Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Skólastígur
Fréttir

Kvikmyndatökur í Stykkishólmi

Fimmtudaginn 23. febrúar verða teknar upp senur fyrir kvikmyndina Snerting í Stykkishólmi. Kvikmyndað verður við Skólastíg 8 og þarf að loka Skólastígnum fyrir umferð um stund eftir hádegi vegna þessa. Þá verða einnig teknar upp senur á dvalarheimili aldraðra í góðu samstarfi við íbúa og starfsfólk. Fyrirtækið RVK Studios stendur fyrir tökum.
22.02.2023
Laus til umsóknar staða skólastjóri grunnskóla og tónlistarskóla
Fréttir Laus störf

Laus til umsóknar staða skólastjóri grunnskóla og tónlistarskóla

Leitað er að leiðtoga með mikinn metnað fyrir menntun barna og unglinga sem hefur framsækna sýn á skólastarf og hlutverk stjórnendateymisins við skólana og samvinnu þess. Lögð er áhersla á öfluga skólaþróun, hvetjandi starfsumhverfi fyrir nemendur og starfsfólk og samstarf við aðila skólasamfélagsins.
22.02.2023
Stykkishólmur
Fréttir Laus störf

Forstöðumaður Miðstöðvar öldrunarþjónustu

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir eftir forstöðumanni í nýtt starf til þess að veita forstöðu og leiða stofnun nýs sviðs öldrunar og stoðþjónustu í sveitarfélaginu og innleiðingu á stefnumörkun starfshóps um þjónustu við einstaklinga 60 ára og eldri. Með stofnun miðstöðvarinnar er fyrsta skrefið tekið við að vinna markvisst að því að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. félagslegrar og heilbrigðislegrar heimaþjónustu, hvíldarinnlagna, félagsstarfs og fleiri þjónustuþætti eldra fólks.
22.02.2023
10. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

10. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

Tíundi fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal.
21.02.2023
Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
21.02.2023
Öskudagur í Stykkishólmi
Fréttir

Öskudagur 2023

Miðvikudaginn 22. febrúar rennur upp hinn sívinsæli Öskudagur, sem jafnan er mikið tilhlökkunarefni barna víðsvegar um landið. Dagurinn verður með hefðbundnu sniði í Stykkishólmi í ár.
20.02.2023
Stykkishólmsvegur grafinn í sundur
Fréttir

Framkvæmdir við Stykkishólmsveg

Framkvæmdir standa nú yfir við Stykkishólmsveg, á milli Fákaborgar og Hamraenda. Greint var frá því á vef sveitarfélagsins að til stæði að taka veginn í sundur til að endurnýja rör sem hefur fallið saman og hleypa þannig vatninu sem safnast hefur upp sína leið.
17.02.2023
Mynd af facebook: Ægir Breiðfjörð.
Fréttir

Stykkishólmsvegur tekinn í sundur vegna vatnavaxta

Föstudagsmorguninn, 17. febrúar kl. 9:00, verður Stykkishólmsvegur tekinn í sundur vegna vatnavaxta ofan við kirkjugarð, milli Fákaborgar og Hamraenda. Vegurinn verður grafinn í sundur svo hægt sé að endurnýja rör sem hefur fallið saman og helypa þannig vatninu sína leið.  Hjáleið um Arnarborg og Nýrækt verður opin á meðan framkvæmdum stendur og ættu því allir sem þurfa að komast leiðar sinnar.
16.02.2023
Stykkishólmur
Fréttir

Opnir fundir stjórnmálaflokka í Stykkishólmi

Í dag, miðvikudaginn 15. febrúar, halda tveir stjórnmálaflokkar opna fundi í Stykkishólmi þar sem Hólmurum og öðrum gefst kostur á að ræða málefni líðandi stundar. Framsóknarflokkurinn býður til hádegisfundar kl. 12.00 á Fosshótel Stykkishólmi í dag. Á staðnum verða Ásmundur Einar, Halla Signý og Þórarinn Ingi.
15.02.2023
Opinn fundur 13. febrúar á Hótel fransiskus
Fréttir

Opinn fundur með Bjarna Jónssyni og Svandísi Svavarsdóttur í Stykkishólmi

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, og Bjarni Jónsson, oddviti Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi og formaður Utanríkismálanefndar, halda opinn fund í sal Hótel Fransiskus í Stykkishólmi, mánudagskvöldið 13. febrúar kl 20:00.
08.02.2023
Getum við bætt efni síðunnar?