Fréttir
Hjólað í vinnuna 2023 hefst 3. maí
Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2023 hefjist í tuttugasta og fyrsta sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 3. - 23. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 19. apríl og eru allir hvattir til að skrá sig til leiks. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 23. maí. Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn ljúfi og ávalt mikilvægat að huga vel að heilsunni og sinni daglegu hreyfingu. Fyrirtæki og stofnanir eru nú hvött til drífa í því að skrá vinnustaðinn til leiks og hvetja þannig allt starfsfólk til að vera með. Nauðsynlegt er fyrir vinnustaði landsins að huga vel að starfsandanum og er verkefnið góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman.
28.04.2023