Fara í efni

Auglýst eftir umsjónaraðila fyrir félagsheimilið Skjöld

03.06.2024
Fréttir Laus störf

Sveitarfélagið Stykkishólmur leitar eftir verktaka til að hafa umsjón með félagsheimilinu Skildi, sumarið 2024. Um er að ræða tímabilið júní, júlí og ágúst. Félagsheimilið skjöldur er staðsett miðsvæðis í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Húsið er 9 km frá Stykkishólmi og á vegi 58.

Áætlað umfang umsjónar:

  • Að halda utan um leigu á félagsheimilinu.
  • Að vera tengiliður sveitarfélagsins við leigutaka.
  • Að vera leigutökum innan handar ef eitthvað kemur upp á.
  • Yfirfara félagsheimilið eftir hverja leigu.
  • Yfirfara hreinlætisaðstöðu fyrir hverja útleigu og eftir.
  • Sjá til þess að vel sé hirt í kringum félagsheimilið.
  • Sinna útköllum eftir þörfum.

Ekki er gerð sérstök krafa til menntunarstigs en krafist er hæfni í samskiptum, þjónustulipurðar, skipulagshæfileika og frumkvæðis. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og bíl til umráða.

Framundan eru þrjá helgar í sumar sem húsnæðið hefur nú þegar verið leigt til afnota.

Áhugasamir senda inn tilboð í verkefnið með tölvupóst á netfangið stykkisholmur@stykkisholmur.is fyrir mánudaginn 10. júní nk. Frekari upplýsingar veitir Jón Sindri Emilsson, aðstoðarmaður bæjarstjóra, í síma 433-8100 eða á jonsindri@stykkisholmur.is.

Mynd úr sal félagsheimilisins.
Getum við bætt efni síðunnar?