Fara í efni

Stefna í málefnum nýrra íbúa

Málsnúmer 2103029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Lagt er til að Stykkishólmsbær vinni stefnu í málefnum nýrra íbúa í Stykkishólmi með áherslu á fjölmenningu.
Bæjarráð samþykkir að unnin verði stefna í málefnum nýrra íbúa Stykkishólmsbæjar með áherslu á fjölmenningu og felur bæjarstjóra að undirbúa erindisbréf starfshópsins og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarstjórn - 399. fundur - 12.05.2021

Á 626. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um málefni nýrra íbúa Stykkishólmsbæjar með áherslu á fjölmenningu.

Bæjarráð samþykkti erindisbréfið á 627. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja það. Þá var skipun starfshópsins vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

Eftirtaldir eru skipaðir í starfshópinn:
- Gunnlaugur Smárason, formaður og fulltrúi bæjarstjórnar
- Magda Kulinska, fulltrúi atvinnu- og nýsköpunarnefndar
- Rósa Indriðadóttir, fulltrúi æskulýðs- og íþróttanefndar
- Agnes Helga Sigurðardóttir, fulltrúi skóla- og fræðslunefndar
- Birta Antonsdóttir, fulltrúi velferðar- og jafnréttismálanefndar

Samþykkt samhljóða, en Gunnlaugur sat hjá.

Safna- og menningarmálanefnd - 115. fundur - 18.10.2021

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti, á 399. fundi sínum þann 12. maí 2021, erindisbréf starfshóps um málefni nýrra íbúa Stykkishólmsbæjar með áherslu á fjölmenningu.
Safna-og menningarmálanefnd hvetur til aukinnar þátttöku Hólmara í fjölmenningarhátíð á Snæfellsnesi, hátíðin leikur lykilhlutverk í því að bjóða nýja íbúa Stykkishólmsbæjar og Snæfellsness alls velkomna.

Nefndin hvetur einnig til að hugað verði að fjölmenningarlegu ívafi á Norðurljósahátíð 2022 og erlendir íbúar í Stykkishólmi þannig hvattir til aukinnar þátttöku og virkni í samfélaginu.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 5. fundur - 18.10.2021

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti, á 399. fundi sínum þann 12. maí 2021, erindisbréf starfshóps um málefni nýrra íbúa Stykkishólmsbæjar með áherslu á fjölmenningu. Birta Antonsdóttir gerir grein fyrir hlutverki og vinnu starfshópsins en hún er ein af fimm fulltrúum starfshópsins.
Vinnan í nefndinni er tilltölulega skammt á veg komin en Velferðar- og jafnréttismálanefnd fagnar því að búið sé að koma á fót slíkum starfshópi. Mikilvægt sé að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við þennan hóp.

Skóla- og fræðslunefnd - 188. fundur - 07.12.2021

Móttökuáætlun fyrir nemendur Grunnskólans í Stykkishólmi af erlendum uppruna lögð fram til samþykktar í samræmi við stefnu Stykkishólmsbæjar í málefnum nýrra íbúa.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi móttökuáætlun.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 24.01.2023

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti, á 399. fundi sínum þann 12. maí 2021, erindisbréf starfshóps um málefni nýrra íbúa Stykkishólmsbæjar með áherslu á fjölmenningu. Lögð eru fram gögn frá vinnu starfshópsins. Formaður velferðar- og jafnréttismálanefndar gerir grein fyrir söðu málsins.
Nefndin óskar eftir því að fá Gunnlaug Smárason, formann og fyrrum fulltrúa bæjarstjórnar í starfshópi málefna nýrra íbúa og Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóra, á næsta fund til að fara yfir stefnuna og mögulegar aðgerðir.
Getum við bætt efni síðunnar?