Fara í efni

Starfshópur um verslunar- og atvinnusögu Stykkishólms

Málsnúmer 2105014

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 7. fundur - 10.05.2021

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að skipaður verði starfshópur sem hefur það verkefni að koma fram með tillögur og hugmyndir um hvernig gera megi skil verslunar- og atvinnusögu Stykkishólms umliðnar tvær aldir og tengingu bæjarins við samfélag og atvinnulíf við Breiðafjörð, þ.m.t. nytjum Breiðafjarðar. Lögð verði áhersla á að gera sýnilega bæjarbúum og ferðafólki þá þýðingu sem Stykkishólmur hefur haft sem verslunar- og samgöngumiðstöð við samfélagið við Breiðafjörð sem oft hefur verið nefnt „matarkista Breiðafjarðar“.
Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 399. fundur - 12.05.2021

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að skipaður verði starfshópur sem hefur það verkefni að koma fram með tillögur og hugmyndir um hvernig gera megi skil verslunar- og atvinnusögu Stykkishólms umliðnar tvær aldir og tengingu bæjarins við samfélag og atvinnulíf við Breiðafjörð, þ.m.t. nytjum Breiðafjarðar. Lögð verði áhersla á að gera sýnilega bæjarbúum og ferðafólki þá þýðingu sem Stykkishólmur hefur haft sem verslunar- og samgöngumiðstöð við samfélagið við Breiðafjörð sem oft hefur verið nefnt "matarkistan Breiðafjarðar".
Bæjarstjórn samþykkir tillögu atvinnu- og nýsköpunarnefndar og felur bæjarstjóra að útbúa drög að erindisbréfi starfshópsins í samræmi við tillöguna og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði til við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að skipaður yrði starfshópur sem hefði það verkefni að leggja fram tillögur og hugmyndir um hvernig gera mætti skil verslunar- og atvinnusögu Stykkishólms umliðnar tvær aldir og tengingu bæjarins við samfélag og atvinnulíf við Breiðafjörð, þ.m.t. nytjum Breiðafjarðar. Lögð verði áhersla á að gera sýnilega bæjarbúum og ferðafólki þá þýðingu sem Stykkishólmur hefur haft sem verslunar- og samgöngumiðstöð við samfélagið við Breiðafjörð sem oft hefur verið nefnt "matarkistan Breiðafjarðar".

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna og fól bæjarstjóra að útbúa drög að erindisbréfi sem nú eru lagt fram.

Bæjarráð samþykkti, á 628. fundi sínum, erindisbréfið og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja það og vísaði skipun í starfshópinn til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarstjórn samþykkir erindisbréfið og felur bæjarráði að skipa í starfshópinn.

Bæjarráð - 630. fundur - 19.08.2021

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði til við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að skipaður yrði starfshópur sem hefði það verkefni að leggja fram tillögur og hugmyndir um hvernig gera mætti skil verslunar- og atvinnusögu Stykkishólms umliðnar tvær aldir og tengingu bæjarins við samfélag og atvinnulíf við Breiðafjörð, þ.m.t. nytjum Breiðafjarðar. Lögð verði áhersla á að gera sýnilega bæjarbúum og ferðafólki þá þýðingu sem Stykkishólmur hefur haft sem verslunar- og samgöngumiðstöð við samfélagið við Breiðafjörð sem oft hefur verið nefnt "matarkistan Breiðafjarðar". Bæjarstjórn samþykkti tillöguna og fól bæjarstjóra að útbúa drög að erindisbréfi sem nú eru lagt fram. Bæjarstjórn samþykkti, á 400. fundi sínum, erindisbréfið og vísaði skipun í starfshópinn til bæjarráðs.
Bæjarráð skipar eftirtalda í starfshópinn í samræmi við umboð frá bæjarstjórn:

- Skarphéðinn Steinarsson, formaður
- Anna Melsteð
- Gísli Sveinn Grétarsson

Bæjarráð samþykkir að framlengja skilafrest starfshópsins til 10. desember 2021.
Getum við bætt efni síðunnar?