Fara í efni

Skipulagsnefnd

10. fundur 05. apríl 2023 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gunnar Ásgeirsson (GÁ) aðalmaður
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Gretar Daníel Pálsson (GDP) aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) aðalmaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Grétar Jónasson starfsmaður tæknisviðs
  • Ragnar Ingi Sigurðsson bæjarfulltrúi
  • Þórhildur Eyþórsdóttir bæjarfulltrúi
  • Haukur Garðarsson (HG) bæjarfulltrúi
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið ásamt bæjarfulltrúunum Hauki Garðarssyni, Ragnari Inga Sigurðssyni og Þórhildi Eyþórsdóttur.

1.Deiliskipulag Skipavíkursvæðis

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Lögð er fram að nýju til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn samþykkti vinnslutillöguna fyrir sitt leyti á 2. fundi sínum og vísaði málinu til skipulagsnefndar til nánari útfærslu áður en hún yrði lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til samþykktar í samræmi við 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003, 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á 9. fundi sínum, tók skipulagsnefnd fyrir sitt leyti jákvætt í framlagða tillögu og samþykkti að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með uppfærslum í samræmi við niðurstöður fundarins (sjá fundargerð). Bæjarráð samþykkti á 10. fundi sínum samhljóða að auglýsa tillöguna í samræmi við bókun skipulagsnefndar ásamt því að fella lóðir Nessveg 24 og Nesveg 22a úr deiliskipulagstillögunni og minnka deiliskipulagsreitinn samkvæmt því. Á 11. fundi bæjarstjórnar var deiliskipulagstillögunni með áorðnum breytingum vísað aftur til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði við Skipavík í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

Bókun GDP
Lýsir yfir andstöðu sinni að meiri hömlur séu settar á lóðarhafa einstakra lóða sbr. Nesveg 20 og 20a umfram aðra á svæðinu.
Haukur Garðarsson, Ragnar Ingi Sigurðsson og Þórhildur Eyþórsdóttir bæjarfulltrúar og Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri yfirgáfu fundinn.

2.Umsókn um stöðuleyfi fyrir kofa

Málsnúmer 2303049Vakta málsnúmer

Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir, fyrir hönd Magnúsar Inga Sigfússonar, sækir um leyfi fyrir byggingu kofa/sjoppu við enda Borgarbrautar.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til 31. ágúst 2023 fyrir kofa við enda Borgarbrautar. Nefndin bendir á að færa þurfi kofann áður en framkvæmdir við gatnagerð fyrir Víkurhverfi hefjast. Ákvörðun um staðarval skal gerð í samráði við umhverfis- og skipulagssvið. Skipulagsnefnd samþykkir að veita undanþágu frá tímabundnu stöðuleyfi og mælir með að framkvæmdaraðilar beri byggingarteikningar undir byggingarfulltrúa og hugi að því að tryggja að kofinn fjúki ekki yfir byggð í hvassviðri.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?