Fara í efni

Heilsudagar í Hólminum 2025

19.09.2025
Fréttir Lífið í bænum

Heilsudagar í Hólminum eru haldnir dagana 22. - 30. september í tilefni af íþróttaviku Evrópu. Markmið vikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi sem getur hentað öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Meginmarkmið sveitarfélagsins með heilsudögum er að kynna allt það góða starf sem nú þegar er í boði í Stykkishólmi og jafnframt vekja athygli á öðrum möguleikum til hreyfingar á svæðinu.

Íbúar eru hvattir til að taka þátt og finna sína hreyfingu til framtíðar.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að sjá dagskrána.

Dagskrá Heilsudaga 2025

Getum við bætt efni síðunnar?