Fara í efni

Bæjarráð

630. fundur 19. ágúst 2021 kl. 17:00 - 19:46 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) varamaður
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 16

Málsnúmer 2108002FVakta málsnúmer

Lögð fram 16. fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

2.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 55

Málsnúmer 2108001FVakta málsnúmer

Lögð fram 55. fundargerð umhverfis- og náttúruverndarnefndar
Lagt fram til kynningar.

3.Umsókn um lóð - Aðalgata 16

Málsnúmer 2106034Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Júlíusar Þórs Júlíussonar um lóðina Aðalgötu 16.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Júlíusi Júlíussyni lóðini Aðalgata 16, samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða hjá Stykkishólmsbæ, með þeim fyrirvara að enginn sæki um lóðina innan auglýsingafrests, sem veittur er til 30. ágúst 2021, en lóðin verður auglýst laus til úthlutunar á heimasíðu Stykkishólmsbæjar til þess tíma.

4.Skólastefna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1610019Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi skóla- og fræðslunefndar lagði skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi til að skólanefnd taki afstöðu til þess hvort vinna eigi nýja skólastefnu fyrir Stykkishólmsbæ eða hvort framlengja eigi núverandi stefnu.

Skóla- og fræðslunefnd leggur til að núverandi stefna verði framlengd til 2023.
Bæjarráð samþykkti á 624. fundi sínum að fresta ákvörðun um endurskoðun á skólastefnu til haustsins 2021.
Bæjarráð vísar málinu til næsta fundar.

5.Skýrsla starfshóps um framtíð Ljósmyndasafns Stykkishólms

Málsnúmer 2006029Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíð ljósmyndasafns Stykkishólms. Á 111. fundi safna- og menningarmálanefndar tók nefndin undir þær tillögur sem koma fram í skýrslu starfshóps um framtíð Ljósmyndasafns Stykkishólms og vísaði skýrslunni til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkti á 620. fundi sínum að boða starfshópinn á fund bæjarráðs til þess kynna niðurstöður sínar.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir sýn störf og yfirferð.

Bæjarráð vísar skýrslunni til frekari vinnslu í bæjarráði.

6.Færsla hjúkrunarheimilis og staða framkvæmda við HVE Stykkishólmi

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Heilbrigðisráðuneytinu vegna flutnings á starfsemi hjúkrunarheimilisins frá Skólastíg að Austurgötu 7. Bæjarstjóri gerir jafnframt grein fyrir starfsemi eldhússins vegna þeirra framkvæmda sem standa yfir á Austurgötu 7. Þá kemur á fund bæjarráðs fulltrúi frá Eflu verkfræðistofu og gerir grein fyrir yfirstandandi framkvæmdum og áhrifum þeirra á starfsemi eldhússins.
Kristín Hannesdóttir, forstöðumaður Dvalarheimilisins, og Orri Jónsson frá Eflu verkfræðistofu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarstjóra falið að funda með starfsfólki Dvalarheimilisins ásamt Kristínu Hannesdóttur, forstöðumanni, um stöðu verkefnisins, ásamt oddvitum allra lista í bæjarstjórn.

7.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2021

Málsnúmer 2010016Vakta málsnúmer

Á 629. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga hafnarvarðar um breytingu/lagfæringu á orðalagi í gjaldskrá Stykkishólmshafnar.

Tölvupóstur var sendur á Hafnarstjórn þar sem nefndarmönnum var gefin kostur á að gera athugasemdir, en engar bárust.

Bæjarráð samþykkti tillögu að breytingu á 14. gr. gjaldskrár Stykkishólmshafnar í samræmi við framlögð gögn og vísaði til seinni umræðu.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á gjaldskrá.

8.Breytinga á deiliskipulagi - Hjallatangi 48

Málsnúmer 2105025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi þar sem lóðarhafar að Hjallatanga 48 hafa skilað inn lóðinni.

