Fara í efni

Mögulegar viðræður um sameiningu - Dalabyggð

Málsnúmer 2103021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Lagt fram bréf frá Dalabyggð vegna fundar til að ræða mögulegar viðræður um sameiningu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Dalabyggðar, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar til þess að halda fund með sveitarstjórn Dalabyggðar og sveitarfstjórn Helgafellssveitar, og felur bæjarstjóra að koma á fundi milli sveitarfélaganna.

Afgreiðslu bæjarráðs vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 397. fundur - 29.03.2021

Lagt fram bréf frá Dalabyggð vegna fundar til að ræða mögulegar viðræður um sameiningu.

Bæjarráð tók jákvætt í erindi Dalabyggðar, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar til þess að halda fund með sveitarstjórn Dalabyggðar og sveitarstjórn Helgafellssveitar, og fól bæjarstjóra að koma á fundi milli sveitarfélaganna.

Afgreiðslu bæjarráðs vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarstjórn - 398. fundur - 29.04.2021

Lárus Ástmar Hannesson, bæjarfulltrúi, óskaði eftir því að til umræðu á bæjarráðsfundi yrði tekin stefna Stykkishólmsbæjar í mögulegum sameiningum sveitarfélaga og hvert bæri að stefna í þeim málum.

Í bókun 626. fundi bæjarráðs tók bæjarráð fram að ráðið sé opið fyrir mögulegum sameiningum á svæðinu. Vísaði bæjarráð að öðru leyti umræðunni til bæjarstjórnar.
Tekið til umræðu mögulegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga.

Til máls tóku:HH og LÁH
Fylgiskjöl:

Bæjarstjórn - 402. fundur - 30.09.2021

Lagt fram bréf frá bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þar sem boðið er til óformlegs samtals/viðræðna um stöðu og valkosti í sameiningarmálum á Snæfellsnesi.
Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að koma á fundi á milli aðila.
Getum við bætt efni síðunnar?