Fréttir
Kvikmyndatökur í Stykkishólmi
Fimmtudaginn 23. febrúar verða teknar upp senur fyrir kvikmyndina Snerting í Stykkishólmi. Kvikmyndað verður við Skólastíg 8 og þarf að loka Skólastígnum fyrir umferð um stund eftir hádegi vegna þessa. Þá verða einnig teknar upp senur á dvalarheimili aldraðra í góðu samstarfi við íbúa og starfsfólk. Fyrirtækið RVK Studios stendur fyrir tökum.
22.02.2023