Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Hjólað í vinnuna 2023 hefst 3. maí
Fréttir

Hjólað í vinnuna 2023 hefst 3. maí

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2023 hefjist í tuttugasta og fyrsta sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 3. - 23. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 19. apríl og eru allir hvattir til að skrá sig  til leiks. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 23. maí. Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn ljúfi og ávalt mikilvægat að huga vel að heilsunni og sinni daglegu hreyfingu. Fyrirtæki og stofnanir eru nú hvött til drífa í því að skrá vinnustaðinn til leiks og hvetja þannig allt starfsfólk til að vera með. Nauðsynlegt er fyrir vinnustaði landsins að huga vel að starfsandanum og er verkefnið góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman.
28.04.2023
Ásbyrgi
Fréttir Laus störf

Laus staða forstöðumanns Ásbyrgis í Sveitarfélaginu Stykkishólmi

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns í „Ásbyrgi“, vinnu- og hæfingarstöð fólks með skerta starfsgetu.U msóknarfrestur er til 20. maí 2023.
28.04.2023
Stóri plokkdagurinn 2023
Fréttir

Stóri plokkdagurinn 2023

Stóri plokkdagurinn verður haldinn um land allt sunnudaginn 30. apríl næstkomandi. Er það í sjötta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur. Snæfellingar láta sitt ekki eftir liggja en víða hefur ruslatínsla og umhverfishreinsun verið skipulögð í tilefni dagsins. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og Umhverfisvottun Snælfellsness hvetja íbúa til að plokka og fegra nærumhverfi sitt í tilefni af stóra plokkdeginum sunnudaginn 30. apríl.
26.04.2023
Leikskólinn í Stykkishólmi
Fréttir

Laus staða við ræstingar í Leikskólanum í Stykkishólmi

Laus er staða við ræstingar í Leikskólanum í Stykkishólmi frá 8. ágúst 2023. Vinnutími er frá kl. 12:30-17:00. Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefur Elísabet Lára Björgvinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 433-8128 og á netfanginu leikskóli@stykkisholmur.is
26.04.2023
Vilt þú vinna úti í fallegu umhverfi og góðu veðri?
Fréttir

Vilt þú vinna úti í fallegu umhverfi og góðu veðri?

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir eftir starfsfólki í Þjónustumiðstöð, flokkstjórum og aðstoðar- og stuðningsfólk við sumarnámskeið sumarið 2023. Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.
25.04.2023
Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík
Fréttir Stjórnsýsla Skipulagsmál

Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík

Þann 18. apríl sl. samþykkti bæjarstjórn sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsvæðið tekur til um 4,5 ha reits, sem í aðalskipulagi er að mestu skilgreindur sem hafnarsvæði. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að skilgreina skynsamlega nýtingu núverandi innviða og framtíðarmöguleika til uppbyggingar á svæðinu
25.04.2023
Sumarafleysing í íþróttamiðstöð Stykkishólms
Fréttir Laus störf

Sumarafleysing í íþróttamiðstöð Stykkishólms

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar eftir að ráða tvo sundlaugarverði, eina konu og einn karl, til sumarafleysinga í íþróttamiðstöð Stykkishólms. Um er að ræða tímabundna 100% sumarafleysingu frá 15. maí til lok ágústmánaðar. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
24.04.2023
Hopp hjól í Stykkishólmi
Fréttir

Hopp hjól í Stykkishólmi

Rafskútuleigan Hopp opnaði þjónustu sína í Stykkishólmi í dag, en Hopp býður upp á skammtímaleigu á rafskútum/rafdrifnum hlaupahjólum. Markmið sveitarfélagsins með þessu er að auðvelda íbúum og gestum að komast ferða sinna með umhverfisvænum hætti. 
18.04.2023
Sumar í Stykkishólmi
Fréttir

Sumardagurinn fyrsti í Stykkishólmi

Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur um land allt fimmtudaginn 20. apríl 2023. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla mun standa fyrir fuglabingói fyrir börn í tilefni þess að nú stendur yfir ljósmyndasýningin Fuglar á Snæfellsnesi eftir Daníel Bergmann. Einnig verður boðið upp á ratleik sem hefst við Norska húsið. Ratleikur og bingó hefjast kl. 13:00.  Að loknum ratleik verður boðið upp á grillaðar pylsur við Norska húsið.
18.04.2023
12. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

12. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

12. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 18. apríl kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
11.04.2023
Getum við bætt efni síðunnar?