Fréttir
Öskudagur með óhefðbundnu sniði
Fyrirtæki og þjónustuaðilar Stykkishólms voru ekki heimsótt þetta árið í tilefni öskudagsins með tilheyrandi skrúðgöngu og söng. Gangan hefur verið fastur liður á öskudaginn í 35 ár og verður gaman að sjá til hennar að ári liðnu. Fyrirtæki studdu engu að síður skemmtun sem fór fram á skólatíma með glaðning sem afhentur var í lok skóladags.
19.02.2021