Fréttir
Framkvæmdir í Súgandisey
Eins og þekkt er hefur sveitarfélagið fengið rausnarlega styrki úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og framkvæmda í Súgandisey. Í upphafi fékkst tæplega 4 milljóna króna styrkur fyrir hönnunarsamkeppni á útsýnisstað í Súgandisey, efnt var til samkeppni og varð tillagan Fjöregg hlutskörpust í þeirri keppni. þegar vinningstillagan lá fyrir fékk sveitarfélagið tæpar 25 milljónir króna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til deiliskipulagsgerðar og við gerð útsýnissvæðis á Súgandisey. Síðar fékk sveitarfélagið annan styrk, tæpar 16 milljónir, úr sjóðnum fyrir áframhaldandi vinnu í samræmi við vinningstillöguna.
23.08.2023