Fara í efni

Agustson reitur - ósk um skipulagsbreytingu

Málsnúmer 2302009

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 7. fundur - 13.02.2023

Lögð er fram, til kynningar, ósk Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu. Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær -reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 16.02.2023

Lögð er fram ósk Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu. Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær -reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Bæjarstjórn - 10. fundur - 23.02.2023

Lögð er fram ósk Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu. Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær -reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.

Á 8. fundi sínum samþykkti bæjarráð erindið og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram, þ.m.t. að útfærslu þess. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH og KH

Bókun:
Undirrituð fagna því að óskað sé eftir breytingu á aðalskipulagi á Aðalgötu 1 og Austurgötu 1 og 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu. Við teljum að hótel með tilheyrandi þjónustu og íbúðir verði til mikillar prýði í hjarta bæjarins og við hafnarsvæðið. Með slíkri breytingu færist meira líf í miðbæinn og skapar fjölbreytni í ferðaþjónustu. Okkur er einnig mjög umhugað um atvinnulífið í sveitarfélaginu og eflingu þess. Við þessa breytingu mun störfum fjölga og án þess að sveitarfélagið leggi í það kostnað.

Undirrituð benda á að málið var lagt fram til kynningar í skipulagsnefnd og hefur því ekki hlotið afgreiðslu nefndarinnar. Undirrituð eru samþykk því að skipulagsnefnd vinni málið áfram ásamt skipulagsfulltrúa.

Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Ragnarsson
Kristján Hildibrandsson

Skipulagsnefnd - 9. fundur - 23.03.2023

Lögð er fram til afgreiðslu, umsókn Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu.
Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær - reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.
Skipulagsnefnd tekur fyrir sitt leyti jákvætt í umsókn Svans ehf. um breytingu á landnotun reitsins í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og breytingu á deiliskipulaginu "Stykkishólmur miðbær - austan Aðalgötu" þannig að deiliskipulagið nái yfir reitinn og heimili uppbyggingu hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði. Nefndin leggur áherslu á að skipulagstillagan falli vel að núverandi byggð og staðaranda gamla bæjarhlutans í Stykkishólmi sbr. markmið gildandi aðalskipulags og deiliskipulagsáætlana fyrir miðbæinn.

Bæjarráð - 10. fundur - 27.03.2023

Lögð er fram til afgreiðslu, umsókn Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu.

Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær - reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.

Skipulagsnefnd tók, á níunda fundi sínum, fyrir sitt leyti jákvætt í umsókn Svans ehf. um breytingu á landnotun reitsins í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og breytingu á deiliskipulaginu "Stykkishólmur miðbær - austan Aðalgötu" þannig að deiliskipulagið nái yfir reitinn og heimili uppbyggingu hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði. Nefndin lagði áherslu á að skipulagstillagan falli vel að núverandi byggð og staðaranda gamla bæjarhlutans í Stykkishólmi sbr. markmið gildandi aðalskipulags og deiliskipulagsáætlana fyrir miðbæinn.

Aðgreiðsla skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn - 11. fundur - 30.03.2023

Lögð er fram til afgreiðslu, umsókn Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu.

Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær - reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.

Skipulagsnefnd tók, á níunda fundi sínum, fyrir sitt leyti jákvætt í umsókn Svans ehf. um breytingu á landnotun reitsins í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og breytingu á deiliskipulaginu "Stykkishólmur miðbær - austan Aðalgötu" þannig að deiliskipulagið nái yfir reitinn og heimili uppbyggingu hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði. Nefndin lagði áherslu á að skipulagstillagan falli vel að núverandi byggð og staðaranda gamla bæjarhlutans í Stykkishólmi sbr. markmið gildandi aðalskipulags og deiliskipulagsáætlana fyrir miðbæinn.

Á 10. fundi sínum staðfesti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

Skipulagsnefnd - 17. fundur - 05.12.2023

Davíð K. Pitt, arkitekt kynnir fyrirhugaða uppbyggingu á Agustsonreit þar sem nú eru Tang og Riis, Aðalgötu 1, frystihús Agustson, Austurgötu 1, og KST, Austurgötu 2.



Lögð er fram skipulagslýsing vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 30. .gr. laganna og nýs deiliskipulags fyrir reitinn í samræmi við 1. mgr. 40. gr.laganna ásamt breytingu á mörkum deiliskipulags fyrir miðbæ, austan Aðalgötu.



Í gildandi aðalskipulagi er reiturinn skilgreindur sem athafnasvæði. Fyrirhuguð skipulagsbreyting gerir ráð fyrir að reiturinn verði skilgreindur sem verslun og þjónusta. Ekki er til deiliskipulag sem tekur til Aðalgötu 1 og Austurgötu 1 en Austurgata 2 er innan deiliskipulags miðbæjar austan Aðalgötu.



Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn.
Lögð er fram skipulagslýsing vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 30. .gr. laganna og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir reitinn í samræmi við 1. mgr. 40. gr. laganna ásamt breytingu á mörkum deiliskipulags fyrir miðbæ, austan Aðalgötu.

Í gildandi aðalskipulagi er reiturinn skilgreindur sem athafnasvæði en verður eftir breytingu skilgreindur sem verslun og þjónusta. Ekki er til deiliskipulag sem tekur til Aðalgötu 1 og Austurgötu 1 en Austurgata 2 er innan deiliskipulags miðbæjar austan Aðalgötu.

Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að uppfæra og fullvinna skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum og í framhaldinu að auglýsa skipulagslýsinguna.

Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestinar í bæjarstjórn.
Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi vék af fundi.

Bæjarstjórn - 21. fundur - 25.01.2024

Lögð er fram skipulagslýsing vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 30. .gr. laganna og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir reitinn í samræmi við 1. mgr. 40. gr. laganna ásamt breytingu á mörkum deiliskipulags fyrir miðbæ, austan Aðalgötu.



Í gildandi aðalskipulagi er reiturinn skilgreindur sem athafnasvæði en verður eftir breytingu skilgreindur sem verslun og þjónusta. Ekki er til deiliskipulag sem tekur til Aðalgötu 1 og Austurgötu 1 en Austurgata 2 er innan deiliskipulags miðbæjar austan Aðalgötu.



Bæjarráð fól skipulagsfulltrúa, á 18. fundi sínum, að uppfæra og fullvinna skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum og í framhaldinu að auglýsa skipulagslýsinguna.



Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024

Kristín skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn.
Lögð er fram skipulagslýsing vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem samþykkt var að auglýsa í janúar, ásamt kynningu fulltrúa lóðarhafa frá íbúafundi 6. febrúar 2024 og öðrum gögnum, en í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins breytt úr athafnasvæði í verslun og þjónustu þar sem einnig verður heimilað að vera með íbúðir. Skipulagsfulltrúi kemur til fundar við bæjarráð til þess að fara yfir áherslur sveitarfélagsin við mótun vinnslutillögu og uppbyggingu á svæðinu.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsnefnd - 20. fundur - 13.03.2024

Lögð fram til umfjöllunar tillögur að deiliskipulagi, ásamt öðrum gögnum.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögur og óskar eftir að fulltrúar verkefnisins komi til fundar við nefndina til að taka opið samtal um áhrif umræddra breytinga á forsendur lóðarhafa og umhverfi.

Bæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024

Lögð fram til umfjöllunar tillögur að deiliskipulagi, ásamt öðrum gögnum. Skipulagsnefnd tók, á 20. fundi sínum, jákvætt í fyrirliggjandi tillögur og óskar eftir að fulltrúar verkefnisins komi til fundar við nefndina til að taka opið samtal um áhrif umræddra breytinga á forsendur lóðarhafa og umhverfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Hafnarstjórn (SH) - 6. fundur - 11.04.2024

Lögð fram til umfjöllunar tillögur að deiliskipulagi, ásamt öðrum gögnum. Skipulagsnefnd tók, á 20. fundi sínum, jákvætt í fyrirliggjandi tillögur.
Hafnarstjórn fagnar fyrirliggjandi hugmyndum og tillögum og hvetur lóðarhafa til dáða í verkefninu framundan enda mun verkefnið koma til með að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og ásýnt Stykkishólmshafnar.

Skipulagsnefnd - 21. fundur - 15.04.2024

Skipulagsnefnd tók, á 20. fundi sínum, jákvætt í fyrirliggjandi tillögur að deiliskipulagi fyrir Agustsonreit og óskuðu eftir að fulltrúar verkefnisins komi til fundar við nefndina til að taka opið samtal um áhrif umræddra breytinga á forsendur lóðarhafa og umhverfi. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 20. fundi sínum. Tillögurnar voru lagðar fyrir á 6. fundi hafnarstjórnar sem fagnaði fyrirliggjandi hugmyndum og tillögum og hvatti lóðarhafa til dáða í verkefninu framundan enda komi verkefnið til með að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og ásýnd Stykkishólmshafnar.



