Fara í efni

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar - fyrri umræða

Málsnúmer 2204003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 639. fundur - 07.04.2022

Gyða Steinsdóttir frá KPMG endurskoðun kom inn á fundinn.
Lagður fram ársreikningur Stykkishólmsbæjar til fyrri umræðu.
Gyða Steinsdóttir frá KPMG endurskoðun kom inn á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningi Stykkishólmsbæjar fyrir 2021 og svaraði spurningum. Bæjarráð samykkir að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Gyða vék af fundi.

Bæjarstjórn - 410. fundur - 20.04.2022

Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi Stykkishólmsbæjar kom inn á fundinn.
Á 639. fundi bæjarráðs var lagður fram ársreikningur Stykkishólmsbæjar til fyrri umræðu. Á fundinum samþykkti bæjarráð að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi, mætir til fundar og gerir grein fyrir ársreikningi Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2021.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu áhrifum ársins 2021 á fjárhag bæjarins og helstu lykiltölum. Þá kom Haraldur Örn Reynissson, endurskoðandi Stykkishólmsbæjar inn á fund og gerðu grein fyrir ársreikningi Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2021 og svaraði spurningum.

Yfirferð bæjarstjóra um ársreikning Stykkishólmsbæjar 2021:

Rekstrartekjur samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta námu 1.910,9 millj. kr. á árinu en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.507,2 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 87,8 millj. kr. en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 58,9 millj. kr. Rekstrartekjur A og B hluta voru í samræmi við áætlun ársins 2021 og jukust um 12,5% milli ára. Rekstrargjöld jukust um 12,5% milli ára og eru 3,7% umfram áætlun með viðaukum. Frávik frá fjárhagsáætlun með viðaukum má helst rekja til verulegrar hækkunar lífeyrisskuldbindingar umfram það sem væntingar stóðu til og nam frávikið 72,6millj. kr. en laun og launatengd gjöld voru 1,9% umfram fjárhagsáætlun.

Hefði fyrrgreind hækkun lífeyrisskuldbindingar ekki komið til af þeim þunga sem raunin varð hefði Stykkishólmsbær náð þeim markmiðum sem sett höfðu verið í fjárhagsáætlun ársins varðandi rekstrarniðurstöðu fyrir afskriftir.

Veltufé frá rekstri nam á árinu 2021 178,2 millj. kr. samanborið við 99,2 millj. kr. árið áður. Veltufé frá rekstri var 43,5 millj. kr. umfram fjárhagsáætlun með viðaukum sem gert hafði ráð fyrir að veltufé frá rekstri næmi 134,8 millj. kr. Handbært fé í árslok nam 101,6 millj. kr. og jókst um 4,6 millj. kr. á árinu.

Heildarfjárfesting A og B hluta á árinu 2021 nam 190 millj. kr. en áætlanir með viðaukum höfðu gert ráð fyrir 170 millj. kr. fjárfestingu árið 2021. Lántökur námu 195 millj. kr. og afborganir langtímalána námu 190,3 millj. kr.

Skuldaviðmið A og B hluta Stykkishólmsbæjar í árslok 2021 er 118%, en var 122% árið 2020, og rekstrarjöfnuður síðastliðinna þriggja ára er neikvæður um 81,9 millj. kr. Handbært fé í árslok 2021 er kr. 101,6 milljónir.

Að baki er krefjandi ár í rekstri Stykkishólmsbæjar líkt og annarra félaga á þessum tímum. Bæjarstjóri vill nota tækifærið og þakka starfsmönnum Stykkishólmsbæjar og íbúum þolgæði og þrautseigju á liðnu ári.


Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Stykkishólmsbæjar til seinni umræðu í
bæjarstjórn.

Til máls tóku:HH,JBJ,LÁH og HÖR
Haraldur vék af fundi.

Bæjarstjórn - 411. fundur - 28.04.2022

Á 639. fundi bæjarráðs var lagður fram ársreikningur Stykkishólmsbæjar til fyrri umræðu. Á fundinum samþykkti bæjarráð að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi, mætti á 411. fund bæjarstjórnar og gerði grein fyrir ársreikningi Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2021. Bæjarstjóri gerði einnig grein fyrir helstu áhrifum ársins 2021 á fjárhag bæjarins og helstu lykiltölum.

Bæjarstjórn samþykkti á 411. fundi sínum, að vísa ársreikningi Stykkishólmsbæjar til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Lagður fram til síðari umræðu ársreikningur Stykkishólmsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2021 ásamt lokaeintaki endurskoðunarskýrslu. Ársreikningur Stykkishólmsbæjar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnarmála um reikningsskil sveitarfélaga. Vísað er til yfirferðar endurskoðenda við fyrri umræðu þann 20. apríl síðastliðinn. Engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum frá fyrri umræðu. Endurskoðandi Stykkishólmsbæjar mun árita ársreikninginn með fyrirvaralausri áritun.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir helstu atriði ársreiknings Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2021:

---
Rekstrartekjur samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta námu 1.910,9 millj. kr. á árinu en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.507,2 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 87,8 millj. kr. en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 58,9 millj. kr. Rekstrartekjur A og B hluta voru í samræmi við áætlun ársins 2021 og jukust um 12,5% milli ára. Rekstrargjöld jukust um 12,5% milli ára og eru 3,7% umfram áætlun með viðaukum. Frávik frá fjárhagsáætlun með viðaukum má helst rekja til verulegrar hækkunar lífeyrisskuldbindingar umfram það sem væntingar stóðu til og nam frávikið 72,6millj. kr. en laun og launatengd gjöld voru 1,9% umfram fjárhagsáætlun.

