Fara í efni

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd

9. fundur 29. nóvember 2021 kl. 12:15 - 14:45 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Gísli Pálsson varamaður
  • Magda Kulinska aðalmaður
  • Sara Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Halldór Árnason formaður
  • Unnur María Rafnsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Halldór Árnason formaður
Dagskrá

1.Áhugi á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um stöðu mála í framhaldi af viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants, sem undirrituð var 16. júní 2021, um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjóra og bæjarstjórn að fylgja vel á eftir viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants frá 16. júní sl., um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði og minnir á tímafresti samkvæmt samkomulaginu um að samkomulag skuli hafa nást fyrir 31. desember 2021.

2.Heimsókn atvinnu- og nýsköpunarnefndar í fyrirtæki

Málsnúmer 1905101Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri og formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar gera grein fyrir heimsókn á vinnustaði í Stykkishólmi dagana 1. til 3. nóvember sl. Samtals voru heimsóttir um 20 vinnustaðir, en stefnt er að heimsækja þá vinnustaði sem eftir eru eftir áramót.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fangar því að Stykkishólmsbær vilji tryggja fyrirtækjunum hagstæð skilyrði, vera hreyfiafl góðra verka og styðja við rannsóknir og nýsköpun. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju sinni með hvernig til tókst í þeim heimsóknum sem fram fóru í byrjun mánaðarins sem lið í því að Stykkishólmsbær geti betur stutt við hagsmuni atvinnulífs í sinni stefnumótun og hagsmunagæslu.

Samþykkir atvinnu- og nýsköpunarnefnd að fela formanni að skipuleggja fyrirtækjaheimsóknir eftir áramót í samráði við bæjarstjóra, nefndarmenn og fyrirtæki staðarins, í samræmi við tillögu bæjarstjóra sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar og staðfest var af bæjarráði.

3.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri og formaður starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi gera grein fyrir vinnu í starfshópnum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd væntir þess að tillögur starfshópsins muni leiða til eflingu atvinnu á grunni svæðisbundinna styrkleika sem mun nýtast við stefnumörkun bæjarins í atvinnumálum og stuðla að nýsköpun í Stykkishólmi og komi til með að nýtast við stækkun atvinnusvæða beggja vegna flugvallarins, sér í lagi í sambandi við uppsetningu á grænum iðngarði. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gera ráð fyrir vinnu í þessu sambandi á næsta ári í fjárhagsáætlun bæjarins.

4.Lóðaframboð í Stykkishólmi

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir lóðarframboði atvinnulóða í Stykkishólmi ásamt tillögum sínum að aukningu í lóðarframboði atvinnulóða í Stykkishólmi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur til þess að hafinn verði strax undirbúningur að breytingu á aðalskipulagi og stækkun atvinnusvæðis suðvestan við Hamraenda, beggja vegna flugvallarins, í samræmi við tillögu bæjarstjóra og leggur áherslu á að tekið verði mið af þeirri vinnu sem stendur yfir í starfshópi um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.

5.Haustþing SSV 2021

Málsnúmer 2109005Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Haustþings SSV 2021 var haldið í Árbliki í miðvikudaginn 10. nóvember, þar með talin ályktun fundarins í atvinnu- og umhverfismálum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar yfirgripsmikilli stefnumörkun SSV í atvinnu- og umhverfismálum og skorar á stjórnvöld að aðstoða sveitarfélög og atvinnulíf á Vesturlandi við að koma stefnunni í framkvæmd.

6.Samkomuhúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu 6

Málsnúmer 2006020Vakta málsnúmer

Lögð fram ástandsskýrsla fyrir Samkomuhúsið, Aðalgötu 6. Skýrslan er unnin af Verksýn að beiðni Stykkishólmsbæjar og gefin út 22. október 2021.

Skv. skýrslu er ljóst að ástand hússins er mjög slæmt og margir óvissuþættir varðandi hvernig ástand byggingarhluta er og einnig hvernig framtíðar- innra skipulag hússins á að vera m.t.t. notkunar og því er ógjörningur að vita kostnað við t.d. raflagnir, pípulagnir, tæki eða önnur frágangsefni s.s. gólfa, veggja og lofta.

Niðurstaða Verksýnar, sem sérhæfir sig í ráðgjöf vegna viðhalds og endurbóta á mannvirkjun, er að heppilegast sé að rífa húsið, byggja upp nýja sökkla og botnplötu og byggja nýtt hús í upprunalegri mynd.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur Stykkishólmsbæ til þess að kanna hvort einkaaðilar séu fáanlegir til að vinna að uppbyggingu húsnæðisins til eflingar atvinnulífs í Stykkishólmi. Vandað verði til verka við endurbyggingu húsnæðisins með þeim skilmálum og kröfum sem bærinn setur í samræmi við fyrirliggjandi aðaluppdrætti og skýrslu frá Glámu-Kím.

