Sumarnámskeið fyrir börn
Undanfarin ár hefur sveitarfélagið boðið upp á leikja- og ævintýranámskeið fyrir yngri bekki grunnskólans eftir skólaslit að vori. Námskeiðin eru fjölbreytt en farið er í leiki, hjólatúra, sund, grillað saman og ýmislegt fleira. Lögð er áhersla á gleði og hreyfingu. Námskeið hófust 10. júní og er því fyrstu vikunni að ljúka.
Foreldrar og forráðamenn eru minntir á að ganga frá skráningu fyrir námskeið næstu viku fyrir hádegi föstudags, 13. júní. Skráning í leikjanámskeið fyrir 1.-3. bekk (árg. 2016 - 2018) er í netfangið klaudia@stykk.is. Skráning í námskeið fyrir 4.-6. bekk (árg 2015 - 2013) er í netfangið ragnaringi@stykk.is
Sjá nánari upplýsingar um námskeiðin hér.