Fara í efni

Sumarnámskeiðin hefjast 10. júní

15.05.2025
Fréttir Lífið í bænum

Í sumar verður boðið upp á leikjanámskeið fyrir 1.-3. bekk og skylmingar- og smíðanámskeið fyrir 4.-7. bekk. Á námskeiðunum er lögð áhersla á gleði, hreyfingu og útiveru.

Leikjanámskeið 10. -28. júní 2025

Umsjónaraðilar leikjanámskeiðs fyrir 1.-3. bekk eru Klaudia Gunnarsdóttir og Sunna Arnarsdóttir. Skráning í leikjanámskeið fyrir 1.-3. bekk er í netfangið klaudia@stykk.is.
Námskeiðin byrja kl. 08:00 og standa til 12:00, alla virka daga.

Skylminga- og smíðanámskeið 10.-20. júní 2025

Umsjónaraðili námskeiða fyrir 4.-7. bekk er Ragnar Ingi Sigurðsson, kennari og skylmingameistari, sími 820 0508. Skráning í námskeið fyrir 4.-6. bekk er í netfangið ragnaringi@stykk.is
Námskeiðin byrja kl. 08:00 og standa til 12:00, alla virka daga.

 

Nánari upplýsingar

Umsjónaraðilar eru:
Klaudia Gunnarsdóttir 888-5571, klaudia@stykk.is.
Sunna Arnarsdóttir 866-9170
Ragnar Ingi Sigurðsson 820-0508, ragnaringi@stykk.is

Skráning

Umsjónarmenn annast skráningu á námskeiðin. Hægt er að skrá ungmenni í eina viku í senn sé þess óskað. Skráning þarf að berast í síðasta lagi á föstudegi fyrir hvert námskeið. Ekki verður í boði að kaupa staka daga heldur ber að greiða fyrir heilt námskeið(viku). Greiðslukrafa verður send í netbanka. Við skráningu þarf að gefa upp aldur barns og kennitölu greiðanda. Fyrir hverja viku verða að vera skráð 10 börn að lágmarki, annars fellur námskeið niður. Veittur er 50% systkinaafsláttur, ef systkinin eru þrjú eða fleiri er aðeins greitt fyrir tvö börn. 

Hvert eiga börnin að mæta?

Námskeiðin byrja kl. 08:00 og standa til 12:00, alla virka daga. Mæting fyrir bæði námskeiðin er í X-ið, Skólastíg 11. opnar húsið kl. 08:00. Byrjað verður alla morgna í grend við X-ið, svo þeir sem mæta örlítið seinna ættu að finna hópinn.

Hvað þarf að hafa með?

Allir eru beðnir um að hafa með sér nesti, vatnsbrúsa, sundföt og léttan bakpoka. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri þar sem námskeiðin byggja á útiveru. Einnig er minnt á sólarvörn þegar þess er þörf. 

Nesti

Gert er ráð fyrir að allir mæti með hollt og gott nesti fyrir kaffitíma (gos, orkudrykkir og sælgæti er ekki leyfilegt).

---

Námskeiðin eru ekki gæsla heldur afþreying með upphafi og endi. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að merkja allt sem kemur inn á námskeiðin; nestisbox, töskur og föt.

Leikjanámskeið 2020
Getum við bætt efni síðunnar?