Fara í efni

Skipulagslýsing fyrir Hóla 5A

05.06.2024
Fréttir Skipulagsmál

Þann 24. apríl sl samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa sameiginlega skipulagslýsingu fyrir Hóla 5a vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna og nýtt deiliskipulag í samræmi við 40. gr. laganna.

Hólar 5a er 3,2 ha spilda úr landi Hóla sem í dag er skilgreind sem landbúnaðarland. Fyrirhuguð skipulagsgerð felst í breytingu á landnotkun Hóla 5a úr landbúnaði í frístundabyggð með heimild fyrir þrjú frístundahús og eitt íbúðarhús.

Deiliskipulagið verður í framtíðinni grunnur að allri uppbyggingu á Hólajörðinni (upprunajörðinni) í samræmi við byggingarheimildir í gildandi aðalskipulagi þannig að það myndi heildstæða einingu í samræmi við 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga.

Skipulagslýsingin er aðgengileg í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is (málsnr. 651/2024 og 652/2024), á heimasíðu sveitarfélagsins www.stykkisholmur.is og í ráðhúsi Stykkishólms.

Eingöngu verður tekið við skriflegum athugasemdum í gegnum Skipulagsgáttina. Athugasemdafrestur er til og með 28. júní 2024.

Opið hús vegna skipulagslýsingarinnar verður í Ráðhúsi Stykkishólms 12. júní kl. 16-18.

Kristín Þorleifsdóttir
skipulags- og umhverfisfulltrúi

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér skipulagslýsinguna.

Skipulagslýsing - Hólar 5A

Getum við bætt efni síðunnar?