Fara í efni

Bryggjustígur í norðuhluta hafnar (umferðaröryggi)

Málsnúmer 2111017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 633. fundur - 11.11.2021

Í kafla 3.6 í Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar er fjallað um að víða sé hættuástand meðfram Súgandiseyjargötu og sérstaklega bent á hættur meðfram Baldursbryggju.

Lo¨gð eru fram dro¨g að tveimur u´tfærslum að sti´g meðfram Baldursbryggju sunnan Su´gandiseyjar. Um er að ræða samstarfsverkefni Stykkisho´lmsbæjar og Vegagerðarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd tók, á 255. fundi sínum, vel í hugmyndir að stíg meðfram Baldursbryggju og vísar þeim til umfjöllunar í Hafnarstjórn.
Bæjarráð tekur undir með skipulags- og bygginganefnd og staðfestirað vísa hugmyndunum til umfjöllunar í hafnarstjórn.

Hafnarstjórn - 91. fundur - 06.12.2021

Í kafla 3.6 í Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar er fjallað um að víða sé hættuástand meðfram Súgandiseyjargötu og sérstaklega bent á hættur meðfram Baldursbryggju.

Lögð eru fram drög að tveimur útfærslum að stíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar. Um er að ræða samstarfsverkefni Stykkishólmsbæjar og Vegagerðarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd tók, á 255. fundi sínum, vel í hugmyndir að stíg meðfram Baldursbryggju og vísar þeim til umfjöllunar í Hafnarstjórn.

Bæjarráð tók, á 633. fundi sínum, undir með skipulags- og bygginganefnd og staðfesti að vísa hugmyndunum til umfjöllunar í hafnarstjórn.
Hafnarstjórn telur brýnt að farið verði sem fyrst í þessa framkvæmd til að auka öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Hafnarstjórn hallast að tillögu A en telur báðar tillögur geta fallið vel að umhverfinu.

Hafnarstjórn (SH) - 4. fundur - 15.06.2023

Lögð fram gögn í tengslum við fyrirhugaðan hafnarstíg í norðuhluta hafnar við Súgandisey, en í kafla 3.6 í Umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins er fjallað um að víða sé hættuástand meðfram Súgandiseyjargötu og sérstaklega bent á hættur meðfram Baldursbryggju. Fyrir liggur hönnun að stíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar til að bæta umferðaröryggi sem hugsað er sem samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd tók vel í fyrirliggjandi hugmyndir að stíg meðfram Baldursbryggju/Súgandiseyjargötu. Bæjarráð tók undir með skipulags- og bygginganefnd og vísaði málinu til vinnslu í hafnarstjórn. Hafnarstjórn hefur ítrekað bent á að brýnt sé að farið verði sem fyrst í þessa framkvæmd til að auka öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Hefur bæjarráð og bæjarstjórn tekið undir ákall hafnarstjórnar þar um.
Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að Vegagerðin tryggi tafarlaust íbúum, atvinnurekendum og gestum öryggi í samgöngum í norðurhluta hafnar við Súgandisey meðfram Súgandiseyjargötu og að byggður verði hafnarstígur í samvinnu við sveitarfélagið í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi.

Hafnarstjórn bendir í þessu sambandi á og tekur undir ályktun 43. hafnarsambandsþings um að hafnarstarfsemi hafi breyst umtalsvert á mörgum höfnum á undanförnum árum og vegna vaxandi ferðamannafjölda á landinu hafa ferðaþjónustufyrirtækjum fjölgað mikið sem eru með ýmiskonar starfsemi á höfnum landsins. Stykkishólmshöfn sé gott dæmi um slíka breytingu. Hafa þessar breytingar á hafnarstarfsemi leitt af sér mikla umferð bæði gangandi og akandi ferðamanna á hafnasvæðum. Þessi umferð er víða innan um starfsemi annarra aðila á höfnum sem fer ekki í öllum tilfellum vel saman og getur skapað hættu fyrir alla aðila. Því miður hafa orðið alvarleg slys vegna þessara aðstæðna. Hafnarstjórn telur að hafnarstígur sé nauðsynlegur hlekkur í bættu umferðaröryggi á svæðinu og að brýnt sé að ráðast í umræddar framkvæmdir í samræmi framangreint til að koma í veg fyrir alvarleg slys vegna fyrirliggjandi aðstæðna á svæðinu.

