Fara í efni

Bæjarstjórn

410. fundur 20. apríl 2022 kl. 17:13 - 19:25 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Smárason aðalmaður
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson aðalmaður
  • Ásmundur Sigurjón Guðmundsson aðalmaður
  • Erla Friðriksdóttir aðalmaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) forseti
  • Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson fundarritari
  • Jón Sindri Emilsson
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 11

Málsnúmer 2204001FVakta málsnúmer

Lögð frma fundargerð 11. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Framlagt til kynningar.

3.Bæjarráð - 639

Málsnúmer 2204002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 639. fundar bæjarráðs.
Framlagt til kynningar.

Til máls tóku:HH,JBJ og LÁH

4.Sameining Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar - Niðurstöður sameiningakosninga

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf kjörstjórnar Stykkishólmsbæjar þar sem fram koma niðurstöður sameiningakosninga.
Lagt fram til kynningar.

Niðurstöður: Stykkishólmsbæ

Á kjörskrá 837

Á kjörstað kusu 191 karlar 187 konur 378 samtals
Utankjörfunaratkvæði 45 karlar 37 konur 82 samtals
Alls kusu 236 karlar 224 konur 460 samtals

Atkvæði skiptust þannig
Já sögðu 422 eða 92%
Nei sögðu 34 eða 7%
Auðir seðlar 4 eða 1%

Til máls tóku:HH,JBJ og EF
Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi Stykkishólmsbæjar kom inn á fundinn.

5.Ársreikningur Stykkishólmsbæjar - Fyrri umræða

Málsnúmer 2204003Vakta málsnúmer

Á 639. fundi bæjarráðs var lagður fram ársreikningur Stykkishólmsbæjar til fyrri umræðu. Á fundinum samþykkti bæjarráð að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi, mætir til fundar og gerir grein fyrir ársreikningi Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2021.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu áhrifum ársins 2021 á fjárhag bæjarins og helstu lykiltölum. Þá kom Haraldur Örn Reynissson, endurskoðandi Stykkishólmsbæjar inn á fund og gerðu grein fyrir ársreikningi Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2021 og svaraði spurningum.

Yfirferð bæjarstjóra um ársreikning Stykkishólmsbæjar 2021:

Rekstrartekjur samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta námu 1.910,9 millj. kr. á árinu en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.507,2 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 87,8 millj. kr. en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 58,9 millj. kr. Rekstrartekjur A og B hluta voru í samræmi við áætlun ársins 2021 og jukust um 12,5% milli ára. Rekstrargjöld jukust um 12,5% milli ára og eru 3,7% umfram áætlun með viðaukum. Frávik frá fjárhagsáætlun með viðaukum má helst rekja til verulegrar hækkunar lífeyrisskuldbindingar umfram það sem væntingar stóðu til og nam frávikið 72,6millj. kr. en laun og launatengd gjöld voru 1,9% umfram fjárhagsáætlun.

Hefði fyrrgreind hækkun lífeyrisskuldbindingar ekki komið til af þeim þunga sem raunin varð hefði Stykkishólmsbær náð þeim markmiðum sem sett höfðu verið í fjárhagsáætlun ársins varðandi rekstrarniðurstöðu fyrir afskriftir.

Veltufé frá rekstri nam á árinu 2021 178,2 millj. kr. samanborið við 99,2 millj. kr. árið áður. Veltufé frá rekstri var 43,5 millj. kr. umfram fjárhagsáætlun með viðaukum sem gert hafði ráð fyrir að veltufé frá rekstri næmi 134,8 millj. kr. Handbært fé í árslok nam 101,6 millj. kr. og jókst um 4,6 millj. kr. á árinu.

Heildarfjárfesting A og B hluta á árinu 2021 nam 190 millj. kr. en áætlanir með viðaukum höfðu gert ráð fyrir 170 millj. kr. fjárfestingu árið 2021. Lántökur námu 195 millj. kr. og afborganir langtímalána námu 190,3 millj. kr.

Skuldaviðmið A og B hluta Stykkishólmsbæjar í árslok 2021 er 118%, en var 122% árið 2020, og rekstrarjöfnuður síðastliðinna þriggja ára er neikvæður um 81,9 millj. kr. Handbært fé í árslok 2021 er kr. 101,6 milljónir.