7.Kerfisáætlun Landnets 2021-2030

Málsnúmer 2107004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar, dags. 28. júlí 2021, sem send var í opið umsagnarferli Landsnets vegna kerfisáætlunar 2021-2030, ásamt viðbrögðum Landsnets við umsögn Stykkishólmsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með áliti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að ný 132 kv lína frá Vatnshömrum að Vogaskeiði og ný 132 kv lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð sé forsenda fyrir framtíðarorkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi á Snæfellsnesi. Þegar einnig endurnýjun á Vegamótalínu 1 er lokið verður hægt að tryggja afhendingaöryggi og aflgetu og þar með að mæta framtíðareftirspurn atvinnulífs og samfélags á Snæfellsnesi og Dalabyggð. Þessar framkvæmdir eru forsenda fyrir öflugu atvinnulífi á svæðinu og blómlegri byggð.

8.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar sem var samþykkt á 403. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 28. október 2021 vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Þá er lögð fram þarfagreining fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að sem kynnt var á fundi var haldinn með fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð 26. október 2021. Þá er lögð fram ályktun 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var á Ísafirði 22. og 23. október 2021 um Breiðafjarðarferjuna Baldur.

Einnig eru lagðar fram ályktanir bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni, ásamt bókun 402. fundar bæjarstjórnarfundar 30. september 2021 þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við fyrrgreinda þarfagreiningu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og óskar eftir upplýsingum frá innviðaráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu um hver sé staðan á fjármögnun á bráða- og framtíðarlausnum í samræmi við ályktun bæjarstjórnar og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hver séu næstu skref varðandi breytingu á hafnarmannvirkjum og ferjubrúm og dýpkun hafna með það markmið að nýtt skip sem þjónar betur þörfum samfélaganna hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn sem fyrst. Ný ferja er í samræmi við ákvæði sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um orkuskipti í ferjusamgöngum.

9.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til umsagnar gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, í samræmi við afgreiðslu 632. fundar bæjarráðs þann 21. október sl., eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þann 28. október sl, þar sem þeim var vísað til síðari umræðu Í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar 30. september sl.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrár.

10.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025. Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlun.

11.Skógarstrandarvegur - Tillögur til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2024 og fyrir árin 2020 - 2034

Málsnúmer 1912009Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), sem haldið var í Árbliki Dalabyggð, 29. september 2021, þar sem ályktað var um brýna nauðsyn á áframhaldandi uppbyggingu Skógarstrandarvegar og skorað á samgönguyfirvöld að tryggja fjármögnun til vegarins árin 2023 og 2024, ásamt fyrri ályktunum Stykkishólmsbæjar og SSV um mikilvægi þess að umræddur stofnvegur sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun enda sé um að ræða stofnveg samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og þannig veg sem er hluti af grunnkerfi samgangna á Íslandi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Skógarstrandarvegar og leggur þunga áherslu á að samgönguyfirvöld og Alþingi bregðist við áskorun samtakanna um að veita fjármagni til framkvæmda allt fyrsta tímabil núgildandi samgönguáætlunar þannig að fjármagni verði veitt til vegarins árin 2023 og 2024.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd bendir á að í Sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á að þegar dregið verði úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu verði þeir fjármunir nýttir í uppbyggingu innviða. Því er gerð sú krafa að þeir fjármunir verði meðal annars nýttir til fullfjármögnunar vegarins, þ.m.t. þverun Álftafjarðar líkt og ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi kveður á um.

12.Menningarstefna Vesturlands 2021-2024

Málsnúmer 2110001Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri menningarstefnu Vesturlands fyrir árinn 2021-2024.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustu til þess að greina tækifæri í fyrirliggjandi skýrslu.

13.Samstarf Stykkishólmsbæjar og Rannsóknaseturs Íslands á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2110018Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Stykkishólmsbæjar og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi. Bæjarráð fól bæjarstjóra á 632. fundi sínum að ganga til samninga við Háskóla Íslands.
Lagt fram til kynningar.

14.Starfsemi náttúrustofu Vesturlands

Málsnúmer 2110008Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram skýrslur um starfsemi Náttúrustofu Vesturlands 2019 og 2020 auk ársreikninga fyrir sömu ár.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Getum við bætt efni síðunnar?