Fara í efni

Skýrsla starfshóps um framtíð Ljósmyndasafns Stykkishólms

Málsnúmer 2006029

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 111. fundur - 04.11.2020

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíð ljósmyndasafns Stykkishólms.
Safna- og menningarmálanefnd tekur undir tillögur sem koma fram í skýrslu starfshóps um framtíð Ljósmyndasafns Stykkishólms og vísar skýrslunni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Lagt er til að næsti fundur Safna- og menningarmálanefndar verði í janúar.

Safna- og menningarmálanefnd - 113. fundur - 10.03.2021

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíð ljósmyndasafns Stykkishólms. Bæjarráð þakkaði, á 620. fundi sínum, starfshóponum fyrir vel unna skýrslu og samþykkti að boða starfshópinn á fund bæjarráðs til þess kynna niðurstöður sínar.
Safna- og menningarmálanefnd veltir upp stöðu málsins og hvetur bæjarráð til að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 630. fundur - 19.08.2021

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíð ljósmyndasafns Stykkishólms. Á 111. fundi safna- og menningarmálanefndar tók nefndin undir þær tillögur sem koma fram í skýrslu starfshóps um framtíð Ljósmyndasafns Stykkishólms og vísaði skýrslunni til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkti á 620. fundi sínum að boða starfshópinn á fund bæjarráðs til þess kynna niðurstöður sínar.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir sýn störf og yfirferð.

Bæjarráð vísar skýrslunni til frekari vinnslu í bæjarráði.
Getum við bætt efni síðunnar?