Fara í efni

Heilsuefling eldri borgara í Stykkishólmi

Málsnúmer 1907014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Lögð fram til kynningar skýrsla um viðbót við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi og heilsueflingu 60 ára og eldri í kjölfar COVID-19.

Stykkishólmsbær sótti um styrk til félagsmálaráðuneytisins vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021, sökum COVID-19. Bærinn hlaut styrk að fjárhæð 304.300 kr. og er markmiðið að koma upplýsingum og aðstöðu fyrir á 9 stöðvum á heilsustíg við Grensás og Þröskulda. Hluti verkefnisins var að framleiða rafræn æfingamnydbönd sem nýttust vel þegar samkomutakmarkanir voru ríkjandi og nýtast áfram í þessu verkefni þar sem sett verða upp skilti á æfingastöðvunum með QR kóða sem vísar í myndböndin.
Framlagt til kynningar.

Bæjarstjórn - 408. fundur - 24.02.2022

Lögð fram til kynningar skýrsla um viðbót við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi og heilsueflingu 60 ára og eldri í kjölfar COVID-19.

Stykkishólmsbær sótti um styrk til félagsmálaráðuneytisins vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021, sökum COVID-19. Bærinn hlaut styrk að fjárhæð 304.300 kr. og er markmiðið að koma upplýsingum og aðstöðu fyrir á 9 stöðvum á heilsustíg við Grensás og Þröskulda. Hluti verkefnisins var að framleiða rafræn æfingamnydbönd sem nýttust vel þegar samkomutakmarkanir voru ríkjandi og nýtast áfram í þessu verkefni þar sem sett verða upp skilti á æfingastöðvunum með QR kóða sem vísar í myndböndin.
Framlagt til kynningar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 9. fundur - 26.01.2023

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki, í samræmi við framlagða greinargerð, að sveitarfélagið styðji áfram við eflingu heilsu og velferð eldra fólks með því að styrkja íbúa í sveitarfélaginu 67 ára og eldri um árskort í sund árið 2023 og 2024.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Getum við bætt efni síðunnar?