Hefði fyrrgreind hækkun lífeyrisskuldbindingar ekki komið til af þeim þunga sem raunin varð hefði Stykkishólmsbær náð þeim markmiðum sem sett höfðu verið í fjárhagsáætlun ársins varðandi rekstrarniðurstöðu fyrir afskriftir.

Veltufé frá rekstri nam á árinu 2021 178,2 millj. kr. samanborið við 99,2 millj. kr. árið áður. Veltufé frá rekstri var 43,5 millj. kr. umfram fjárhagsáætlun með viðaukum sem gert hafði ráð fyrir að veltufé frá rekstri næmi 134,8 millj. kr. Handbært fé í árslok nam 101,6 millj. kr. og jókst um 4,6 millj. kr. á árinu.

Heildarfjárfesting A og B hluta á árinu 2021 nam 190 millj. kr. en áætlanir með viðaukum höfðu gert ráð fyrir 170 millj. kr. fjárfestingu árið 2021. Lántökur námu 195 millj. kr. og afborganir langtímalána námu 190,3 millj. kr.

Skuldaviðmið A og B hluta Stykkishólmsbæjar í árslok 2021 er 118% en rekstrarjöfnuður síðastliðinna þriggja ára er neikvæður um 81,9 millj. kr.

Að baki er krefjandi ár í rekstri Stykkishólmsbæjar líkt og annarra félaga á þessum tímum. Bæjarstjóri og bæjarstjórn vill nota tækifærið og þakka starfsmönnum Stykkishólmsbæjar og íbúum þolgæði og þrautseigju á liðnu ári.

----

Ársreikningur 2021 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur á fundi sínum í dag 28. apríl 2022 afgreitt ársreikning fyrir bæjarsjóð og B-hluta fyrirtæki bæjarins vegna ársins 2021 að loknum tveimur umræðum í bæjarstjórn og umfjöllun í bæjarráði. Löggiltur endurskoðandi bæjarins hefur kynnt athugun sína á fjárreiðum bæjarins og sett fram ábendingar og lagt mat á reikninginn í endurskoðunarskýrslu sem liggur fyrir sem fylgiskjal með ársreikningnum. Um einstaka liði í ársreikningi er vísað til skýrslu endurskoðanda og skýringar við ársreikninginn sem verður birtur á heimasíðu bæjarins.

Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri árituðu síðan ársreikninginn.

Til máls tóku:HH,JBJ,LÁH,HG og SIM


Bókun bæjarfulltrúa 0- og L-lista:
Undanfarin ár hefur veltufjárhlutfall verið í kringum 0,5 en þarf að vera 1 eða hærra til að hægt sé að greiða afborganir lána án nýrrar lántöku. Skuldaaukningin, með tilheyrandi fjármagnskostnaði hefur verið mikil og hafa skuldir og skuldbindingar undanfarin 7 ár farið úr 1.387 milljónum kr. í 2.753 milljónir kr. sem er hækkun upp á 1.366 milljónir kr. eða 98%. Verðtrygging og vextir yfir sama tímabil voru 678,8 milljónir. Frá upphafi ársins 2018 er skuldaaukningin 615,8 milljónir kr. og miðað við núverandi verðbólgu má búast við að verðtrygging og vextir fari nokkuð yfir 200 milljónir í ár.

Þegar dvalarheimilið fer úr rekstri sveitarfélagsins lækka tekjur bæjarins um 320 milljónir, það mun hafa töluverð áhrif til hækkunar á skuldahlutfalli og skuldaviðmiði sveitarfélagsins sem þarf að taka tillit til áður en reglur um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga taka gildi aftur.

Það er ljóst að það þarf að bretta upp ermar og takast á við þær fjárhagslegu áskoranir sem eru framundan. Þær felast í fyrsta lagi í því að hækka veltufé frá rekstri, til að standa undir afborgunum skulda og að rekstur standi undir hluta framkvæmda. Í öðru lagi þarf að lækka skuldir til að lækka fjármagnskostnað sem og minnka sveiflur og óvissu vegna verðbólgu.

Haukur Garðarsson, Okkar Stykkishólmur
Erla Friðriksdóttir, Okkar Stykkishólmur
Lárus Ástmar Hannesson, L-listi


Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
Bæjarfulltrúar H-listans fagna þeim viðsnúningi sem er að verða á rekstri bæjarins og endurspeglast í fyrirliggjandi ársreikningi 2021, enda var högg faraldursins einna þyngst efnahagslega á ferðaþjónustuna og tengdar greinar, sem er stór þáttur í atvinnulífi okkar hér í Stykkishólmi. Niðurstaða ársreiknings sýnir að útsvarstekjur aukast verulega á milli ára eða úr kr. 631.904.732 í kr. 700.890.651, skuldahlutfall og skuldaviðmið eru að lækka, framlegðarhlutfall hækkar umtalsvert milli ára og veltufé frá rekstri hækkaði um 80% milli ára eða úr 99.203 í kr. 178.242 milljónir.

Þessi niðurstaða sýnir mun hraðari viðsnúning í rekstri en reiknað hafði verið með og staðfestir ábyrga fjármálastjórn en á sama tíma er mikilvægt að halda rétt á spilunum áfram. Við erum að ná stöðuleika í rekstri sveitarfélagsins eftir faraldurinn. Við erum á réttri leið og mikilvægt að halda áfram á braut ábyrgs rekstrar.Stykkishólmsbær byggir á traustum grunni og samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er áfram horft til þess að fjárfesta til framtíðar og munu þeir innviðir leggja grunn að enn betri þjónustu í sveitarfélaginu til framtíðar.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Gunnlaugur Smárason
Guðmundur Kolbeinn Björnsson
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Getum við bætt efni síðunnar?