Fara í efni

Staða byggingarfulltrúa á Snæfellsnesi laus til umsóknar

15.11.2022
Fréttir Laus störf

Sameiginlegt umhverfis- og skipulagssvið Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, Grundarfjarðarbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps leitar að kraftmiklum byggingarfulltrúa til að halda utan um byggingarmál og verklegar framkvæmdir í sveitarfélögunum þremur. Á sviðinu er lögð áhersla á vandað faglegt starf og þróun, öflugt samstarf og góða þjónustu.

Byggingarfulltrúi starfar náið með skipulagsfulltrúa, sem jafnframt er sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og næsti yfirmaður byggingarfulltrúa. Starfsaðstaða er í Ráðhúsunum í Stykkishólmi og Grundarfirði en auk þess kallar starfið á ferðir og fundi í Eyja- og Miklaholtshreppi, en um hálftíma akstur er milli þessara staða. 

STARFSSVIÐ OG MEGINHLUTVERK

 • Leiðir faglega þróun og stefnumótun í byggingarmálum og verklegum framkvæmdum.
 • Sinnir lögbundnu hlutverki byggingarfulltrúa skv. viðeigandi löggjöf, ber þ.á.m. ábyrgð á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa og undirbúningi byggingarmála í fagnefndum sveitarfélaganna.
 • Ber ábyrgð á daglegri starfsemi í byggingarmálum og verklegum framkvæmdum í samstarfi við verkstjóra áhaldahúsa og umsjónarmenn fasteigna.
 • Er yfirmaður starfsmanna í áhaldahúsum og eignaumsýslu og hefur yfirumsjón með nýframkvæmdum og viðhaldi.
 • Ber ábyrgð á gerð verk- og kostnaðaráætlana, gerð útboðsgagna og samningsgerð við verktaka og hönnuði og eftirliti með byggingarframkvæmdum.Ber ábyrgð á frágangi og úthlutun lóða, skráningu fasteigna, leigu- og lóðaleigusamningum.
 • Hefur umsjón með gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.
 • Tekur við og sinnir ýmsum fyrirspurnum um byggingarmál og verklegar framkvæmdir í samvinnu við sviðsstjóra og/eða bæjarstjóra/oddvita.
 • Sinnir ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum að beiðni yfirmanns um byggingartengd málefni. 

MENNTUNAR- OG HÆFNIKRÖFUR


Skilyrði:

 • Háskólamenntun á sviði byggingarmála sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010
 • Réttindi til til að starfa sem byggingarfulltrúi eða getur aflað réttinda innan 6 mánaða.
 • Góð tölvukunnátta.

Æskilegt:

 • Góð færni í íslensku og a.m.k. grunnfærni í ensku
 • Stjórnunarhæfileikar og leiðtogafærni.
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og
  lausnamiðuðum hugsun.
 • Frumkvæði, fagmennska og samviskusemi og einlægur áhugi
  á málefnasviðinu.

Æskilegt:

 • Þekking á lögum um mannvirki, byggingarreglugerð og skipulagslögum.
 • Þekking á góðum stjórnsýsluháttum og reynsla sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af stefnumótun á málefnasviðinu.
 • Reynsla af stjórnun starfsmanna og verkefnastjórnun.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í netfangi kristin.thor@stykkisholmur.is og/eða síma 433 8100.

Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað í ráðningakerfi ALFRED.IS

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2022.
Reiknað er með að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2023 eða samkvæmt samkomulagi.

SNÆFELLSNES

Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær og sameinað sveitarfélag Stykkishólms og Helgafellssveitar eru þrjú af fjórum sveitarfélögum á Snæfellsnesi og hafa hlotið EarthCheck umhverfisvottun í rúman áratug. Íbúar eru um 2300 talsins og býr meirihluti þeirra í þéttbýliskjörnunum Stykkishólmi og Grundarfirði. Á Snæfellsnesi er fjölskrúðug og falleg náttúra og gott mannlíf. Atvinnuvegir eru fjölbreyttir og samfélagið fjölskylduvænt. Alla helstu grunnþjónustu er að finna á svæðinu, m.a. leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla, öflugt íþróttastarf, heilsugæslu, bókasöfn, matvöruverslanir og margt fleira. Blómleg ferðaþjónusta býður ótal skemmtilega afþreyingarmöguleika fyrir heimafólk sem gesti. Aðstaða er fyrir störf án staðsetningar, t.d. fyrir maka og svo er aðeins um 1,5-2 klst. akstur til höfuðborgarinnar.

Stykkishólmur á Snæfellsnesi.
Getum við bætt efni síðunnar?