Fara í efni

Agustson reitur - ósk um skipulagsbreytingu

Málsnúmer 2302009

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 7. fundur - 13.02.2023

Lögð er fram, til kynningar, ósk Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu. Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær -reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 16.02.2023

Lögð er fram ósk Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu. Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær -reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Bæjarstjórn - 10. fundur - 23.02.2023

Lögð er fram ósk Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu. Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær -reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.

Á 8. fundi sínum samþykkti bæjarráð erindið og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram, þ.m.t. að útfærslu þess. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH og KH

Bókun:
Undirrituð fagna því að óskað sé eftir breytingu á aðalskipulagi á Aðalgötu 1 og Austurgötu 1 og 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu. Við teljum að hótel með tilheyrandi þjónustu og íbúðir verði til mikillar prýði í hjarta bæjarins og við hafnarsvæðið. Með slíkri breytingu færist meira líf í miðbæinn og skapar fjölbreytni í ferðaþjónustu. Okkur er einnig mjög umhugað um atvinnulífið í sveitarfélaginu og eflingu þess. Við þessa breytingu mun störfum fjölga og án þess að sveitarfélagið leggi í það kostnað.

Undirrituð benda á að málið var lagt fram til kynningar í skipulagsnefnd og hefur því ekki hlotið afgreiðslu nefndarinnar. Undirrituð eru samþykk því að skipulagsnefnd vinni málið áfram ásamt skipulagsfulltrúa.

Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Ragnarsson
Kristján Hildibrandsson

Skipulagsnefnd - 9. fundur - 23.03.2023

Lögð er fram til afgreiðslu, umsókn Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu.
Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær - reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.
Skipulagsnefnd tekur fyrir sitt leyti jákvætt í umsókn Svans ehf. um breytingu á landnotun reitsins í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og breytingu á deiliskipulaginu "Stykkishólmur miðbær - austan Aðalgötu" þannig að deiliskipulagið nái yfir reitinn og heimili uppbyggingu hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði. Nefndin leggur áherslu á að skipulagstillagan falli vel að núverandi byggð og staðaranda gamla bæjarhlutans í Stykkishólmi sbr. markmið gildandi aðalskipulags og deiliskipulagsáætlana fyrir miðbæinn.

Bæjarráð - 10. fundur - 27.03.2023

Lögð er fram til afgreiðslu, umsókn Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu.

Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær - reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.

Skipulagsnefnd tók, á níunda fundi sínum, fyrir sitt leyti jákvætt í umsókn Svans ehf. um breytingu á landnotun reitsins í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og breytingu á deiliskipulaginu "Stykkishólmur miðbær - austan Aðalgötu" þannig að deiliskipulagið nái yfir reitinn og heimili uppbyggingu hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði. Nefndin lagði áherslu á að skipulagstillagan falli vel að núverandi byggð og staðaranda gamla bæjarhlutans í Stykkishólmi sbr. markmið gildandi aðalskipulags og deiliskipulagsáætlana fyrir miðbæinn.

Aðgreiðsla skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn - 11. fundur - 30.03.2023

Lögð er fram til afgreiðslu, umsókn Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu.

Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær - reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.

Skipulagsnefnd tók, á níunda fundi sínum, fyrir sitt leyti jákvætt í umsókn Svans ehf. um breytingu á landnotun reitsins í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og breytingu á deiliskipulaginu "Stykkishólmur miðbær - austan Aðalgötu" þannig að deiliskipulagið nái yfir reitinn og heimili uppbyggingu hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði. Nefndin lagði áherslu á að skipulagstillagan falli vel að núverandi byggð og staðaranda gamla bæjarhlutans í Stykkishólmi sbr. markmið gildandi aðalskipulags og deiliskipulagsáætlana fyrir miðbæinn.

Á 10. fundi sínum staðfesti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
Getum við bætt efni síðunnar?