Vinnuskólinn hefst mánudaginn 16. júní
Sveitarfélagið Stykkishólmur býður nemendum í 7. - 10. bekk með lögheimili í Stykkishólmi sumarvinnu í vinnuskólanum. Vinnuskólinn er oftast fyrsta launaða vinna unglinganna og því mikilvægur grunnur til að byggja á. Vinnuskólinn hefst mánudaginn 16. júní næstkomandi en nú þegar hafa nokkrir sumarstarfsmenn tekið til starfa í Þjónustumiðstöð sem vinna nú að því að slá og snyrta bæinn.
Þeir sem hafa skráð sig í vinnuskólann mæta stundvíslega kl. 08:00 við Þjónustumiðstöð/áhaldahús mánudaginn 16. júní eins og fram kom þegar opnað var fyrir skráningu.