menningarmálanefnd leggur jafnframt til að eftirfarandi aðilar sitji í Norðurljósanefnd: Kristjón Daðasaon, Hjördís Pálsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Beata Kowalska og Þórunn Sigþórsdóttir sem starfsmaður.

8.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Fyrir Safna- og menningarmálanefnd er lögð fram fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025.
Safna- og menningarmálanefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun.

9.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2022 en gjaldskráin tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar.
Safna- og menningarmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrár Stykkishólmsbæjar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?