Fara í efni

Staða vaktstjóra í Íþróttamiðstöð Stykkishólms laus til umsóknar

10.09.2025
Fréttir Laus störf

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar eftir að ráða vaktstjóra (karl) í Íþróttamiðstöð Stykkishólms. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf 29. desember.

Vaktstjóri er yfirmaður á vaktinni og hefur umsjón með daglegum störfum starfsfólks og stýrir verkskiptingu. Vaktstjóri er leiðbeinandi og veitir starfsfólki leiðsögn og/eða tilsögn um framkvæmd vinnunnar. Vaktstjóri stuðlar að góðum samskiptum og upplýsingaflæði á vinnustaðnum og á í samskiptum við Íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Starfssvið

  • Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði
  • Afgreiðsla, önnur þjónusta og þrif
  • Dagleg stjórn í húsinu
  • Hefur eftirlit með afgreiðslu og aðgangskerfi ásamt skiptimynt og uppgjöri
  • Sér um innkaup í samráði við forstöðumann
  • Skipuleggur og hefur yfirsýn með verkaskiptingu innan vaktar sem og afleysingar vegna fjarvista/veikinda
  • Eftirlit með þrifum og framfylgja að þrifum sé vel sinnt
  • Móttaka og þjálfun nýs starfsfólks á vakt samkvæmt verkferlum(þjálfunaráætlun).
  • Skipuleggur vaktfundi og neyðaræfingar eftir þörfum.
  • Framkvæmd og eftirlit með öryggismálum, upplýsingar um öryggismál til starfsfólks.
  • Ber ábyrgð á að unnið sé samkvæmt starfs- og verklýsingum og umgengnisreglum.

Hæfniskröfur

  • Góð almenn menntun sem nýtist í starfi.
  • Þjónustulund
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslensku máli og kunnátta í ensku æskileg
  • Skipulagshæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Almenn tölvukunnátta skilyrði
  • Umsækjendur þurfa að standast árlega sundpróf laugarvarða
  • Hreint sakavottorð

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. Sveitarfélaga og Kjalar. Fyrirspurnir um nánari upplýsingar sendist á netfang magnus@stykkisholmur.is.

Hægt er að sækja um starfið á íbúagátt Stykkishólms.

Umsóknarfrestur er til 29. september 2025. Öllum umsóknum verður svarað.

Getum við bætt efni síðunnar?