Fara í efni

Forstöðumaður Miðstöðvar öldrunarþjónustu

22.02.2023
Fréttir Laus störf

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir eftir forstöðumanni í nýtt starf til þess að veita forstöðu og leiða stofnun nýs sviðs öldrunar og stoðþjónustu í sveitarfélaginu og innleiðingu á stefnumörkun starfshóps um þjónustu við einstaklinga 60 ára og eldri. Með stofnun miðstöðvarinnar er fyrsta skrefið tekið við að vinna markvisst að því að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. félagslegrar og heilbrigðislegrar heimaþjónustu, hvíldarinnlagna, félagsstarfs og fleiri þjónustuþætti eldra fólks.

Forstöðumaður stýrir nýrri miðstöð öldrunarþjónustu sem mun vera staðsett við Skólastíg 14 í Stykkishólmi. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Starfið heyrir undir bæjarstjóra og undir sviðið heyra starfsmenn sveitarfélagsins sem koma til með að starfa hjá miðstöð öldrunarþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á stjórnun og rekstri stuðningsþjónustu í sveitarfélaginu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga (heimaþjónustu o.fl.) Markmið stuðningsþjónustu er að aðstoða og þjálfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun og skal stefna að því að efla þjónustuþega til sjálfsbjargar og gera þeim kleift að búa sem lengst í heimahúsi.
  • Ábyrgð á stjórnun og rekstri félagsstarfs eldra fólks í samstarfi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.
  • Ábyrgð á daglegum störfum í málaflokknum svo sem umsjón með umsóknarferlum, þjónustu, samskiptum við þjónustuþega og aðstandendur þeirra, markmiðasetningu og gæðastarfi fyrir málaflokkinn, innleiðingu stefnumótunar og þróun málaflokksins hjá sveitarfélaginu.
  • Ábyrgð á upplýsingamiðlun, fréttum, viðburðum og fræðslu ásamt samstarfi við ýmsa samstarfsaðila innan sveitarfélags og utan 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi með öldruðum og/eða annarri félagsþjónustu æskileg.
  • Reynsla af rekstarstýringu, þjónustustjórnun og/eða annarri stjórnun og mannahaldi æskileg.
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni í framsetningu á texta.
  • Dugnaður, stundvísi og samviskusemi.
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Hæfni til að innleiða stefnu, skilgreina árangurs- og gæðaviðmið og byggja upp liðsheild í teymum.
  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Stykkishólmur
Getum við bætt efni síðunnar?