Fara í efni

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd

7. fundur 10. maí 2021 kl. 12:15 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Magda Kulinska aðalmaður
  • Halldór Árnason formaður
  • Símon Már Sturluson aðalmaður
  • Kári Hilmarsson (KH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Halldór Árnason formaður
Dagskrá

1.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi. Staða mála.

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetja forsvarsmenn Stykkishólmsbæjar, ríkisstjórnarinnar og Veitna ohf. að finna núþegar raunhæfa lausn til að treysta innviði fyrir öflugt atvinnulíf í Stykkishólmi með því að tryggja að Veitur ohf. bori nýja hitavatnsholu í næsta nágrenni við Stykkishólm, sem er forsenda fyrir aukna atvinnustarfsemi á svæðinu líkt og þörungavinnslu sem fyrirhugað er að reisa.

2.Opnun skrifstofu- og frumkvöðlaseturs

Málsnúmer 2105015Vakta málsnúmer

Formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar kynnti fyrirhugaða starfsemi skrifstofu- og frumkvöðlaseturs sem einkahlutafélagið Suðureyjar munu reka í húsnæði að Aðalgötu 10 í Stykkishólmi. Efnt verður til samkeppni meðal bæjarbúa og áhugasamra um nafn á setrinu og er gert ráð fyrir að niðurstaða um nafn verði kynnt í lok þessa mánaðar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagna frumkvæði fyrirtækja í Stykkishólmi við að koma á fót aðstöðu fyrir skrifstofu- og frumkvöðlasetur sem eykur möguleika fyrirtækja, stofnana og einyrkja að staðsetja störf í Stykkishólmi.

3.Atvinnuleysi í Stykkishólmi

Málsnúmer 2009039Vakta málsnúmer

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru atvinnuleitendur í Stykkishólmi 16 talsins, 9 konur og 7 karlar. Af þessum 16 atvinnuleitendum hafa 4 einstaklingar nýtt 12 mánuði eða meira af 30 mán. bótatímabili. Fyrirtæki hafa mikið verið að leita eftir starfsfólki sérstaklega í tengslum við úrræðið ,,Hefjum störf“. Stór hluti þeirra sem nú eru skráðir í atvinnuleit í Stykkishólmi hafa fengið boð um atvinnuviðtal, þannig að mögulega fá einhverjir þeirra vinnu á næstu dögum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagna minnkandi atvinnuleysi í Stykkishólmi og hvetur fyrirtæki í Stykkishólmi til að leita leiða til að auka framleiðslu og fjölga störfum.

4.Starfshópur um verslunar- og atvinnusögu Stykkishólms

Málsnúmer 2105014Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að skipaður verði starfshópur sem hefur það verkefni að koma fram með tillögur og hugmyndir um hvernig gera megi skil verslunar- og atvinnusögu Stykkishólms umliðnar tvær aldir og tengingu bæjarins við samfélag og atvinnulíf við Breiðafjörð, þ.m.t. nytjum Breiðafjarðar. Lögð verði áhersla á að gera sýnilega bæjarbúum og ferðafólki þá þýðingu sem Stykkishólmur hefur haft sem verslunar- og samgöngumiðstöð við samfélagið við Breiðafjörð sem oft hefur verið nefnt „matarkista Breiðafjarðar“.
Samþykkt samhljóða.

5.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur heilshugar undir ályktun Stykkishólmsbæjar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur jafnframt undir með bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að eina lausnin til lengri tíma er að ný og öflug ferja sem uppfyllir allar nútíma öryggiskröfur, taki mið af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og mæti þörfum atvinnulífs hefji siglingar eins fljótt og verða má. Nauðsynlegt er að stefnumótun til framtíðar þarf að hefjist nú þegar með þátttöku sveitarfélaganna sem þjónusta ferjuna.
Samþykkt samhljóða.

6.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024, en á 625. fundi bæjarráðs var drögum að umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar vísað til umsagnar í fastanefndum bæjarins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir engar athugasemdir við drög að umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024.

7.Gönguleiðir og forgangsröðun göngustíga

Málsnúmer 1904037Vakta málsnúmer

Lögð eru fram vinnudrög að gönguleiðum og stígum í umhverfi Stykkishólms, en á 625. fundi bæjarráðs var tekið jákvætt í þær hugmyndir sem liggja fyrir í drögunum og þeim vísað til umræðu, umsagnar og frekari vinnslu í fastanefndum bæjarins.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar framkomnum drögum að gönguleiðum og stígum í umhverfi Stykkishólms og hvetur bæjarstjórn að fullgera tillögurnar og hefja sem fyrst forgangsröðun framkvæmda.

8.Lóðaframboð í Stykkishólmi

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Lagðar fram afgreiðslur og fylgiskjöl í tengslum við lóðarframboð í Stykkishólmi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar þeirri umræðu og hugmyndum sem komu fram á 627. fundi bæjarráðs varðandi aukið lóðaframboð í Stykkishólmi. Af viðtölum við þá aðila sem sinna byggingarframkvæmdum má ráð að skortur sé á lóðum undir íbúðarhúsnæði. Ein forsenda fyrir aukna atvinnustarfsemi í Stykkishólmi er að nægt framboð sé á íbúðarhúsnæði, annað hvort til leigu eða sölu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir samþykkt bæjarráðs að fela bæjarstjóra að greina nánar þá valkosti sem koma til greina við opnun á nýjum og þegar skipulögðum íbúðarhúsahverfum, annars vegar Víkurhverfi og hins vegar lægri Vatnsás, þ.m.t. áfangaskiptingu og afmörkun, og leggja fyrir bæjarráð tillögu í þeim efnum ásamt kostnaðarmati.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?