Að baki er krefjandi ár í rekstri Stykkishólmsbæjar líkt og annarra félaga á þessum tímum. Bæjarstjóri vill nota tækifærið og þakka starfsmönnum Stykkishólmsbæjar og íbúum þolgæði og þrautseigju á liðnu ári.


Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Stykkishólmsbæjar til seinni umræðu í
bæjarstjórn.

Til máls tóku:HH,JBJ,LÁH og HÖR
Haraldur vék af fundi.

6.Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga árið 2022

Málsnúmer 2204008Vakta málsnúmer

Kjörskrárstofn til Sveitastjórnakosninga 14. maí 2022 framlagður.
Bæjarstjórn staðfestir framlagða kjörskrá og felur bæjarstjóra umboð til að undirrita hana, yfirfara og staðfesta breytingar sem kunna að verða gerðar á kjörskránni fram til kosninga í samræmi við III. kafla laga nr. 112/2021, um kosningar til sveitarstjórna. Þær breytingar sem kunna að vera gerðar á kjörskránni verða lagðar fram og kynntar á næsta fundi bæjarstjórnar.

Til máls tóku:HH og JBJ

7.17. júní 2022

Málsnúmer 2203008Vakta málsnúmer

Lagðar fram tilnefningar aðila í Þjóðhátíðarnefnd 2022.

Á 639. fundi sínum lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að eftirtaldir verði kosnir í Þjóðhátíðarnefnd 2022:

Þóra Margrét Birgisdóttir, formaður
Anna Lind Særúnardóttir
Bjarne Ómar Nielssen
Halldóra Margrét Pálsdóttir
Sindri Þór Guðmundsson
Gísli Pálsson
Heiða María Elfarsdóttir
Þóra Sonja Helgadóttir
Þóra Margrét Birgisdóttir
Guðmundur Karl Magnússon
Sigríður Ólöf Sigurðardóttir
Janusz Lukasik
Rebekka Sóley Hjaltalín
Kristjón Daðason
Bæjarstjórn samþykkir að skipa eftirtalda í Þjóðhátíðarnefnd 2022:

Þóra Margrét Birgisdóttir, formaður
Anna Lind Særúnardóttir
Bjarne Ómar Nielssen
Halldóra Margrét Pálsdóttir
Sindri Þór Guðmundsson
Gísli Pálsson
Heiða María Elfarsdóttir
Þóra Sonja Helgadóttir
Guðmundur Karl Magnússon
Sigríður Ólöf Sigurðardóttir
Janusz Lukasik
Rebekka Sóley Hjaltalín
Kristjón Daðason

8.Kjör í kjörstjórn

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Sveitarstjórnir sveitarfélaganna kjósa sameiginlega þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn og þrjá til vara. Kjörstjórnir þær sem kosnar voru í upphafi yfirstandandi kjörtímabils, skv. 14. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórnar, skulu vera undirkjörstjórnir í hvoru sveitarfélagi fyrir sig við sveitarstjórnarkosningar.

Berglind Þorbergsdóttir og Gunnlaugur Árnason sögðu sig úr kjörstjórn vegna tengsla og Þóra Stefánsdóttir vegna veikinda.

Þá þarf Kristján Hildibrandsson að víkja þar sem hann er á framboðslista fyrir komandi kosningar.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar kýs til setu í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 til viðbótar við kosningu sveitarstjórnar Helgafellssveitar á aðalmanni og varamanni.

Aðalmenn:
Björn Sverrisson
Kristín Benediktsdóttir
Jóhannes Eyberg Ragnarsson

Varamenn:
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson
Guðbjörg Egilsdóttir


Bæjarstjórn kýs til setu í undirkjörstjórn Stykkishólmsbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga 2022, sbr. einnig 2. mgr. 49. gr. sveitarstjórnarlaga:

Aðalmenn:
Guðrún Hauksdóttir
Dagbjört Hrafnkelsdóttir
Davíð Sveinsson

Varamenn:
Símon Már Sturluson
Guðný Pálsdóttir
Steinunn María Þórsdóttir

Varðandi undirkjörstjórn í Helgafellssveit er vísað til afgreiðslu/bókunar sveitarstjórnar Helgafellssveitar þar um.

9.Skýrsla starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 og eldri - Lokaskýrsla

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri. Bæjarráð þakkaði starfshópnum, á 639. fundi sínum, fyrir góða vinnu og vísaði skýrslunni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn þakkar fyrir velunna skýrslu og tekur undir áherslur sem koma fram í skýrslunni.

