Fara í efni

Ungmennahús

Málsnúmer 1810035

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 17. fundur - 12.03.2021

Umræður um starfsemi Ungmennahúss.
Ungmennaráð ræddi hvort tímabært væri að opna húsið aftur eftir takmarkanir vegna COVID. Áhugi á því og verður ungmennaráðið í sambandi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa með tillögur að fyrirkomulagi.

Ungmennaráð - 18. fundur - 03.11.2021

Umræður um Ungmennahúsið.
Ráðið hefur fullan hug á að opna ungmennahúsið sem fyrst og allir í ráðinu tilbúnir að taka ábyrgð í húsinu og skipta á milli sín viðveru í opnunum. Niðurstaða fundar að fundarmenn hleri ungmenni með heppilegan opnunartíma og tillögur að viðburðum. Þeim tillögum verði svo komið til tómstunda- og æskulýðsfulltrúa sem mun í samstarfi við ráðið auglýsa opnanir.

Ungmennaráð - 1. fundur - 29.11.2022

Umræður um ungmennahús og viðbuðri.
Umræður áttu sér stað um ungmennahús og viðburði. Tillaga um opnun ungmennahúss einu sinni í viku kom fram. Umræður sköpuðust einnig um ýmsa viðburði eins og t.d. Danska daga. Ungmennaráðið er tilbúið til að bjóða sig fram til að starfa með Stykkishólmsbæ og Félagi atvinnulífs í Stykkishólmi við skipulagningu viðburða og við þá vinnu sem þeir fela í sér.
Getum við bætt efni síðunnar?