Fréttir
Heilsudagar í Hólminum - Komdu og vertu með
Heilsudagar í Hólminum eru haldnir dagana 21. - 30. september í tilefni af íþróttaviku Evrópu sem haldin víðsvegar um álfuna í september á ári hverju. Markmið vikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja íbúa til þess að hreyfa sig reglulega.
19.09.2023