10.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Lagt fram skilabréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt lokaskýrslu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti Stykkishólmsbæ, á 11. fundi sínum, til að fylgja fast eftir þeim 20 tillögum sem er að finna í lokaskýrslu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.

Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 639. fundi sínum, að kynna tillögur og vinna áfram að málinu.
Bæjarstjórn þakkar starfshópnum fyrir velunnin störf og staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,HG,LÁH,GS,ÁSG og JBJ

Bókun bæjarfulltrúa O-lista:
Undirrituð þakka starfshópi um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi fyrir skýrsluna. Í skýrslunni eru margar góðar tillögur að eflingu atvinnulífs sem nú þegar hefur verið unnið að eða hafist handa við að vinna að. Í skýrslunni er jafnframt að finna tillögur sem undirrituð telja ekki hlutverk sveitarfélagsins að leggja kostnað í að greina áður en framkvæmdar- og rekstraraðili kemur að málinu s.s. kostnað við frumgreiningu á möguleika til strand- og landeldis á svæðinu eða kostnað við skipulag á jarðhitaböðum.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir


Tekið var fundarhlé í 15 mín.

Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
H-listinn þakkar góða og ítarlega skýrslu sem samræmist þeim áherslum sem listinn hefur lagt upp með s.l. ár. H-listinn telur mikilvægt að uppbygging innviða styðji við atvinnulíf svæðisins og að hið opinbera reyni að tryggja að sköpuð verði á svæðinu bestu möguleg skilyrði til uppbyggingar þannig að byggja megi sterk og öflug atvinnufyrirtæki og efla þannig atvinnulíf og byggð á svæðinu. Við teljum að vert sé að velta upp öllum möguleikum til eflingar atvinnulífs á svæðinu, sem er undirstaða velferðar hvers samfélags, og hvetja til einkaframkvæmda sé það til eflingar samfélagsins. H-listinn vill að sveitarfélagið sé opið fyrir því að leggja grunn að þeim tækifærum sem liggja fyrir á svæðinu, m.a. með skipulagsvaldi sínu, þannig að framtakssamir einstaklingar sjái sér hag í að nýta þau, samfélaginu til heilla.



Hrafnhildur Hallvarðsdóttir

Gunnlaugur Smárason

Ásmundur Guðmundsson

Steinunn I. Magnúsdóttir

11.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til afgreiðslu Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025. Skipulags- og byggingarnefnd fagnaði á 258. fundi sínum, því að Umferðaröryggisáætlun liggi fyrir og geti farið að þjóna hlutverki sínu sem leiðbeinandi stoðgagn í ýmsum verkefnum á vegum bæjarins. Nefndin samþykkti áætlunina fyrir sitt leiti.

Bæjarráð samþykkti, á 639. fundi sínum, umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025.

Til máls tóku:HH,JBJ,SM og HG

Undirrituð gera athugasemd við að framkvæmdar hafi verið hraðatakmarkandi aðgerðir og leiðbeiningar um hámarkshraða breytt án aðkomu bæjarstjórnar. Svo sem hraðahindrun í Tjarnarási, leiðbeiningar um hámarkshraða á Silfurgötu, í Lágholti og Tjarnarási í 30 km hámarkshraða og biðskylda við Hjallatanga tekin niður.

Umferðaröryggisáætlun hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið. Það er þó ekkert sem kallar á að farið sé í slíkar aðgerðir án samþykkis bæjarstjórnar.

Okkar Stykkishólmur

Haukur Garðarsson

Erla Friðriksdóttir


H-listinn bendir á fyrirliggjandi gögn frá VSÓ þar sem m.a. vangaveltum og spurningum sem bárust um verkefnið í vinnsluferlinu er svarað. Búið er að vinna að umferðaröryggisáætlun frá árinu 2019, hún hefur fengið ítarlega umfjöllun innan bæjarins með víðtæku samráði og sátt ásamt því að leitað hefur verið eftir samráði við opinberar stofnanir s.s. Vegagerðina og Lögregluna á Vestulandi eins og sjá má í skýrslunni. H-listinn leggur áherslu á umferðaröryggismál í Stykkishólmi og er þessi áætlun í samræmi við það.



Hrafnhildur Hallvarðsdóttir

Gunnlaugur Smárason

Ásmundur Guðmundsson

Steinunn I. Magnúsdóttir



Fundi slitið - kl. 19:25.

Getum við bætt efni síðunnar?