Í ljósi þess að lóðinni hefur við skilað leggur Bæjarstjóri til, í samræmi við ábendingar og umræður, m.a. í umhverfisgöngunni 12. ágúst sl., að afturkalla núverandi tillögur að breytingum á skipulagi lóðarinnar og að Stykkishólmsbær hafi frumkvæði að breytingu á skipulagi lóðarinnar áður en hún verði auglýst að nýju laus til úthlutunar.
Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

9.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkiti á 629. fundi sínum að hefja vinnu á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs bæjarstjóra og að skipa starfshóp um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi. Bæjarráð kallaði eftir skipun fulltrúa frá Byggðastofnun og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í starfshópinn. Aðilar í samráði við starfshópinn setja í framhaldinu hópnum erindisbréf byggt á minnisblaði bæjarstjóra. Bæjarráð skipaði jafnframt bæjarstjóra og formann atvinnu- og nýsköpunarnefndar sem fulltrúa Stykkishólmsbæjar í starfshópinn.

Lögð eru fram svarbréf frá Byggðastofnun og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, ásamt drögum að erindisbréfi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi og býður starfshópinn velkominn til starfa.

10.Málefni Eldfjallasafns

Málsnúmer 2005036Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fer yfir stöðu Eldfjallasafnsins í Stykkishólmi.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir því að munir Eldfjallasafnsins hafa nú verið fluttir úr húsnæði Stykkishólmsbæjar við Aðalgötu 6 og ljóst að starfsemi safnsins er lokið í Stykkishólmi. Fyrir liggur að móta þurfi framtíðarsýn fyrir húsnæðið, Aðalgötu 6, en beðið er eftir verkfræðiskýslu um ástand húsnæðisins.

Vísað til frekari vinnslu í bæjarráði.

11.Lóðaframboð í Stykkishólmi

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á 629. fundi sínum að hefja vinnu við breytingar á lóðum og skipulagi í samræmi við niðurstöður borana í Víkurhverfi og minnisblaði frá Verkís hf. Á fund bæjarráðs koma fulltrúar frá Verkís verkfræðistofu í samræmi við bókun síðasta fundar bæjarráðs.
Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, sat fund bæjarráðs undir þessum lið, ásamt Önnu Maríu Þráinsdóttur, Ásgeiri Guðmundssyni og Guðmundi Jónssyni frá Verkís.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samráði við bæjarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.

12.Umhverfisganga bæjarstjóra

Málsnúmer 1904032Vakta málsnúmer

Góð þátttaka var í umhverfisgönguna í ár en alls tóku vel á annað hundruð íbúa þátt í göngunni. Tilgangur göngunnar er að efna til samtals um nánasta umhverfi, hvað megi betur fara í frágangi og umhirðu bæjarins auk þess að miðla upplýsingum frá Stykkishólmsbæ um framkvæmdir. Fjölmargar gagnlegar ábendingar bárust, auk þess má út frá þeim umræðum sem áttu sér stað í göngunni gera sér hug um hvað íbúum finnst að betur mætti fara í almennri umhirðu bæjarins og haga verkefnum í samræmi við það. Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust í göngunni í ár ásamt athugasemdum frá göngunni 2018.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna nánar úr ábendingum, leggja fyrir fastanefndir og eftir atvikum að hrinda viðeigandi ábendingum í framkvæmd.

13.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2021-2024 - endurröðun fjárfestinga

Málsnúmer 2108013Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárfestingaáætlun Stykkishólmsbæjar 2021.
Jón Salómon Bjarnason, starfsmaður eignarsjóðs bæjarins, kom til fundar við bæjarráð til þess að gera grein fyrir helstu framkvæmdum og viðhaldi á eignum bæjarins og svara spurningum.

Bæjarráð samþykkir breytingar á fjárfestingaráætlun þannig að gatangerðargjöld hækki um 12 milljónir til viðbótar við áður samþykktar 15 millj. hækkun á gatnagerð, sem tekið verður af öðrum sundurliðuðum framkvæmdaverkefnum, þó þannig að heildarfjárfesting samkvæmt fjárfesatingaráætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2021 verður óbreytt. Verður tekið mið af þessari ákvörðun í viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2021-2024.