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Lögð fram gögn í tengslum við fyrirhugaðan hafnarstíg í norðuhluta hafnar við Súgandisey, en í kafla 3.6 í Umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins er fjallað um að víða sé hættuástand meðfram Súgandiseyjargötu og sérstaklega bent á hættur meðfram Baldursbryggju. Fyrir liggur hönnun að stíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar til að bæta umferðaröryggi sem hugsað er sem samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd tók vel í fyrirliggjandi hugmyndir að stíg meðfram Baldursbryggju/Súgandiseyjargötu. Bæjarráð tók undir með skipulags- og bygginganefnd og vísaði málinu til vinnslu í hafnarstjórn. Hafnarstjórn hefur ítrekað bent á að brýnt sé að farið verði sem fyrst í þessa framkvæmd til að auka öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Hefur bæjarráð og bæjarstjórn tekið undir ákall hafnarstjórnar þar um.

Hafnarstjórn lagði á fjórða fundi sínum þunga áherslu á að Vegagerðin tryggi tafarlaust íbúum, atvinnurekendum og gestum öryggi í samgöngum í norðurhluta hafnar við Súgandisey meðfram Súgandiseyjargötu og að byggður verði hafnarstígur í samvinnu við sveitarfélagið í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi.

Hafnarstjórn benti í þessu sambandi á og tók undir ályktun 43. hafnarsambandsþings um að hafnarstarfsemi hafi breyst umtalsvert á mörgum höfnum á undanförnum árum og vegna vaxandi ferðamannafjölda á landinu hafa ferðaþjónustufyrirtækjum fjölgað mikið sem eru með ýmiskonar starfsemi á höfnum landsins. Stykkishólmshöfn sé gott dæmi um slíka breytingu. Hafa þessar breytingar á hafnarstarfsemi leitt af sér mikla umferð bæði gangandi og akandi ferðamanna á hafnasvæðum. Þessi umferð er víða innan um starfsemi annarra aðila á höfnum sem fer ekki í öllum tilfellum vel saman og getur skapað hættu fyrir alla aðila. Því miður hafa orðið alvarleg slys vegna þessara aðstæðna. Hafnarstjórn telur að hafnarstígur sé nauðsynlegur hlekkur í bættu umferðaröryggi á svæðinu og að brýnt sé að ráðast í umræddar framkvæmdir í samræmi framangreint til að koma í veg fyrir alvarleg slys vegna fyrirliggjandi aðstæðna á svæðinu.
Bæjarráð tekur undir ályktun hafnarstjórnar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 15. fundur - 29.06.2023

Lögð fram gögn í tengslum við fyrirhugaðan hafnarstíg í norðuhluta hafnar við Súgandisey, en í kafla 3.6 í Umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins er fjallað um að víða sé hættuástand meðfram Súgandiseyjargötu og sérstaklega bent á hættur meðfram Baldursbryggju. Fyrir liggur hönnun að stíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar til að bæta umferðaröryggi sem hugsað er sem samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd tók vel í fyrirliggjandi hugmyndir að stíg meðfram Baldursbryggju/Súgandiseyjargötu. Bæjarráð tók undir með skipulags- og bygginganefnd og vísaði málinu til vinnslu í hafnarstjórn. Hafnarstjórn hefur ítrekað bent á að brýnt sé að farið verði sem fyrst í þessa framkvæmd til að auka öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Hefur bæjarráð og bæjarstjórn tekið undir ákall hafnarstjórnar þar um.

Hafnarstjórn lagði á fjórða fundi sínum þunga áherslu á að Vegagerðin tryggi tafarlaust íbúum, atvinnurekendum og gestum öryggi í samgöngum í norðurhluta hafnar við Súgandisey meðfram Súgandiseyjargötu og að byggður verði hafnarstígur í samvinnu við sveitarfélagið í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi.

Hafnarstjórn benti í þessu sambandi á og tók undir ályktun 43. hafnarsambandsþings um að hafnarstarfsemi hafi breyst umtalsvert á mörgum höfnum á undanförnum árum og vegna vaxandi ferðamannafjölda á landinu hafa ferðaþjónustufyrirtækjum fjölgað mikið sem eru með ýmiskonar starfsemi á höfnum landsins. Stykkishólmshöfn sé gott dæmi um slíka breytingu. Hafa þessar breytingar á hafnarstarfsemi leitt af sér mikla umferð bæði gangandi og akandi ferðamanna á hafnasvæðum. Þessi umferð er víða innan um starfsemi annarra aðila á höfnum sem fer ekki í öllum tilfellum vel saman og getur skapað hættu fyrir alla aðila. Því miður hafa orðið alvarleg slys vegna þessara aðstæðna. Hafnarstjórn telur að hafnarstígur sé nauðsynlegur hlekkur í bættu umferðaröryggi á svæðinu og að brýnt sé að ráðast í umræddar framkvæmdir í samræmi framangreint til að koma í veg fyrir alvarleg slys vegna fyrirliggjandi aðstæðna á svæðinu.

Bæjarráð tók, á 12. fundi sínum, undir ályktun hafnarstjórnar og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðsluna og felur bæjarstjóra að fylgja henni eftir.
Getum við bætt efni síðunnar?