Fara í efni

Kosningar í bæjarráð

Málsnúmer 2006055

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 396. fundur - 25.02.2021

Kosning aðal- og varamanns í bæjarráð, sbr. 47. gr. samþykkta um stjórn Stykkishólmsbæjar, með áorðnum breytingum, vegna beiðni frá Þóru Stefánsdóttur, bæjarfulltrúa, um lausn frá störfum.
Bæjarstjórn samþykkir að Ásmundur Sigurjón Guðmundsson taki sæti sem varamaður í bæjarráði.

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð sem aðalmenn og jafnmargra til vara, sbr. 47. gr. samþykkta um stjórn Stykkishólmsbæjar, með áorðnum breytingum, og eftir atvikum tilnefning áheyrnarfulltrúa. Jafnframt kosning formanns og varaformanns bæjarráðs, sbr. 27. gr. samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar.
Eftirtaldir eru kosnir aðalmenn í bæjarráð: Steinunn I. Magnúsdóttir formaður, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir og Haukur Garðarsson. Varamenn kosnir: Gunnlaugur Smárason, Ásmundur Guðmundsson og Erla Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Lárus Ástmar Hannesson og varaáheyrnarfulltrúi Ragnar Már Ragnarsson.

Bæjarstjórn - 15. fundur - 29.06.2023

Bæjarstjórn kýs þrjá bæjarfulltrúa og þrjá til vara í bæjarráð skv. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 26. gr. samþykktar þessarar. Eingöngu bæjarfulltrúar eru kjörgengir í bæjarráð sem aðalmenn og varamenn sbr. 36. gr. sveitarstjórnarlaga. Auk þeirra fulltrúa sem ná kjöri eiga þeir listar sem ekki fá kjörinn fulltrúa í bæjarráð rétt á að tilnefna einn bæjarfulltrúa hver sem áheyrnarfulltrúa og skal hann hafa málfrelsi og tillögurétt.
Bæjarstjórn samþykkir er að Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir (formaður) og Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir verði kosin aðalfulltrúar í bæjarráði, og Ragnar Ingi Sigurðsson, Þóhildur Eyþórsdóttir og Ragnar Már Ragnarsson verði kosin varafulltrúar í bæjarráði.

Ber forseti upp hvert og eitt nafn upp til atkvæða og er hvert og eitt samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 22. fundur - 29.02.2024

Lagt til að Ragnar Már Ragnarsson taki stöðu Ragnheiðar Hörpu Sveinsdóttur í bæjarráði og Haukur Garðarsson taki stöðu Ragnars sem varamaður.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Ragnar Már Ragnarsson taki stöðu Ragnheiðar Hörpu Sveinsdóttur sem aðalmaður í bæjarráði og að Haukur Garðarsson taki stöðu Ragnars Más Ragnarssonar sem varamaður í bæjarráði.
Getum við bætt efni síðunnar?