Fara í efni

Skipulagsnefnd

17. fundur 05. desember 2023 kl. 16:30 - 20:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilmar Hallvarðsson aðalmaður
  • Gretar Daníel Pálsson (GDP) aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Grétar Jónasson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Agustson reitur - ósk um skipulagsbreytingu

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Davíð K. Pitt, arkitekt kynnir fyrirhugaða uppbyggingu á Agustsonreit þar sem nú eru Tang og Riis, Aðalgötu 1, frystihús Agustson, Austurgötu 1, og KST, Austurgötu 2.Lögð er fram skipulagslýsing vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 30. .gr. laganna og nýs deiliskipulags fyrir reitinn í samræmi við 1. mgr. 40. gr.laganna ásamt breytingu á mörkum deiliskipulags fyrir miðbæ, austan Aðalgötu.Í gildandi aðalskipulagi er reiturinn skilgreindur sem athafnasvæði. Fyrirhuguð skipulagsbreyting gerir ráð fyrir að reiturinn verði skilgreindur sem verslun og þjónusta. Ekki er til deiliskipulag sem tekur til Aðalgötu 1 og Austurgötu 1 en Austurgata 2 er innan deiliskipulags miðbæjar austan Aðalgötu.Lagt fram til kynningar.

2.Reitarvegur - dsk breyting

Málsnúmer 2311023Vakta málsnúmer

Kynning og umræður um gildandi deiliskipulag m.t.t. framtíðarmöguleika svæðisins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?