14.Starfshópur um verslunar- og atvinnusögu Stykkishólms

Málsnúmer 2105014Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði til við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að skipaður yrði starfshópur sem hefði það verkefni að leggja fram tillögur og hugmyndir um hvernig gera mætti skil verslunar- og atvinnusögu Stykkishólms umliðnar tvær aldir og tengingu bæjarins við samfélag og atvinnulíf við Breiðafjörð, þ.m.t. nytjum Breiðafjarðar. Lögð verði áhersla á að gera sýnilega bæjarbúum og ferðafólki þá þýðingu sem Stykkishólmur hefur haft sem verslunar- og samgöngumiðstöð við samfélagið við Breiðafjörð sem oft hefur verið nefnt "matarkistan Breiðafjarðar". Bæjarstjórn samþykkti tillöguna og fól bæjarstjóra að útbúa drög að erindisbréfi sem nú eru lagt fram. Bæjarstjórn samþykkti, á 400. fundi sínum, erindisbréfið og vísaði skipun í starfshópinn til bæjarráðs.
Bæjarráð skipar eftirtalda í starfshópinn í samræmi við umboð frá bæjarstjórn:

- Skarphéðinn Steinarsson, formaður
- Anna Melsteð
- Gísli Sveinn Grétarsson

Bæjarráð samþykkir að framlengja skilafrest starfshópsins til 10. desember 2021.

15.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir fastanefnda Stykkishólmsbæjar vegna umferðaröryggisáætlunar ásamt breytingartillögu frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd.
Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar umsögnum fastanefnda og ábendingum íbúa til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd.

16.Framtíð Breiðafjarðar, samantekt og niðurstöður

Málsnúmer 2011035Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Umhverfis- og náttúruverndarnefndar vegna skýrslu Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar.
Bæjarráð samþykkir að senda umsögn nefndarinnar til Breiðafjarðarnefndar og umhverfisráðuneytisins.

17.Endurbætur á Stykkishólmsvegi nr. 58-02

Málsnúmer 2108014Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir þeim malbikunarframkvæmdum sem fram hafa farið í Stykkishólmi síðastliðna daga og ástandi vegarins að Vogsbotni.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar fagnar þeim framkvæmdum sem unnið hefur verið að í Stykkishólmi með endurbótum og malbikun á Aðalgötu í gegnum Stykkishólm frá Borgarbraut, um Hafnargötu og Súgandiseyjargötu að ferjubryggju. Mikil prýði er af þessum framkvæmdum.

Bæjarráð minnir í þessu sambandi á að þungaflutningar hafa aukist til muna í gegnum bæinn frá aldarmótum vegna aukinna umsvifa atvinnulífsins, ekki síst vegna tilkomu nýrri og stærri ferja í gegnum tíðina og síðar vegna aukins fiskeldis á Vestfjörðum, en aukning fiskeldis milli 2018 og 2019 var 77%. Vegna þessa jákvæða uppgangs í atvinnulífinu m.a. á Vestfjörðum þurfa vegsamgöngur að vera góðar og geta sinnt þörfum atvinnulífsins og þeim þungaflutningum sem því fylgir, sérstaklega í gegnum þéttbýlin til að það skapist sátt íbúa milli íbúa og atvinnulífs. Var nýafstaðin framkvæmd liður í því að koma til móts við þau sjónarmið.

Á sama tíma og bæjarráð fangar þeim framkvæmdum sem ráðist var í á dögunum óskar bæjarráð eftir því að Vegagerðin hefji undirbúning að endurbótum og malbikun, eftir atvikum hönnun, Stykkishólmsvegarins nr. 58, enda er nauðsynlegt að huga að strax endurbótum frá Snæfellsnesvegi/Vatnaleið að Borgarbraut í Stykkishólmi, sér í lagi frá Vogsbotni og að gatnamótum við Borgarbraut. Við undirbúning og hönnun vegarins í gegnum Stykkishólm og aðkomu inn í bæinn er nauðsynlegt að Vegagerðin taki mið af umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar.

18.Möguleg þátttaka Snæfellsness í UNESCO

Málsnúmer 2108015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Ragnhildi Sigurðardóttur, f.h. Svæðisgarðsins og verkefnahóps um mögulega þátttöku í UNESCO ?Man and Biosphere? (MAB), þar sem óskað er eftir afstöðu Stykkishólmsbæjar til erindisins.
Bæjarráð óskar eftir að verkefnið verði kynnt bæjarfulltrúum í Stykkishólmi.

Fundi slitið - kl. 19:46.

Getum við bætt efni síðunnar?