Fara í efni

Lausar stöður kennara við Grunnskólann í Stykkishólmi

23.05.2025
Fréttir Laus störf

Kennarar (faggreina- & umsjónarkennarar)

Grunnskólinn í Stykkishólmi er lifandi og skemmtilegur vinnustaður. Í skólanum starfa u.þ.b. 180 börn og 50 fullorðnir. Í skólanum er lögð áhersla á leiðsagnarnám, teymiskennslu og unnið er m.a. með byrjendalæsi og útikennslu á yngsta stigi og samþættingu námsgreina á mið- og unglingstigi. Einkunnarorð skólans eru gleði - samvinna - sjálfstæði

Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir kennurum í eftirfarandi stöður fyrir skólaárið 2025-2026

  • Smíði, nýsköpun og snillismiðja
  • Myndmenntakennari
  • Náttúrufræðikennari á mið- & unglingastigi
  • Umsjónarkennsla á yngsta stigi

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast kennslu nemenda í samráði við aðra kennara, skólastjórnendur og foreldra.
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi og samráði við foreldra og annað fagfólk.

Menntunar & hæfniskröfur

  • Kennsluréttindi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Almenn tölvukunnátta
  • Faglegur metnaður
  • Metnaður og einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum á faglegan, fjölbreyttan og skapandi hátt
  • Skapandi hugsun og áhugi á að starfa í metnaðarfullu umhverfi
  • Teymiskennsluhugsun
  • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Samkvæmt lögum um grunnskóla er skilyrði að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 20. júní.
Senda skal umsóknir á thora.magga@stykk.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þóra Margrét Birgisdóttir skólastjóri, thora.magga@stykk.is eða í síma 433-8177.

Grunnskólinn í Stykkishólmi
Getum við bætt efni síðunnar?