Fara í efni

Haustþing SSV 2021

Málsnúmer 2109005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 633. fundur - 11.11.2021

Lögð fram fundargerð Haustþings SSV 2021 var haldið í Árbliki í miðvikudaginn 10. nóvember.

Þar voru m.a. saman komnir fulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi, starfsfólk SSV, Þórdís KolbrúnR. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Bjarni Júlíusson fyrir hönd IceFuel, Einar Mathiesen framkvæmdastjóri vindorku og jarðvarmasviðs hjá Landsvirkjun og Gnýr Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsneti.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Lárus Ástmar Hannesson, Jakob Björgvin Jakobsson og Erla Friðriksdóttir sóttu fundinn fyrir hönd Stykkishólmsbæjar. Þema fundarins voru orkumál.
Framlagt til kynningar.

Bæjarstjórn - 404. fundur - 25.11.2021

Lögð fram fundargerð Haustþings SSV 2021 var haldið í Árbliki í miðvikudaginn 10. nóvember.

Þar voru m.a. saman komnir fulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi, starfsfólk SSV, Þórdís KolbrúnR. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Bjarni Júlíusson fyrir hönd IceFuel, Einar Mathiesen framkvæmdastjóri vindorku og jarðvarmasviðs hjá Landsvirkjun og Gnýr Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsneti.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Lárus Ástmar Hannesson, Jakob Björgvin Jakobsson og Erla Friðriksdóttir sóttu fundinn fyrir hönd Stykkishólmsbæjar. Þema fundarins voru orkumál.
Framlagt til kynningar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9. fundur - 29.11.2021

Lögð fram fundargerð Haustþings SSV 2021 var haldið í Árbliki í miðvikudaginn 10. nóvember, þar með talin ályktun fundarins í atvinnu- og umhverfismálum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar yfirgripsmikilli stefnumörkun SSV í atvinnu- og umhverfismálum og skorar á stjórnvöld að aðstoða sveitarfélög og atvinnulíf á Vesturlandi við að koma stefnunni í framkvæmd.

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Lögð fram fundargerð Haustþings SSV 2021, sem var haldið í Árbliki miðvikudaginn 10. nóvember, og þar með talin ályktun fundarins í atvinnu- og umhverfismálum.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnaði, á 9. fundi sínum, yfirgripsmikilli stefnumörkun SSV í atvinnu- og umhverfismálum og skoraði á stjórnvöld að aðstoða sveitarfélög og atvinnulíf á Vesturlandi við að koma stefnunni í framkvæmd.
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Getum við bætt efni síðunnar?