Fara í efni

Ungmennaráð

18. fundur 03. nóvember 2021 kl. 16:30 - 18:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Halldóra Margrét Pálsdóttir varamaður
  • Oddfreyr Atlason varamaður
  • Bjarni Þormar Pálsson aðalmaður
  • Sigurður Mar Magnússon aðalmaður
  • Helga María Elvarsdóttir aðalmaður
  • Heiðrún Edda Pálsdóttir aðalmaður
  • Ingimar Þrastarson varamaður
  • Emilía Ósk Olsen aðalmaður
  • Ívar Leó Hauksson varaformaður
Starfsmenn
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
  • Jakob Björgvin Jakobsson
Fundargerð ritaði: Halldóra Pálsdóttir ritari
Dagskrá

1.Erindisbréf ungmennaráðs

Málsnúmer 1810002Vakta málsnúmer

Magnús Ingi Bæringsson, Æskulýðs- og tómstundafulltrúi, gerir grein fyrir erindisbréfi ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.

2.Kosning formanns, varaformanns og ritara ungmennaráðs

Málsnúmer 1912019Vakta málsnúmer

Kosning formanns, varaformans og ritara ungmennaráðs.
Kosning í embætti var samþykkt samhljóma. Formaður Heiðrún Edda Pálsdóttir, varformaður Oddfreyr Atlason, ritari Halldóra Pálsdóttir.

3.Tilnefning áheyrnafulltrúa í nefndir og ráð Stykkishólmbæjar

Málsnúmer 2011004Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tilnefnir áheyrnarfulltrúa í eftirfarandi nefndir:

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd
Safna- og menningamálanefnd
Skipulags- og byggingarnefnd
Skóla- og fræðslunefnd
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd
Velferðar- og jafnréttisnefnd
Æskulýðs- og íþróttanefnd
Tilnefningar voru sem hér segir:

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd, Emilía Ósk Olsen
Safna- og menningamálanefnd, Helga María Elvarsdóttir
Skipulags- og byggingarnefnd, Ingimar Þrastarson
Skóla- og fræðslunefnd, Halldóra Margrét Pálsdóttir
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd, Oddfreyri Atlason
Velferðar- og jafnréttisnefnd, Sigurður Mar Magnússon
Æskulýðs- og íþróttanefnd, Heiðrún Edda Pálsdóttir

Ráðið tilnefndi einnig í ungmennaráð Vesturlands sem er á vegum SSV en óskað hefur verið eftir tilnefningu fyrir 17. nóvember. Fyrirhugað að halda fund ungmennaráðs vesturland í Ráðhúsinu í Stykkishólmi. Formaður Heiðrún Edda Pálsdóttir var tilnefnd í ungmennaráð vesturlands fyrir hönd ungmennaráðs Stykkishólmsbæjar.

4.Ungmennahús

Málsnúmer 1810035Vakta málsnúmer

Umræður um Ungmennahúsið.
Ráðið hefur fullan hug á að opna ungmennahúsið sem fyrst og allir í ráðinu tilbúnir að taka ábyrgð í húsinu og skipta á milli sín viðveru í opnunum. Niðurstaða fundar að fundarmenn hleri ungmenni með heppilegan opnunartíma og tillögur að viðburðum. Þeim tillögum verði svo komið til tómstunda- og æskulýðsfulltrúa sem mun í samstarfi við ráðið auglýsa opnanir.

5.Ungmennaþing Vesturlands 11.-13. mars 2022

Málsnúmer 2111002Vakta málsnúmer

Umræður um ungmennaþing Vesturlands sem haldið verður dagana 11.-13. mars 2022.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6.Fundaráætlun ungmennaráðs

Málsnúmer 2011003Vakta málsnúmer

Samkvæmt erindisbréfi skal ráðið samþykkja fastákveðin fundartíma.
Fundartími var ákveðin fyrsti miðvikudagur hvers mánaðar kl. 16:15.

7.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til umsagnar gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, í samræmi við afgreiðslu 632. fundar bæjarráðs, eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þar sem þeim var vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar.
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri fór yfir gjaldskrá og komu engar athugasemdir. Spurt var út í gjald fyri að kaupa sig inn í búseturéttaríbúðir um 6 milljónir og greiðslu fyrir leigu. Velt upp hversvegna fólk væri látið greiða innborgun og leigu. Bæjarstjóri gerði grein fyrir ástæðu. Umræða varð um möguleika á öðrum útfærslum um greiðslu að íbúðum fyrir eldri borgara. Spurt var fyrir um hátt gjald á stökum tíma að sundlaug. Bæjarstjór fór yfir ástæðu og fyrirkomulag gjaldskrá sundlaugar. Engar athugasemdir voru gerðar við gjaldskrá.

8.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025, í samræmi við afgreiðslu 632. fundar bæjarráðs, eins og hún var samþykkt á 403. fundi bæjarstjórnar þar sem henni var vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar.
Jakob Björgvin, bæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlanir. Ungmennaráðið gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun. Fundurinn óskaði þó eftir lengri frest til að kynna sér fjárhagsáætlunina nánar og fyrirvara um að fá frest fram að síðari umræðu að koma með athugasemdir komi þær upp við nánari skoðun fundarmanna. Ráðið bendir þó á að ekki sé gert ráð fyrir sérstöku fjármagni til rekstur ungmennahúss þrátt fyrir óskir um það frá síðasta ungmennaráði. Ráðið hvetur bæjarstjórn til þess að endurskoða það og tryggja fast fjármagn til starfsins þannig að ráðið vita hverju það getur ráðstafað til opnunar á ungmennahúsinu Eyjunni.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?