Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Öskudagur með óhefðbundnu sniði
Fréttir

Öskudagur með óhefðbundnu sniði

Fyrirtæki og þjónustuaðilar Stykkishólms voru ekki heimsótt þetta árið í tilefni öskudagsins með tilheyrandi skrúðgöngu og söng. Gangan hefur verið fastur liður á öskudaginn í 35 ár og verður gaman að sjá til hennar að ári liðnu. Fyrirtæki studdu engu að síður skemmtun sem fór fram á skólatíma með glaðning sem afhentur var í lok skóladags.
19.02.2021
Laus störf í leikskólanum í Stykkishólmi
Fréttir

Laus störf í leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður leikskólakennara eina frá 1. apríl og aðra frá 1. júní 2021. Einnig kemur til greina afleysingarstaða í sumar.
19.02.2021
Opinn íbúafundur: Leggjum línurnar fyrir framtíð Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls
Fréttir

Opinn íbúafundur: Leggjum línurnar fyrir framtíð Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Snæfellsbæjar, Ferðamálasamtaka Snæfellsness, Minjastofnunar Íslands og Náttúrustofu Vesturlands unnið að endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Opinn rafrænn íbúafundur verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 17:30-19:30 í gegnum Teams. Fólk er beðið um að skrá sig á fundinn á vef Umhverfisstofnunar í síðasta lagi þriðjudaginn 23. febrúar.
18.02.2021
Íþróttamaður Snæfells 2020
Fréttir

Íþróttamaður Snæfells 2020

Anna Soffía Lárusdóttir hefur verið valin Íþróttamaður Umf. Snæfells árið 2020.
18.02.2021
Stykkishólmsbær býður öllum í sund á morgun 17. febrúar!
Fréttir

Stykkishólmsbær býður öllum í sund á morgun 17. febrúar!

Miðvikudaginn 17. febrúar bjóða sveitarfélög um allt land frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins sem er ?Hreyfðu þig daglega?. Að fara í sund, taka 100 metrana eða bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd!
16.02.2021
Hvatning til eldri borgara: Förum í sund!
Fréttir

Hvatning til eldri borgara: Förum í sund!

Verkefnið heilsuefling eldri borgara í Stykkishólmi, sem hófst haustið 2018, hefur vakið verðskuldaða athygli víðs vegar um landið og verið öðrum hvatning til að huga betur að heilsueflingu og lýðheilsu eldri borgara. Í Stykkishólmi er til staðar öflugur mannauður og einstaklega góðir innviðir til þess að við getum áfram staðið okkur vel í þessum málaflokki. Íþróttamannvirkin, þ.m.t. sundlaugin, er hluti af þeim innviðum þar sem fjölmargir möguleikar eru til fjölbreyttrar sundiðkunar og æfinga.
12.02.2021
Hinsegin Vesturland
Fréttir

Hinsegin Vesturland

Hinsegin Vesturland verður stofnað með formlegum hætti í dag 11. febrúar kl. 20:00.
11.02.2021
Snjókarladagur
Fréttir

Snjókarladagur

Snjórinn sem féll í miklu magni til jarðar hér í gær var vel nýttur í dag. Hópur fór að venju í skóginn og naut þess að vera í gjörbreyttu landslagi þar að leik og á leikskólalóðinni urðu til tröllvaxnir snjókarlar sem eftir var tekið.
11.02.2021
112 dagurinn
Fréttir

112 dagurinn

Í dag er 112 dagurinn en hann er haldinn árlega 11. febrúar (11.2). 112 dagurinn er samstarfsverkefni stofnana og félagasamtaka sem annast margvíslega neyðarþjónustu, almannavarnir og barnavernd í landinu. 112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að aðeins þarf að kunna þetta einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð.
11.02.2021
Skipulagsdagur 8. febrúar
Fréttir

Skipulagsdagur 8. febrúar

Á skipulagsdeginu 8. febrúar var bæði unnið að innra mati leikskólans og farið í skyndihjálp.
11.02.2021
Getum við bætt efni síðunnar?