Fara í efni

Ungmennaráð

1. fundur 29. nóvember 2022 kl. 16:00 - 17:47 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Halldóra Margrét Pálsdóttir aðalmaður
  • Sindri Þór Guðmundsson aðalmaður
  • Helga María Elvarsdóttir aðalmaður
  • Heiðrún Edda Pálsdóttir aðalmaður
  • Oddfreyr Atlason aðalmaður
  • Helga Sóley aðalmaður
  • Signý Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Magnús Ingi Bæringsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Erindisbréf ungmennaráðs

Málsnúmer 2209013Vakta málsnúmer

Erindisbréf ungmennaráðs lagt fram til kynningar.
Erindisbréf ungmennaráðs var lagt til kynningar og það samþykkt. Umræða átti sér stað um skipan formannsefnis fyrir ungmennaráð af bæjarfulltrúum. Samráð var ekki haft við ungmennaráðið um fyrirhugaða breytingu á erindisbréfi.

2.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lögð fram til kynningar.
Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar var kynnt. Umræður áttu sér stað um tillögur sem koma fram í henni. Ýmsar aðrar hugmyndir komu einnig fram, t.d. :

Hringtorg við gatnamót Silfurgötu og Lágholts
Hringtorg við gatnamót Silfurgötu, Skólastígs og Árnatúns
Kantsteinar á bílastæði við Bónus við Borgarbraut til að hindra akstur yfir gangstétt
Útsýnispallur meðfram sjónum við Hafnargötu, þar sem beygjan kemur af Silfurgötu

3.Kosning formanns, varaformanns og ritara

Málsnúmer 2211039Vakta málsnúmer

Samkvæmt erindisbréfi skal ungmennaráð kjósa sér ritara og varaformann á fyrsta fundi auk þess að leggja til formannsefni ráðsins við bæjarstjórn.
Allt ráðið var sammála um það að Heiðrún Edda yrði formaður, Sindri Þór varaformaður og Halldóra Margrét ritari.

4.Tilnefning áheyrnafulltrúa í nefndir og ráð Stykkishólmbæjar

Málsnúmer 2011004Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tilnefnir áheyrnarfulltrúa í eftirfarandi nefndir:

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd
Safna- og menningamálanefnd
Skipulagsnefnd
Skóla- og fræðslunefnd
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd
Velferðar- og jafnréttisnefnd
Æskulýðs- og íþróttanefnd
Ráðið tilnefnir eftirfarandi fulltrúa í nefndir:
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd = Oddfreyr Ágúst
Æskulýðs- og íþróttanefnd = Heiðrún Edda
Velferðar- og jafnréttisnefnd = Helga Sóley
Skóla- og fræðslunefnd = Helga María
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd = Sindri Þór
Skipulagsnefnd = Signý Ósk
Safna- og menningamálanefnd = Halldóra Margrét Pálsdóttir

5.Fundaráætlun ungmennaráðs

Málsnúmer 2011003Vakta málsnúmer

Samkvæmt erindisbréfi skal ráðið samþykkja fastákveðin fundartíma.
Ráðið kom sér saman um að funda næst í janúar og áætlaður fundardagur er 10. janúar. Ráðið var sammála því að eiga í samskiptum ef fundartímanum þyrfti að breyta.

6.Ungmennahús og viðburðir

Málsnúmer 1810035Vakta málsnúmer

Umræður um ungmennahús og viðbuðri.
Umræður áttu sér stað um ungmennahús og viðburði. Tillaga um opnun ungmennahúss einu sinni í viku kom fram. Umræður sköpuðust einnig um ýmsa viðburði eins og t.d. Danska daga. Ungmennaráðið er tilbúið til að bjóða sig fram til að starfa með Stykkishólmsbæ og Félagi atvinnulífs í Stykkishólmi við skipulagningu viðburða og við þá vinnu sem þeir fela í sér.

7.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum. Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélasg Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Farið var yfir fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2023, með áherslu á fjárhagsáætlanir fyrir félagsmiðstöð, íþróttamiðstöð og tónlistarskóla. Ungmennaráðið vill leggja áherslu á aukið fjármagn til hópferðabifreiða fyrir félagsmiðstöðina X-ið.

Fundi slitið - kl. 17:47.

Getum við bætt efni síðunnar?