Staða ritara í Grunnskólanum í Stykkishólmi laus
Staða ritara í Grunnskólanum í Stykkishólmi er laus til umsóknar.
Ritari vinnur náið með stjórnendateymi skólans og er virkur þátttakandi í skólastarfinu. Starf hans er fjölbreytt. Um er að ræða almenn skrifstofustörf en einnig samskipti við nemendur og foreldra ásamt nánu samstarfi við allt starfsfólk skólans. Ritari ber ábyrgð á að vel sé tekið á móti erindum á skrifstofu skólans og að reynt sé að greiða götu þeirra sem þangað leita. Hann tekur virkan þátt í því að vinna að velferð og vellíðan nemenda.
Helstu verkefni
- Almenn skrifstofustörf fyrir grunn- & tónlistarskóla
- Eftirlit með reikningum
- Umsjón með innkaupum fyrir grunn- & tónlistarskóla
- Almenn skjalavarsla
- Móttaka fjarvistartilkynninga og að hringja heim í samráði við kennara
- Skipulag forfalla
- Umsjón með nemendabókhaldi í Mentor
- Tengiliður grunn- & tónlistarskóla við umsjónarmann fasteigna
- Ýmis ritarastörf fyrir stjórnendur
- Heldur utan um heimasíðu grunn- & tónlistarskóla
- Tekur þátt í undirbúnings- & frágangsvinnu við upphaf og lok skólaárs.
- Annast sjúkrakassa og skráningu slysa, í samráði við starfsmenn.
- Önnur þau verkefni sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs starfssviðs hans.
Menntunar & hæfniskröfur
- Góð menntun sem nýtist í starfi er æskileg
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegu metnaður
- Góð færni í tölvunotkun
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
- Áhugi á að vinna með börnum
- Ábyrgð og stundvísi
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2025 en ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025
Senda skal umsóknir á thora.magga@stykk.is
Laun skv. kjarasamningi Kjalar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.