Fulltrúar lóðarhafa koma til fundar við skipulagsnefnd og gera grein fyrir stöðu málsins.
Skipualagsnefnd þakkar fulltrúum lóðarhafa fyrir að koma á fund nefndarinnar og svara spurningum. Skipulagsnefnd telur að vinna megi áfram með upphaflega tillögu á hótelreitnum en telur jafnframt að halda megi inni breytingum sem snúa að Smiðjustíg. Einnig telur nefndin að fækka megi smáhýsum við Súgandiseyjargötu eftir að búið er að þjappa þeim saman til þess að minnka ásýnd þeirra frá Aðalgötu.
Skipulagsnefnd telur jafnframt að það geti hjálpað verkefninu ef hægt væri að sýna hæðarlínur miðað við byggingar beggja vegna lóðarinnar ásamt því að sýna mænishæð á þeim þökum sem snúa að Aðalgötu á KST reitnum.

Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024

Skipulagsnefnd tók, á 20. fundi sínum, jákvætt í fyrirliggjandi tillögur að deiliskipulagi fyrir Agustsonreit og óskuðu eftir að fulltrúar verkefnisins komi til fundar við nefndina til að taka opið samtal um áhrif umræddra breytinga á forsendur lóðarhafa og umhverfi. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 20. fundi sínum. Tillögurnar voru lagðar fyrir á 6. fundi hafnarstjórnar sem fagnaði fyrirliggjandi hugmyndum og tillögum og hvatti lóðarhafa til dáða í verkefninu framundan enda komi verkefnið til með að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og ásýnd Stykkishólmshafnar.



Fulltrúar lóðarhafa koma til fundar við skipulagsnefnd og gerðu grein fyrir stöðu málsins á 21. fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd þakkaði fulltrúum lóðarhafa fyrir að koma á fund nefndarinnar og svara spurningum. Skipulagsnefnd taldi að vinna megi áfram með upphaflega tillögu á hótelreitnum en telur jafnframt að halda megi inni breytingum sem snúa að Smiðjustíg. Einnig telur nefndin að fækka megi smáhýsum við Súgandiseyjargötu eftir að búið er að þjappa þeim saman til þess að minnka ásýnd þeirra frá Aðalgötu. Skipulagsnefnd taldi jafnframt að það geti hjálpað verkefninu ef hægt væri að sýna hæðarlínur miðað við byggingar beggja vegna lóðarinnar ásamt því að sýna mænishæð á þeim þökum sem snúa að Aðalgötu á KST reitnum.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarráð - 24. fundur - 14.08.2024

Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn.
Lagðir fram uppdrættir og önnur gögn vegna skipulagsvinnu við Agustsonreit.
Bæjarráð samþykkir að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.

Jafnframt samþykkir bæjarráð, með umboði bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við 31. gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstfofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. laganna berist engar stórvægilegar athugasemdir við vinnslutillögurnar sem taka þurfi til umfjöllunar fyrir auglýsingu.


Kristín vék af fundi.

Skipulagsnefnd - 24. fundur - 17.09.2024

Lögð fram til afgreiðslu vinnslutillaga deiliskipulags fyrir Agustsonreit.



Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst sl að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.



Jafnframt samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við 31. gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. laganna berist engar stórvægilegar athugasemdir við vinnslutillögurnar sem taka þurfi til umfjöllunar fyrir auglýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Agustsonreit með minniháttar breytingum sem ræddar voru á fundinum m.a. að skoða lækkun á húsi framan við Sjávarpakkhús og aðkomuleiðir að bílageymsluhúsi þar sem óljóst er hvort um er að ræða eitt eða tvö bílageymsluhús.
Samhliða vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags þarf einnig að kynna breytingu á gildandi deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu. Þar sem um mikilvæga breytingu er að ræða, sem kemur til með að hafa mikil áhrif á gamla bæinn, leggur nefndin til að haldnir verði opnir kynningarfundir í Amtbókasafninu þegar tillögurnar eru kynntar á vinnslustigi og þegar þær verða auglýstar.

Bæjarráð - 25. fundur - 20.09.2024

Lögð fram til afgreiðslu vinnslutillaga deiliskipulags fyrir Agustsonreit.



Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst sl. að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.



Jafnframt samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við 31. gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. laganna berist engar stórvægilegar athugasemdir við vinnslutillögurnar sem taka þurfi til umfjöllunar fyrir auglýsingu.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Agustsonreit með minniháttar breytingum sem ræddar voru á fundinum m.a. að skoða lækkun á húsi framan við Sjávarpakkhús og aðkomuleiðir að bílageymsluhúsi þar sem óljóst er hvort um er að ræða eitt eða tvö bílageymsluhús.



Samhliða vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags þarf einnig að kynna breytingu á gildandi deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu. Þar sem um mikilvæga breytingu er að ræða, sem kemur til með að hafa mikil áhrif á gamla bæinn, leggur nefndin til að haldnir verði opnir kynningarfundir í Amtbókasafninu þegar tillögurnar eru kynntar á vinnslustigi og þegar þær verða auglýstar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?