Fara í efni

Kynningarfundur um fyrirhugaða uppbyggingu á Vigraholti

21.11.2023
Fréttir Skipulagsmál

Miðvikudaginn 22. nóvember kl. 17:00 verður haldinn kynningarfundur á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi um fyrirhugaða uppbyggingu á Vigraholti. Á fundinum kynnir landeigandi skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu.  

Þann 2. nóvember sl., samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu á Saurum 9 (Vigraholti). Um er að ræða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og nýtt deiliskipulag, í samræmi við 1. mgr. 40. gr. laganna.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér skipulagslýsinguna.

Skipulagslýsing

Auglýst var eftir athugasemdum vegna skipulagslýsingar í frétt á vef sveitarfélagsins þann 8. nóvember síðastliðinn en athugasemdafrestur við skipulagslýsinguna er til og með 5. desember 2023.

Skriflegar athugasemdir og/eða ábendingar skal senda til skipulagsfulltrúa Stykkishólms með því að:

  • hlaða þeim upp í Skipulagsgátt (www.skipulagsgatt.is) mál nr. 794/2023 (br. á aðalskipulagi) og mál nr. 795/2023 (deiliskipulag),
  • senda tölvupóst á skipulag@stykkisholmur.is eða
  • senda bréfpóst á: Skipulagsfulltrúi, Ráðhúsi, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi.
Opinn kynningarfundur á Amtsbókasafninu kl. 17 á miðvikudag.
Getum við bætt efni síðunnar?