Fréttir
Nýtt nafn sveitarfélagsins samþykkt
Fimmtudaginn 26. janúar samþykkti bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar nýtt nafn sveitarfélagsins. Haldin var hugmyndasamkeppni sl. sumar þar sem öllum var gefin kostur á að senda inn sína hugmynd að nafni á sveitarfélagið, alls bárust 73 tillögur. Bæjarstjórn samþykkti að senda átta álitlegar tillögur til umsagnar Örnefnanefndar. Af þeim nöfnum sem Örnefnanefnd fékk til umsagnar taldi nefndin nöfnin Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur falla best að nafngiftahefð í landinu. Á níunda fundi bæjarstjórnar, 26. janúar, var nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur samþykkt.
27.01.2023