Fara í efni

Safna- og menningarmálanefnd

113. fundur 10. mars 2021 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Jón Sindri Emilsson aðalmaður
  • Greta María Árnadóttir aðalmaður
  • Anna Melsteð aðalmaður
  • Guðrún Gunnarsdóttir formaður
  • Ingveldur Eyþórsdóttir (IE) aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjördís Pálsdóttir forstöðumaður norska hússins bsh
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Gunnarsdóttir formaður
Dagskrá

1.Heildarskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey

Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna styrkveitingar Stykkishólmsbæjar að fjárhæð kr. 24.950.000. Styrkurinn er veittur til deiliskipulagsgerðar fyrir Súgandisey sem mun tryggja heilstæða sýn á þróun eyjunnar. Samhliða skipulagsáætlun mun vera unnið að útsýnissvæði í samræmi við vinningstillögu úr samkeppni, sem haldin var í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), og ber heitið Fjöregg, en Fjöreggið er útsýnisskúlptúr, útsýnispallur, upplifunar- og áningastaður allt í senn.

Þá eru jafnframt lögð fram önnur gögn vegna málsins til upprifjunar, sem áður hefur verið kynnt safna- og menningarmálanefnd.
Safna- og menningarmálanefnd fagnar fjöregginu og fengnum styrk til verkefnisins.

2.Kynning á svæðisskipulagi og Svæðisgarðinum Snæfellsnesi

Málsnúmer 1904040Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn um svæðisgarðinn Snæfellsnes og svæðisskipulag Snæfelsness, en nefndarmönnum er einnig bent á að lesa má um Svæðisgarðinn á heimasíðu hans: https://www.snaefellsnes.is/.

Í svæðisskipulaginu, sem ber yfirskriftina "Andi Snæfellsness - Auðlind til sóknar" er sett fram stefna um byggðar- og atvinnuþróun á Snæfellsnesi. Skipulagið miðar að því að atvinnulífið, þekkingargeirinn og samfélagið nýti sér í auknum mæli náttúru og menningarauð Snæfellsness og að skipulag og mótun byggðar og umhverfis taki mið af honum. Sérstök athygli er vakin á umfjöllun í svæðisskipulagi um menningarauð og umfjöllun um menningarlíf og menningararfi (U5) í svæðisskipulagi í þessu sambandi. Svæðisgarðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að vinna að framgangi svæðisskipulagsins með það að markmiði að efla samfélagið, vinna sameiginlega að því að bæta lífsgæði og lífkjör og auka upplifun og vellíðan íbúa og gesta.

Í samræmi við fyrri afgreiðslu safna- og menningarmálanefnd kemur framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins til fundar við nefndina til að gera nánari grein fyrir starfsemi Svæðisgarðsins.
Ragnhildur, framkvæmdastjóri Svæðisgarðisnis, fer yfir starfsemi og gerir grein fyrir helstu verkefnum sem Svæðisgarðurinn hefur komið að.

3.Samningur við FAS um samfélagslega viðspyrnu og eflingu samfélagsins

Málsnúmer 2011039Vakta málsnúmer

Á 396. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar samþykkti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samning við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi um samfélagslega viðspyrnu og eflingu samfélagsins, sem hafði áður hlotið umfjöllun í safna- og menningarmálanefnd.

Á fund nefndarinnar kemur fulltrúi Félag atvinnulífs í Stykkishólmi og gerir grein fyrir þeim menningarviðburðum sem áætlað er að halda á árinu samkvæmt samningnum.
Hjördís Pálsdóttir og Greta María Árnadóttir gera, f.h. FAS, grein fyrir menningarviðburðum sem áætlaðir eru á árinu.

4.Norska Húsið - Sýningar- og söfnunarstefna/Ný grunnsýning

Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer

Lögð fram söfnunar- og sýningarstefna 2021-2026 ásamt gögnum sem tengjast vinnu við nýja grunnsýningu í safninu.

Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður Norska hússins, gerir nefndinni nánari grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið varðandi nýja grunnsýningu safnsins.
Hjördís Pálsdóttir gerir grein fyrir verkefninu og starfsemi undanfain misseri. Safna- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í vinnuna.

5.Framtíðaráform Vatnasafns

Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra varðandi framtíðaráform Vatnasafns, sem unnið var til upplýsinga fyrir bæjarráð, ásamt bréfi frá James Lingwood sem sent var í kjölfar fundar hans með safna- og menningarmálanefnd.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til frekari vinnslu í nefndinni.

6.Menningarstefna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1610018Vakta málsnúmer

Menningarstefna Stykkishólmsbæjar 2019-2022 er lögð fram og tekin til umfjöllunar, en markmið menningarstefnunnar er að leggja rækt við og styðja menningarlega vitund íbúa og þar með innviði samfélagsins.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til frekari vinnslu í nefndinni.

7.Skýrsla starfshóps um framtíð Ljósmyndasafns Stykkishólms

Málsnúmer 2006029Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíð ljósmyndasafns Stykkishólms. Bæjarráð þakkaði, á 620. fundi sínum, starfshóponum fyrir vel unna skýrslu og samþykkti að boða starfshópinn á fund bæjarráðs til þess kynna niðurstöður sínar.
Safna- og menningarmálanefnd veltir upp stöðu málsins og hvetur bæjarráð til að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?